Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Blaðsíða 6
6 DV. MÁNUDAGUR19. MARS1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur ■ ■ Þessi neytandi hefur liklega virt boðorðin átta að vettugi. Hann keypti fyrst og hugsaði svo. Við látum ósagt hvernig fór fyrir honum þegar kom að því að borga. 3. Peningarnir þínir kost- uðu tíma og fyrirhöfn — hugaðu að þvl hvað verður um þá. Haltu heimilisbókhald. Gerðu fjárhagsáætlun. 4« Blekktu þig ekki — það er nóg að aðrir reyni það. Að kaupa strax og borga seinna — það er þægilegt — en það þarf að borga seinna og oftast dálítiö meira. Auðvit- að getur þú tekið lán — en, þú þarft að borga vexti. Það sem kostar 399.90 kr. kostar tæpar 400 kr. — ekki rúmar 300 kr. w» Pað er Ijótt að skrökva að öðrum og dýrt að skrökva að sjálfum sér. Annarra sakir eru þeim að kenna — þínar eru þér að kenna. I viðskiptum áttu að gæta réttar þíns og skyldum. Verði þér á mistök þá þarftu að kann- ast við þau og bæta úr þeim. Skrökvaðu ekki að sjálfum þér að þú sleppir við eitthvað sem er óumflýjan- legt. Svíki Jón þig réttlætir það ekki að þú svíkir Stebba. Ef þú getur ekki staðiö við skuldbindingu gerðu þá grein fyrir því fyrirfram. BOÐORDIN ÁTTA —fyrir þá sem vilja vera hagsýnir neytendur Eftir því sem næst verður komist bendir margt til þess að verðskyn okkar hafi aukist nú í seinni tíö. Líklegt er að stöðugra verðlag sé ein af ástæðunum fyrir auknu verðskyni. Einnig er ekki ósennilegt að margir þurfi nú að velta sömu krónunni tvisv- ar áður en ráðist er í einhver kaup. Þá hefur aukist til muna að gerðar séu verðkannanir og birtar opinberlega. Það er vonandi að verðskyn okkar sé ekki eitthvert tímabundið fyrirbrigði því að nú er mjög mikilvægt að neyt- endur séu vakandi gagnvart verölag- rnu. Þetta er orðið mjög mikilvægt núna sérstaklega eftir að nýjar reglur um frjálsa álagningu gengu í gildi. Þó svo að verðlagsráð haldi áfram að fylgjast með verðlagi í verslunum er þáttur neytenda mikilvægur. Þörfin hefur aldrei verið meiri en nú að neytendur fylgist vel með og veiti kaupmönnum aðhald við verðlagning- una. Það er einnig mikilvægt að neytendur geri verðsamanburð á vöru- flokkum innan sömu verslunarmnar. Verðkannanir hafa leitt í ljós að hægt er aö gera hagstæð innkaup innan sömu verslunarinnar, þegar neytendur bera saman verö á einstökum vörum í sama vöruflokki. En nú er það svo að gæði og verö fara ekki alltaf saman. Þó svo að í ljós komi að ódýrasta varan sé ekki sú besta er ekki þar með sagt að viðkomandi verði aö ráöast í það að kaupa þá dýrustu. Agætis ráð í þessu sambandi er að reyna næst þá næst- ódýrustu og fikra sig síðan upp eftir þar til viðkomandi er ánægður með gæðin. Þetta á að sjálfsögðu sér í lagi við þær vörur þar sem boöið er upp á margar tegundir. En það er orðið flestum ljóst að þaö er hægt að gera hagstæð innkaup. En til þess að þaö geti orðið þurfa neytendur að vera vak- andi og beita fyrirhyggju í innkaupun- um. Námskeið í heimilishagfræði Fyrir skömmu var haldiö námskeið á Akureyri og var sérstaklega fjallað um spamað í heimilisrekstri. Að þessu námskeiöi stóð Neytendafélag Akur- eyrar og nágrennis og Félagsmála- stofnun Akureyrar. Fyrirhugaö er aö slíkt námskeið verði haldið hér í Reykjavík og annast Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis undirbún- ing þess. A námskeiðinu á Akureyri voru „Boöorðin átta um ráödeildar- semi” kynnt í fyrsta skipti. Þessi boð- orð fundust á litlum steinflísum á fjall- inu Súlum við Akureyri í febrúar 1984, og þá höfðu þau verið týnd síðan fyrir stríð. En hvað um það, boðorö þessi eru ágætis veganesti fyrir neytendur er vilja vera hagsýnir. Boðorðin átta Og nú ætlum við að birta þessi boðorð sem bárust frá Akureyri. 