Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Blaðsíða 9
DV. MANUDAGUR19. MARS1984. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd HARÐNARí VERK- FALLSDEILU KOLA- NÁMUMANNA BRETA Þúsundir lögreglumanna munu gæta kolanámanna í Miö-Englandi í dag og er mikill viöbúnaöur gegn hugs- anlegum róstum því að róttækir Danadrottning íSaudi Arabíu Margrét Danadrottning og Hinrik prins eru komin til Saudi Arabíu í þriggja daga heimsókn sem hófst í gær. 1 för meö þeim er Uffe Ellemann-Jensen utanríkis- ráöherra sem sagöi í viðtölum viö fjölmiöla Saudi Arabíu aö Dan- mörk heföi gagnrýnt Israelsmenn fyrir aögerðir þeirra í Líbanon. námumenn í verkfalli hafa hótaö aö hindra aöra námumenn í aö halda á- fram störfum. Thatcherstjómin hefur heitið því aö vernda hvern námumann sem vill ganga áfram aö störfum sínum og er öll lögregla landsins höfð tiltæk. Fjöl- mennastur viöbúnaður er í Notthing- hamshire þar sem kom tU ryskinga í síðustu viku sem kostuöu einn mann lífiö. Um helgina var atkvæðagreiðsla meöal nokkurra smærri samtaka kola- námumanna og 50 þúsund greiddu at- kvæði gegn verkfalU eöa mikUl meiri- hluti aUs staöar þar sem atkvæða- greiðsla fór fram. — I landssamtökum kolanámumanna Bretlands eru 180 þúsundfélagar. Fimmtán struku úr fangelsinu Af fimm framboðsefnum demókrata, sem eftir voru í síðustu viku, (frá vinstri talið) Gary Hart, Walter Mondale, John Glenn, George McGovern og Jesse Jackson, hafa þeir Glenn og McGovern hætt undir helgina. — Baráttan stendur því milli hinna þriggja og þó fyrst og fremst milli Harts og Mondales. TVÍSÝNA í ILUNOIS — eftir velgengni Mondales um helgina, en Glenn dró sig í hlé Fimmtán fangar brutust út úr fang- elsi í Haag í fyrradag en fimm þeirra náðust strax aftur. Einn þeirra á nátt- fötunum. — Er þetta fjölmennasti fangelsisflótti sem um getur í Hollandi. Atta Hollendingar, þrír Tyrkir, tveir Alsírbúar, einn Breti og einn Argentínumaður, sem ýmist sátu í varðhaldi og biðu dóms eða afplánuðu dóma fyrir rán, manndráp, mannrán og fíkniefnasölu, sluppu út þegar einn fanginn haföi dregið byssu upp úr pússi sínu og ógnaö einum fanga- veröinum tU þess aö afhenda þeim lykla. Læstu þeir nokkra fangaveröi inni í klefum þeirra í staðinn og sluppu út um hUöardyr á fangelsinu þar sem þeir komust í bUa. Lögreglan fékk strax vitneskju um flóttann og hóf leit meö þyrlum og hundum. Einn fanganna, í náttfötum, náöist skammt frá fangelsinu. Annar var tekinn í leigubíl í miðborginni, þrír voru teknir í bifreið komnir að borgarmörkunum. John Glenn, fyrrum geimfari, dró sig undir helgina út úr forkosningunum og eru þá aðeins þrír eftir af átta sem stefndu að því upphaflega að hljóta út- nefningu demókrata til framboðs í næstu forsetakosningum. Mondale fékk sigur í Michigan og eins í Puerto Rico og Arkansas. Hann haföi nauma forystu yfir Jesse Jack- son, mannréttindafrömuöi blökku- manna, i forkosningunum i Missisippi. Hart vegnaöi betur í Alaska en næstu forkosningar eru á morgun í Illinois. Benda skoðanakannanir til þess aö mjótt veröi á munum milli Harts og Mondales. Urslitin þar þykja miklu varöa því aö kosnir veröa 194 fulltrúar á landsþing demókrata í júní. Illinois er iönaöarfylki og ekkert framboösefni þykir eiga möguleika á móti Reagan forseta ef þaö ekki nýtur fylgis íbúa slíks svæðis. — Annars hefur þaö aöeins komiö tvívegis fyrir á þessari öld að sá sem vann í Hlinois væri ekki útnefndur til framboös á flokksþingi demókrata. Jackson er spáö góðu fylgi meðal blökkumanna í Illinois, en um 25% þeirra sem eru á kjörskrá demókrata eru blökkumenn. En skoöanakannanir benda til þess aö hann veröi langt á eftir þeim Hart og Mondale. Forkosningar veröa einnig í .Minnesota á morgun, en þaö er heima- fylki Mondales. Að öllum líkindum töivan sjálf. Fyrir það fyrsta þá kostar hún minna en þú gætir haldið. IBM PC einkatölva með 128000 stafa vinnsluminni, 83ja tákna lyklaborði,320000 stafa diskettu, prentara sem skrifar 60 stafi á sekúndu, litaskermi, auk nokk- urra grunnforrita, kostar minna en nýr smábill. Og hún skapar þér aukinn tima. Með því m.a. að losa þig undan svo mörgum timafrekum verkum eins og að endurreikna, endurmeta, endurvélrita, endur- útgefa, endurvinna og endur- taka. Hún getur sparað þér margar klukkustundir á viku. H vers virði er hver klukkustund i þinu starfi? Hafir þú ekki gert þér grein fyrir þvi, láttu þá IBM PC einkatölvuna leiða þig í allan sannleikann. Og annað, hún ætti að geta hjálpað þér að gera nokkrar skarplegar ákvarðanir í hverjum mánuði - t.d. varðandi lausn á verkeftium, í fjárfestingum, verð- lagningu, skráningu á upplýs- ingum, i útgjöldum og bættri- samkeppnisstöðu. Allt þess eðlis að leiða til meiri hagnaðar og meiri sparnaðar. Að lokum, IBM PC einka- tölvan er fjárfesting i réttari ákvarðanatökum, betri stjórnun og framleiðni og þægilegra vinnuumhverfi - hún er fljót að borga sig! Farðu og hittu einhvern söluaðil- ann fyrir IBM PC einkatölvuna. Söluumboð fyrir IBM PC einkatölvuna: Gísli J. Johnsen Skrifstofubúnaður sf., Smiðjuvegi 8, Kópavogi, sími 73111 Skrifstofuvélar hf. Ottó A. Michelsen, Hverfisgötu 33, Reykjavík, simi 20560 Örtölvutækni sf., Garðastræti 2, Reykjavík, sími 11218

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.