Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Qupperneq 2
2
DV.LAUGARDAGUR7. APRIL1984.
BÍLLIM í 100 ÁR
Bíllinn eins og viö þekkjum hann í
dag, meö sprengihreyfli knúnum
bensíni (eöa dísilhreyfli) rekur sögu
sína ekki lengra en til seinni hluta
síöustu aldar.
Hugmyndin aö sjálfhreyfivagni er
margra alda gömul. Enski vísinda-
maðurinn Roger Bacon, sem uppi var
á miðöldum (1212-1294), sá fyrir
uppgötvun „hestlauss” vagns. Lista-
maðurinn frægi, Leonardo da Vinci
(1452-1519), teiknaði vélar knúnar gufu
og sá fy rir möguleikann að slíkar vélar
gætu knúiö vagna. A meðan sextánda,
sautjánda og átjánda öldin liðu hjá
veltu menn í Evrópu fyrir sér ýmsum
möguleikum til aö knýja vagna áfram.
Þar á meöal má nefna gufu, vindafl,
„klukkuverk”, þrýstiloft og ýmsar
geröir af gasi.
Gufuaflið
Þaö var áriö 1769 sem franska
liösforingjanum Nicholas Joseph
Cugnot tókst aö smíöa þaö sem talið er
vera fyrsti bíllinn. Þetta var þriggja
hjóla traktor sem ætlaöur var til aö
draga fallbyssur og var knúinn gufu-
afli. Traktor Cugnots komst aöeins upp
í fimm kílómetra hraöa á klukkustund.
Saga þessa fyrsta „bíls” varð ekki
löng því hann brotnaði í fyrstu ökuferð-
inni1770.
I Bretlandi var fariö aö smíða gufu-
knúna farþegavagna seint á 18. öld-
inni. Þessir vagnar mættu mikilli and-
stööu. Þeir fengu á sig háa vegatolla
vegna þess aö mikil þyngd þeirra
skemmdi vegina. Landeigendur mót-
mæltu hávaöanum og reyknum. Eig-
endur samgöngufyrirtækjanna, sem
ráku hestvagna, voru á móti gufuvögn-
unum bæði vegna samkeppninnar og
eins álitu þeir vagnana vera hættu-
lega.
Andstaöan gegn gufuvögnunum var
nægileg til aö kalla fram löggjöf sem
setti þeim takmörk. Síðust slíkrar lög-
gjafar voru þjóðvegalögin sem sett
voru 1866, venjulegast kölluð
„Rauðfánalögin”.
Rauöfánalögin takmörkuðu
hámarkshraöa gufuvagna viö sex og
hálfan kilómetra á klukkustund úti á
þjóðvegunum og þriggja kílómetra
hraöa í þéttbýli. Lögin heimtuðu enn-
fremur aö hver vagn heföi þrjá í
áhöfn: tvo í vagninum og einn sem
gengi fimmtíu metra á undan og skyldi
sá veifa rauöu flaggi á daginn og lukt
aönóttu. Þessari löggjöf var ekki aflétt
fyrrenl896.
I millitíöinni höföu gufuvagnamir
tekið aöra stefnu sem gerði það aö
verkum að þeir þurftu ekki á vega-
kerfinu aö halda, þeir höföu orðið aö
jámbrautarvögnum.
Fyrsti gufubíllinn í Bandaríkjunum
var smíöaður 1805 í Pennsylvaníu af
Oliver Evans. Þetta var nánast flat-
botna prammi meö hjólum svo hann
gæti bæöi ekið á landi og fariö um i
vatni. Vöntun á hæfu vegakerfi í
Bandaríkjunum dró úr áhuga manna
þar á að halda áfram þróun guf uvagna
og snem þeir sér frekar aö hönnun
gufuknúinna báta og járnbrautar-
vagna. Hins vegar var fyrsti gufu-
knúni billinn sem stóðst þær kröfur
sem hægt var aö gera til þæginda
smíðaður áriö 1897 af þeim Francis og
Freelan Stanley. Þessi fólksbill,
Stanley Steamer, var smíöaður allt til
1925. Þessi bíll setti eitt sinn heimsmet
í hraöakstri, 207 km á klukkustund.
Þaö uröu hins vegar bílar knúnir
bensínsprengihreyflum sem meö
f jöldaframleiöslu uröu til þess að ryöja
gufubílunum út af markaðinum.
Rafbílar
Hugmyndin um aö láta raforku
knýja bíla kom snemma fram. Banda-
rískur uppfinningamaður, Thomas
Davenport (1802-1851), kom fyrstur
fram meö nothæfa gerö af rafbíl en
vantaöi fjármagn til aö ljúka fram-
kvæmdinni. Aörir héldu áfram á sömu
braut. Upp úr 1880 var fariö aö smíöa
rafbila í Evrópu og áratug síöar í
Bandaríkjunum. Um aldamótin 1900
var framleiösla rafbíla næst á eftir
gufuvögnum og héldu þeir þessum
vinsældum næsta áratuginn. Rafbíl-
amir voru sérstaklega vinsælir hjá
konum og eldra fólki sem fannst bíl-
arnir vera þægilegir í meðhöndlun.