1 * ■ Hugsaðu fyrst — kauptu svo. Hugleiddu hvort innkaupin séu í raun og veru nauðsynleg. Gefðu þér tíma — góöur undirbúningur: betri kaup. Safnaðu upplýsingum um gæði og kannaöu verð á heimilistækjum, húsgögnum o.þ.h. áður en þú afræður kaupin. Gerðu innkaupalista áður en þú ferð í dagvörubúðina — og farðu eftir honum. Augnabliksákvarðanir: óhagstæð kaup. 2« Ef þú kaupir — fáðu þá sem mest fyrir peningana þína. Það er oftast ódýrara að kaupa í stórum einingum — en ekkert er án undantekninga. Gefðu þér tíma til að bera saman verð, magn og merki — þú ert á góðu kaupi á meðan. Það getur verið hagkvæmt að hamstra vöru, sem þig í raun og veru vantar, ef hún býðst á góðum kjörum. En — mundu, að þegar þú safnar birgðum, festir þú fé. Kauptu þar sem ódýrast er, hugaðu að möguleikunum á innkaupum hjá heildsölum, framleið- endum eða gegnum innkaupafélög. Vöruverð: ÞAÐ GAGNAR AÐ HAFA AUGUN OPIN Það gagnar að gera verðsaman- burð og hafa augun opin. Kona ein hringdi til okkar og sagöist hafa keypt ákveöna kryddtegund í Slátur- félagsversluninni viö Hlemm. Þar kostaði þetta krydd 59 krónur. Seinna rakst hún á sömu kryddteg- und í öörum verslunum. Þar var verðið mun lægra. I versluninni Straumnesi kostaði það 27,90ogíJL- húsinu kostaöi það 25,20. Hún kvaðst hafa haft samband við SS búöina og beðið um að verðið á þessu ákveðna kryddi yröi kannað. Þá má einnig fylgja með aö Sláturfélagiö flytur sjálft þessa kryddtegund inn. Skömmu seinna kom hún í verslun- ina og kannaöi hvort verðinu hefði verið breytt, en svo var ekki. DV hafði samband við SS búðina og bað um aö fá uppgefið heildsölu- verð á þessu kryddi. Þá kom í ljós að heildsöluverðiö var ekki nema 20,65 kr. Þessu veröi hefur nú snarlega verið breytt og kostar þar með smá- söluálagningu 28,50 kr. Viö fengum þá skýringu að ástæöan fyrir hinu háa verði heföi verið sú að við verðákvörðun hefðu átt sér stað mis- tök. Heildsöluverð á öðru kryddi frá sama fyrirtæki hafði af einhverjum misgáningi verið notað þegar verðið var ákveöið í smásölu. Nú hafa þessi mistök verið leiörétt. Þetta var bara eitt lítið dæmi um það aö það gagnar að haf a augun opin. -APH Láttu ekki aðra ákveða, hvað þig vantar — enginn veit betur en þú. Auglýsingar eru áróður — láttu þær ekki segja þér fyrir verkmn. Láttu heldur ekki tískuna teyma þig. ,,Eg hlýt að geta þetta úr því að NN getur það,” — kannski alveg rétt, en kemur það málinu við? Skammastu þín ekki fyrir að spara. Þorðu aösegjanei. Ef allt um þrýtur, hvemig væri að reyna „timabundiðkaupbindindi”? 7■ Heimilið hefur einn fjárhag — hann kemur öllu heimilisfólkinu við. Hugsaðu ekki um heimilistekjur sem ,,mína peninga” og „þínar skuldir”. Hugsaðu heldur ekki um skuldir sem „mínar skuldir” og „þínar skuldir”. Allt heimilisfólk, einnig böm, ætti að ræða og þekkja fjármál heimilisins og bera saman ábyrgð á þeim. Böm ættu að fá reglulega vasapeninga samkvæmt reglu eða samningi sem staöið er við. Wi Tíminn er virði jafn- þyngdar sinnar í gulli. Vinni maöur mikiö, minnkar frítíminn, tekjurnar hækka og útgjöldin. Vinni maður minna, eykst fritíminn, tekjumar lækka og útg jöldin. Frítíma er hægt að breyta í bæði ánægju og peninga. Neyslan i þjóöfélaginu okkar er kapphlaup í átt að einhverju marki... hvaða mark er það annars...? og hvað er það langt undan...? Ætli tilgangur lífsins sé fólginn í því að ná þessu marki.... hver er hann ann- ars, þessi tilgangur? Þetta vom boðorðin átta. Vonandi geta þau komið neytendum að notum. En það er enginn neyddur til að vera sammála þeim og hugsanlegt að sum þeirra höfði ekki til allra. En það eru mörg gullkorn, sem leynast í boöorðun- um og hverjum neytanda hollt að fara eftirþeim. -APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.