Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Side 45
fiXo r r>«-3 t.a % 'T', t
DV. MANUDAGUR 5. MARS1984.
45
Sviðsljósið * Sviðsljósið Sviðsljósið
Þessar eru of ungar til að taka þátt i danskeppninni, enda alveg nóg að
vera i ballett.
Danskeppni
—allt leyfilegt
Félagsmiðstöðvarnar í Reykjavík
efna til danskeppni dagana 15. og 16.
mars og fer hún fram í Tónabæ. Ekki
er keppt í neinum ákveðnum döns-
um, heldur mega keppendur dansa
allt það sem þeir helst vilja, ræla,
polka, diskó og djæv svo að eitthvað
sé nefnt.
Allir unglingar á aldrinum 13—17
ára hafa rétt til þátttöku hvar sem
þeir búa á landinu. Þeir sem þess
óska geta fengið að æfa sig í félags-
miöstöövunum en betra er að panta
tíma því að búist er við mikiUi að-
sókn.
Þetta er í þriðja sinn sem dans-
keppni af þessu tagi er haldin hér.
María og Johnny
Hann Sigurður Johnny, frægur
söngvari hér á árum áður, er ekki að
rokka Maríu Baldursdóttur í svefn þó
að myndin sé tekin á rokkhátiðinni í
Broadway. Hann varö bara svo hissa
að hitta litlu stelpuna sem söng meö
honum uppi á KeflavíkurflugveUi þeg-
ar hún var aðeins 15 ára gömul.
Annars er María Baldursdóttir búin
að syngja opinberlega í ein 20 ár. Byrj-
aði í gatnla Ungó i Keflavik með hljóm-
svcitinni Skuggum, sem Gunnar
Þórðarson stjórnaði með gitarnögl-
inni, og við trommurnar sat sjálfur
Rúnar Júliusson. Hann hafði siðar vit á
þvi að færa sig yfir á bassann og gift-
ast Maríu.
Þau eru enn gift og syngja og spila
eins og ekkert hafi í skorist.
TIC TAC
„Eitt hundrað Akumesingum líkar
vel við tónlist hljómsveitarinnar Tic
Tac og var mikið klappað og flautaö
þegar hljómsveitin lék á heimaveUi
fyrir skömmu og menn almennt
ánægðir með að nú væri loks búið að
merkja Akranes inn á rokkkortið,”
segir i fréttatUkynningu sem barst
yfir flóann.
Liðsmenn Tic Tac eru alUr á
aldrinum 18—19 ára og segjast leika
gleðimásik sem endurspegU vel við-
horf þeirra tU lífsins eða eins og segir
í lagi þeirra Joy: Don’t hide behind
that shyness, walking hand in hand
with the waU / get out of your
bunker, no one is going to hurt you.
Bubbi Morthens segir aö Tic Tac
hafi alveg meiriháttar sánd. Á
myndinni sjást Bjami Olafsson
söngvari og Olaf ur FriðrUísson gítar-
leikari.
LOKSINS:
Einkalíf leiðtogans
Þá hefur hulunni verið svipt af
einkalífi Chernenkos, leiðtoga Sovét-
ríkjanna. Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum í Moskvu, sem ekki veröa
nafngreindar hér, er Chernenko
kvæntur önnu Dmitrievna, konu á
sextugsaldri, sem er þekkt fyrir
kvikmyndaleik í Rússlandi og ákaf-
lega virk í sovésku Ustalífi. Þau eiga
tvö börn, Vladimir Konstantínovich
sem er deUdarstjóri í kvikmyndaveri
ríkisins, Goskino, og dótturina
Jelena Konstantinovna sem hefur
háskólagráðu í marxískum fræðum
og starfar á rannsóknarstofu í marx-
lenínisma.
Þá flýgur það fjöUum hærra aö.
Chernenko eigi annan og eldri son
frá fyrra hjónabandi, Albert Konst-
antinovich og starfar sá á áróðurs-
skrifstofu kommúnistaflokksins í
TomskíSíberíu.
Hann er sagður geta átt von á
stöðuhækkun. Á leiðtoginn tvö böm eða þrjú?
HEIMSLJÓS
Banka- og
bátaræn-
ingjar
Þeir voru ekki með neinn æs- |
ing, bankaræningjarnir í Amster-
dam, sem sluppu úr greipum lög-1
reglunnar í fyrri viku. Eins og lög i
gera ráð fyrir birtust þeir í banka 1
einutn með niðurskomar hagla-
byssur og báðu um peninga.
Bankamönnunum þóttu þeir ,
óvenjulega rólegir og höfðu fyrir ,
bragðið nægan tíma tU að kalla á 1
lögreglu. Lögreglan mætti, um-
kringdi húsið og skipaði ræningj-
unum að koma út með hendur yf-
ir höfði. En ræningjarair gerðu 1
sér lítið fyrir, stukku út um bak-
dyrnar og beint upp í hraðbát j
sem brunaði á braut. Það eru
nefnUega síki í Amsterdam.
Samkvæmt upplýsingum hol- i
lensku lögreglunnar siuppu ræn-
ingjarnir ekki á gondóla.
48prósent
gengis-
felling
Jaime Lusinchi, forseti!
Venesúela, kynnti fyrir skömmu I
ráðstafanir ríkisstjórnar sinnar í |
efnahagsmálum sem ætlað er að j
skjóta styrkari stoðum undir rík-
ið en verið hefur. Eitt helsta I
vopnið er 48% gengisfelling.
Allan
rændur
Voru það aðdáendur eða
óbreyttir innbrotsþjófar? Spurn-
'ingin brennur á vörum fjöl-
margra eftir að brotist var inn í
sumarbústað knattspyrnusnUl-
ingsins AUan Simonsen í V-
Þýskaiandi og þaðan stoUð lit-
sjónvarpstæki, útvarpi með 2 há-
tölurum, einum tweed-jakka og
tveim æfingagöUum.
Ef aðdáandi var hér á ferð má
búast við að sá hinn sami sitji nú i
tweed-jakka yfir tvöföldum
æfingagaUa, hlusti á útvarp og
horfi á sjónvarp. Gaman!
Ormarvið
Hvítahúsið
Það ætlaði aUt af göflunum að
ganga er lifverðir Reagans
Baiularíkjaforseta komu auga á
slöngur i trjám garðsins við
Hvita húsið. Ráðist var til atlögu
við ófreskjurnar en þá kom í ljós
að hér var um gúmmíslöngur að
ræða, sem garðyrkjumaður for-
' setans hafði sett í trén tU að flæma
starra frá. Starrarnb: eru vist að
eyðUeggja trén sem voru gróður-
sctt af Andrew Jackson, fyrrum
Bandaríkjaforseta fyrir 150 ár-
um.
AIDSí
Mið-Afríku
Sjúkdómurinn Aids sem helst er tal-
inn leggjast á kynhverfinga og
eiturlyfjasjúklinga er útbreiddur í
Mið-Afríkurikjunum Zaire, Tchad,
Rwanda og Burundi að sögn belg-
ískra vísindamanna. Athygli vekur
að í þeim löndum eru sjúklingamir
'firleitt hvorki kynhverfir né háðir
ituriyf jum. Er það einstakt.
3000 Bandaríkjamenn þjást nú af
DS og eiga sér engar vonir um
lata.