Galli rafbílanna var hve hægfara
þeir voru, þeir voru þungir og dýrir og
eins þurfti oft aö hlaða rafgeymana.
Rafbílar hurfu síðan nær alveg af
markaði fram til 1960 en þá komu fram
nýjar gerðir og þróun rafgeyma leiddi
til meiri hagkvæmni í notkun raf-
magns sem orkugjafa fyrir bíla.
Bensínbílar
Sögu bensinknúinna bíla má rekja
allt aftur til 1824 þegar Englendingur-
inn Samuel Brown ók vagni sínum,
knúnum vetni, upp Shooters hill í
London. 1 Frakklandi var smiðaöur
bíll knúinn gashreyfli. Þaö var Belgíu-
maðurinn Jean Etienne Lenoir sem
þar var aö verki og ók hann bíl sínum á
milli Parísar og Joinville le Pont áriö
1862.
Mesta stökkiö í þróun hagkvæms
hreyfils fyrir bíla varö meö f jórgengis-
hreyflinum sem Frakkinn Alphonso
Beau de Rochas átti hugmynd aö en
varð að veruleika í höndum Þjóð-
verjans Nicholas August Otto en segja
má aö f jórgengisvél hans sé fyrirmynd
bílvéla nútímans.
Þaö varö síðan um 1885 sem þeir
Karl Benz og Gottlieb Daimler, sem
báðir voru Þjóðverjar, notfærðu sér
hugmyndir þeirra Ottos og Rochas og
hönnuöu þeir bílvél sem gaf meiri
snúningshraða en þær sem áöur höföu
þekkst. Þar meö urðu þeir fyrstu bíla-
framleiöendur í heimi. I Frakklandi
voru Daimler bílvélar settar í bíla sem
fyrirtækiö Panhard og Levassor
smíöaöi. Vélfræöingurinn Emile C.
Levassor smiöaöi áriö 1891 bíl sem
varö fyrirmynd aö þróuninni næstu
árin. Aörir franskir hönnuöir, svo sem
Albert de Dion og Armand Peugeot
lögöu einnig sín lóð á vogaskálar
þróunarinnar. Ahrif franskra hönnuöa
á bílaiönaöinn voru svo mikil aö mörg
hugtaka þeirra eru enn notuö í bíla-
iönaöinum — orð eins og chassis,
coupé, garage, chauffeur og jafnvel
automobile, sem þekkt eru í flestum
tungumálum heims, eru runnin úr
frönsku.
I Bandaríkjunum er taliö að John W.
Lambert hafi oröiö fyrstur til aö smiöa
nothæfan bensínknúinn bíl. Bíll hans
var meö eins strokks fjórgengisvél og
komst upp í 25 kílómetra hraöa.
Þessum bíl var fyrst reynsluekiö í Ohio
árið 1891.
Billinn var nú orðinn að staðreynd.
Dæmi um öra þróun bílsins er að efnt
var til fyrsta rallakstursins í Frakk-
landi árið 1894 þegar blaðiö Petit
Joumal efndi til kappaksturs á vega-
lengd sem var 126 kílómetrar. I keppn-
inni tóku þátt 14 bílar knúnir bensín-
vélum og 7 gufuvagnar en aöeins einn
gufuvagnanna lauk keppninni.
Upphaf bflaiðnaðar
Fyrstu bílamir, sem framleiddir
vom til sölu á almennum markaöi,
voru smíöaðir af Duryea-bræðrunum í
Bandaríkjunum. Fyrsti bíllinn þeirra
var knúinn tveggja strokka tvígengis-
vél og kom fram í dagsljósið 1893.
I september 1895 stofnuöu bræöurnir
Charles E. og J. Frank Duryea í
Massachusetts fyrstu bandarísku bíla-
verksmiðjuna sem skyldi smíða bíla
knúna bensínhreyfli. Ariö 1896 smíðaði
Duryea Motor Wagon Company
þrettán bíla eftir sömu teikningunni —
þetta var í fyrsta sinn sem smíðaður
Gottlieb Daimler, lengst tU vinstri á myndinni, sem fæddist fyrir 150 árum, sýndi fyrsta vörubíl sinn á bíla-
sýningunni í París 1898.
Bílliim eins og vid þekkjum hann á sér um
eiirnar aldar sögu ad baki —sögu þróunar sem
enn sér ekki fyrir endann á
Karl Benz ásamt dóttur sinni, Klöru, árið 1893 í einum af fyrstu Viktoríu-bílum sinum. Þessi fimm hestafla Benz
var sá fyrsti sem var f jögurra hjóla. Hann komst í 40 km hraöa og kostaði 3800 mörk.