Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Side 14
DV. LÁtjGÁKbAGirft t. AÞML1984.
Plymouth Voyager:
Lengd: 4468 mm.
Breidd: 1768 mm.
Hæð: 1631 m.
Lengd milli öxla: 2845 mm.
Vél: fjögurra strokka, 2213 rúmsentímetra.
Þjöppun: 9,0:1.
Girkassi: fimm gíra beinskiptur (þriggja gíra sjálfskipting fáanleg).
Hjól: P185/75R14.
Jöfur:
„Töfrabílinn” kalla þeir hjá Plymouth
þcnnan nýja ferða- og f jölskyldubil.
Nýr ferða- og fjölsky Idubfll f rá Plymouth
vinnuvélar á íslandi
HJÓLASKÓFLUR:
7 geröir frá
71 -352 hestöfl.
JARÐÝTUR:
8 geröir frá
6 1/2-73 1/2tonn.
HJÓLAGRÖFUR:
4 geröir
frá 12-20tonn.
TRAKTORSGRAFA:
1 gerð 4x4
7,6tonn/70 hestöfl.
BELTAGRÖFUR:
8 gerðir
frá 12-45 tonn.
VEGHEFLAR:
4 gerðir frá
71-169 hestöfl.
FIATALLIS
sameinar amerísk gæði
og evrópsk þægindi á hóflegu verði.
Yækjasalan hf
.....tæki í takt viótímann.
FÍFUHVAMMI Kópavogi © 91-46577
Við höfum nú hafið innflutning á vinnuvélum frá stórfyrirtækinu FIATALLIS, sem er samsteypa FIAT á
Ítalíu og ALLIS CHALMERS í Bandaríkjunum.
FIATALLIS er nú stærsti vinnuvélaframleiðandi í Evrópu og eru vélarfrá þeim nú seldar í 130 þjóölöndum.
Vélar þessar eru allsstaðar þekktar fyrir mikinn styrkleika, endingu og hagstætt verð.
Flestar vinnuvélar, sem bandaríski herinn skildi eftir hér á landi í stríðslok voru ALLIS CHALMERS og
voru þær einn meginþátturinn í hraðri vélvæðingu mannvirkjagerðar
á íslandi eftir stríð og var ending þessara véla alþekkt.
Við getum nú boðið með skömmum fyrirvara:
Jöfur hf., umboðsaðili Skoda og
Plymouth/Dodge/Chrysler, verður
með fimm bíla á sýningunni. Að sögn
Haralds Sigurðssonar sölustjóra verða
þrír Skodar á sýningunni, 105 S, 120 LS
og Skoda Rapid. Frá Bandaríkjunum
verða sýndir Dodge Aries og síðan
alveg nýr „mini” van, Plymouth
Voyager, ferða- og f jölskyldubíll.
Jafnframt þessum umboöiun er
Jöfur einnig umboðsaöili Alfa Romeo á
Itahu en engir bílar verða þaðan að
þessu sinni.
Skodinn hefur selst vel undanfarið
og býður upp á ýmsa möguleika, allt
frá ódýrasta bílnum upp í Skoda
Rapid, sem er sportlegur coupébíll.
„Töfrabíllinn "
„Töfrabíllinn”, The Magic Wagon,
er nýi Plymouth Voyager-bíllinn
kallaður. Þetta er einn af þessum nýju
„fjölskyldubílum” sem fram hafa
komiö undanfarið og er í útliti ekki
ósvipaður Space Wagon frá Mitsubishi
og Nissan Prairie sem báðir verða á
Auto 84. Voyager er framhjóladrifinn
meö þverstæðri vél sem gefur aukið
rými fyrir farþegana. Bæði er hægt að
fá bílinn í fimm og sjö sæta útgáfu.
Gagnstætt svipuðum bílum er
Voyager aðeins með rennihurö á hægri
hlið þannig að ekki er gert ráð fyrir út-
sigi úr aftara farþegarými út í um-
feröina. Boðið er upp á tvær vélar-
stærðir, 2,2 lítra vél eða 2,6 lítra vél
sem kemur frá Mitsubishi í Japan, en á
milli Chryslersamsteypunnar og
Mitsubishi er náin samvinna.
Ýmislegt hefur verið gert til að gera
Voyager að sannkölluðum ferðabíl,
aðbúnaður fyrir farþega er mjög góður
og til dæmis eru geymsluhólf undir
aftursæti og eins eru geymsluhólf felld
í hjólskálarnar. 1 sjö sæta útgáfunni er
þannig frá öftustu sætaröðinni gengið
að hana má taka úr meö nær einu
handtaki. I bílnum er mjög fullkomið
loftræstikerfi og eins er hægt að opna
alla hliðarglugga.
I akstri er allt gert til að gera bílinn
sem þægilegastan. Fimm gíra gólf-
skipting er standard og hægt að fá velti-
stýrí, auk ýmiss annars aukabúnaðar.
1 samanburði við Space Wagon og
Prairie er Voyáger allur eilítið stærri.
Hann er t.d. 15 sentímetrum lægri, 12
sentímetrum breiðari og 10
sentimetrum hærri en Space Wagon og
tuttugu sentimetrum lengra á milli
öxla þannig að samanburöur er ekki
alveg raunhæfur. Einnig kemur
Voyager á stærri hjólböröum.
Því má segja um Voyagerinn að
þama sé fjölskyldu- og ferðabíll af
svipaðri gerð og japanskir „frændur”
hans en einu númeri stærri.
JÖFUR HF. - SKODA
OG DODGE/PLYMOUTH/
CHRYSLER
— nokkur verðdæmi:
Skoda 1053 139.300
Skoda 120 L 156.700
Skoda Rapid 198.800
Dodge Charger frá 600.000
Dodge Aries, 4 dyra — 620.000
Dodge 600,4 dyra — 735.000
Dodge pickup Power Ram — 650.000
Dodge Ramcharger — 1.010.000
Plymouth Gran Fury — 897.000
Plymouth Voyager — 750.000
Chrysler Le Baron, 4 dyra — 720.000
Chrysler Fif th Avenue — 1.128.000