Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Blaðsíða 2
2 DV. MÁNUDAGUR19. MARS1984. Kvótaf undurinn í Sigtúni: „Til andsk.... með kvóta- kerfid” — hiti í mörgum f undarmanna „Er einhver hér inni úr LIU, samtökunum okkar?” Það mátti heyra saumnál detta. „Nei, ekki þaö? Við því var svosem ekki að búast. Þeim kemur þetta ekkert við!” Þaö brutust út fagnaðarlæti og dynjandi lófaklapp. „Nei, við því var ekki að búast,” heyrðist víðs vegar um salinn. Það var einn ræðumanna, Sigurður Haraldsson, á fundi hóps hagsmuna- aðila í sjávarútvegi, sem haldinn var í Sigtúni í gær, er þetta sagði í fundar- stóli. Fund þennan sóttu liðlega tvö hundruð manns. Fundurinn var daufur framan af, en sótti í sig veörið. Hátt í 30 manns stigu í pontu og í lokin var borin upp ályktun varöandi gagnrýni á kvótakerfiö svokaliaöa og hún sam- þykkt einróma. Alyktunin í heild birtist hér annars staðar á síðunni. Það var hiti í ýmsum sem kvöddu sér hljóðs á þessum fundi. Það kom fram mikil gagnrýni á fiskifræðingana og einn fundarmanna sagði: „Það verður að minnka tiltrúna á þessum mönnum, mönnunum, sem öllu ráða og búa til öll vandræðin. Þeir hafa engar forsendur. Það er mál að linni.” Annarsagöi: „Almenningur í þessu landi lifir á fiskveiðum en ekki Tommahamborg- urum og Prins Póló. Til andskotans með kvótakerfið.” Og fundarmenn fögnuðu óspart. Kristján Ragnarsson mætti ekki á fundinn, eins og kunnugt er, og sætti hann og félagar hans í stjórninni miklu ámæli. Einn ræöumanna likti Kristjáni viö páfann í Róm og sagöi hann eins og smákrakka þegar hann væri með yfir- lýsingar í blöðum þess efnis að honum heföi ekki verið boðiö á fundinn. Var yfirhöfuð einhverjum boðiö? spuröi hann svo í lokin. Almennt lá fundarmönnum þungt orð til Kristjáns og annarra ráöa- manna LIU og hvöttu Halldór As- grímsson til aö velja sér aðra ráðgjafa. ,,Ut með kvótann. Við erum tilbúnir að vinna að undirbúningi nýs kerfis, endurgjaldslaust,” sagði einn. Talsverö frammíköll voru þegar ákveönir menn stigu í pontu. Til dæmis kallaði einhver fram i hjá ráöherra er hann minntist á að karfinn væri á þrotum. „Þaö er lygi, lygi” og einhver jir tóku undir það. Mörgum þótti ráöherra óþarflega ákveðinn í máli sínu og einn ræðu- manna sagði: „Þaö er ekki endalaust hægt að finna niggara til aö éta þetta gúanódrasl. Þaö er vitlaust að láta menn vera að draga þetta úrsjó.” Nokkrir tóku þó ekki eins djúpt í árinni. Einum fannst fljótaskrift á kvótakerfinu og annar var bara ánægður meö kerfið, nema hann baö ráöherra að fara nú að taka ákvörðun um hvort auka ætti viö kvótann. -KÞ. „Ég vil láta reynaá kvótakerfið í eitt ár” — sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra ,,Eg er þeirrar skoöunar aö við látum reyna á þetta kvótakerfi í eitt ár með þeim breytingum sem þörf er á,” sagði Halldór Asgrímsson sjávarút- vegsráðherra, er hann sté í pontu í Sigtúni í gær. „Það er auðvelt að vera á móti kvótakerfinu, en jafnerfitt virðist vera aö koma með eitthvaö í staðinn,” sagði Halldór ennfremur. „Menn hafa hér hver á eftir öðrum rifið niður þetta kerfi, en ég hef ekki heyrt neinar úr- bætur. Veiðin á síðasta ári var mjög lök og fiskurinn léttari en nokkru sinni fyrr. Astandið þá var vægast sagt ekki bjart. Nú virðast hins vegar fiski- stofnarnir vera að taka við sér. En við ætlum að búa í þessu landi lengur en eitt ár, því verðum við að fara skyn- samlega í hlutina. Síldin og loðnan voru kláruð á einu bretti. Og nú er það ekki bara þorskur- inn sem er í hættu heldur karfinn líka. Auövitaö hafa orðið mistök og við erum að reyna aö laga það. Mér finnst ekki sanngjamt, eins og hér hefur veriö gert, að kalla forvígismenn fisk- samtakanna illum nöfnum. Auðvit- aö eru menn ekki sammála í þessu frekar en öðru og gagnrýni er til góös, ef hún er sanngjöm. Þessir menn vinna eins og þeir