Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Blaðsíða 7
DV. MÁNUDAGUR19. MARS1984. 7 Neytendur Neytendur Kristján Sverrisson heldur hér á tveimur reyktum álum. Hver áll vegur um 600 grömm. DV-mynd E.O. Nýreyktur danskur áll —fáanlegur „Reyktur áll er sælkera fæði. Hann er þó líklega of dýr sem álegg, en getur verið fyrirtaks forréttur,” sagði Kristján Sverrisson, eigandi verslunarinnar Dalvers, í viðtali við DV. Kristján hefur nú hafið sölu á reyktum áli í verslun sinni. Þennan ál fær hann sendan með flugi frá Dan- mörku. Allinn kemur hingað pakkaöur í lofttæmdar umbúðir og er þá nýreykt- ur. Kristján sagði að fyrir u.þ.b. 10 árum hefði verið fluttur inn hingað reyktur áll, en þá þótti hann vera of dýr. Þótt veröið sé í efra laginu nú er hann samt ekki eins dýr og hann var þá. Kílóið kostar 790 krónur þegar áll- inn er keyptur í heilu lagi. En hver áll er í lofttæmdum umbúðum og vegur um 600 grömm. I lausu er kílóverðið aöeins hærra eða 820 krónur. Að sögn Kristjáns hefur állinn mælst vel fyrir hjá viðskiptavinunum og hefur hann þegar selt um 60 kíló og önnur pöntun er á leiðinni. Kristján sagði að íslenski állinn væri of smár til reykingar. Þaö hefur verið reynt að reykja hann en ekki gefist vel. -APH PÓSTSENDUM. hattar NYSENDING Filthattar - angóruhattar - Alpahúf ur, 3 stærðir - angóruhúfur, 15 litir - Fashionhúfur, 11 litir. Höfuðklútar - fermingarslæður - krep- og leðurhanskar - beitinga- hanskar. HATTABÚÐIN Frakkastíg 13, sími 29560. SPORT- SKÚR ÚR HVÍTU FYRIR BÖRN, DÖMUR OG HERRA Nr. 28-33kr. 494,- Nr. 34-39kr. 546,- Nr. 40-45kr. 598,- Póstsendum SKÓVERSLUN ÞÓRÐAR PÉTURSSONAR Kirkjustræti 8 — sími 14181. Laugavegi 95 — sími 13570 „O g hver ætlar að borga mína IBM PC einkatölvu? ”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.