geta. Heföi verið betra að gefa upp eitthvert ákveðið aflamagn og menn síðan slegist um að ná inn leyfilegum afla? Slík lögmál frumskógarins eru ekki vænn kostur aö mínu viti. Sannleikurinn er sá að viö erum með alltof lítinn fisk miöaö viö flotann. Aðalatriðið er hvernig við ætlum aö byggja upp fiskveiðarnar í fram- tíðinni. Mín skoðun er sú að þaö er ekki komin sú reynsla á kvótakerfið aö hægt sé aö fordæma þaö, eins og hér hefurveriðgert,” sagði Halldór. -KÞ. Liðlega tvö hundruð manns sóttu fundinn um kvótakerfið i SigtúnN gær. Maðurinn fremst á myndinni, sem snýr baki að myndavéiinni, er Jón Magnússon útgerðarmaður, einn skipuleggjenda fundarins. Þá má sjá Steingrim Sigfússon alþingismann fjær, þar sem hann horfir yfir öxl sér. Þó nokkrir þingmenn mættu á fundinn, þótt ekkiþættu þeir nógu fjölmennir að áliti fundarmanna. „Fundurinn varar stjórn- völd við núverandi stefnu” — ályktun fundarins I lok fundarins var ályktun þessi borin undir atkvæði fundarmanna og einróma samþykkt: „Almennur fundur sjómanna, út- gerðarmanna og fiskverkenda hald- inn í Sigtúni sunnudaginn 18. mars 1984 telur að sú leið sem valin var til stjórnunar fiskveiöa í byrjun ársins, skipting afla á veiðiskip, sé með öllu óhæf þar sem hún leiðir m.a. til órétt- látrar skéröingar á þeirri athöfn fiskimannsins sem leitt hefur sjávar- útveginn til aö vera meginstoð þjóöarbúskaparins. Einnig skal bent á hvern veg þessi stjórnun leikur at- vinnuöryggi fólks einstakra .byggðarlaga. Fundurinn gengur ekki framhjá þeirri staöreynd aö nýta verður fiski- stofna meö fullri varðúð, því veröi að gæta, að friöun hrygningarfiska komi að sem mestu gagni, þá veröi og gætt vemdunar ungfisks. Viö takmörkun á sókn í fiskistofna ber að endurskoöa fiskveiöistefnuna ársf jórðungslega með tilliti til fram- vinduveiöa. Fundurinn telur að þeim stjómunaraöferöum, tímabundnar veiöistöðvanir, sem viðhaföar hafa verið á liönum ámm hafi ekki veriö beitt sem skyldi, því veröi þær aö- ferðir endurskoðaöar, þar sem þær myndu sníöa frá höfuðgalla kvóta- kerfisins, en leiða til þess árangurs, sem k vótakerf inu er ætlað að ná. Fundurinn varar stjórnvöld alvar- lega við núverandi stefnu viö stjórn- un fiskveiða, sem leiöa mun til upp- g jafar athafna í fiskveiöum og ófam- aðar sjávarútvegsins. Telur hann því að endurskoöa beri nú þegar gild- andireglur.” Haiidór Ásgrimsson sjávarútvegsráðherra i hópi fundarmanna. D V-m yndir E. Ó. Skora á Kristján að „Grundvöll- ur kvótans er brostinn” — sagði Skúli Alexandersson alþingismaður „Gmndvöllur kvótans er þegar brostinn,” sagði Skúli Alexandersson alþingismaður. ,4íerfi á borö viö þetta, þar sem ákveðið aflamagn er á hvem bát, býð- ur þeirri hættu heim að menn reyni meir en áður að laumast framhjá vigt. Það hljóta að vera til aðrar leiðir. Afla- skeröingin á Vestf jörðum er þegar orð- in fimmtíu prósent. Ranglætið á þenn- an kvóta er hróplegt,” klykkti Skúli út með. „Ánægður með koma á f undi með útgerðarmönnum — innan hálfs mánaðar „Eg vil skora á Kristján Ragnars- son, formann LIU, að innan hálfs mánaðar haldi hann fund með út- gerðarmönnum,” Þetta var tillaga eða áskorun, sem Björgvin Jónsson útgerðarmaður bar fram á fundinum í Sigtúni í gær. Hann reifaði kvótakerfiö og bað menn að stilia orðum sínum í hóf í garð Kristjáns og annarra stjómar- manna LIU, en mikil reiði var í þeirra garð meðal fundarmanna vegna þess að þeir létu ekki sjá sig. „Þótt það kvótakerfi sem nú er við lýði megi gagnrýna á ýmsa lund er ég þó fylgismaður réttláts kvóta,” lauk Björgvin orðum sínum. -KÞ fundinn” „Við vorum mjög ánægöir meö fundinn,” sagði Jón Magnússon, einn skipuleggjenda hans, í samtali við DV eftir á. „Hann var miklu fjölsóttari en viö áttum von, þar sem margir komust ekki vegna veðurs.” -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.