Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR 7. APRIL1984.
íöustu um-
Heimsmeistarakeppnin í kappakstri
hófst fyrir tveimur vikum með keppn-
inni í Rio de Janeiro 23. til 25. mars. I
þetta sinn verður nokkur breyting á
fyrirkomulagi keppninnar vegna
breyttra reglna. Onnur breyting verð-
ur nú vegna þess að nú verður turbo
allsráðandi þannig að vélaraflið verð-
ur meira en áður.
Vélarstríðið var algjört áður en
keppnin hófst. Renault kom fyrst með
turbomótorinn, núna eru BMW,
Porsche, Ferrari, Alfa Romeo og
Honda með í slagnum. Aöeins einn að-
ili — Tyrrell — heldur áfram með
gamla Ford mótorinn.
„1984 verður spennandi ár því nú
keppum við á svipuöum grundvelli.
Árið í fyrra var eitt hið lélegasta á öll-
um keppnisferli minum vegna þess að
ég hafði ekki aögang að turbomótor,”
byrjuðu bílamir með hálfan tank til að
ná þannig niður þyngdinni en komu
síöan inn til að taka bensín. Nýjar regl-
ur um minni bensíntanka þvinga
kannski einhverja til að draga úr
vélarorkunni í turbomótorunum til
þess að bensíniö dugi alla keppnina.
I ár tekur aöeins einn Norðurlanda-
búi þátt í keppninni, Finninn Keke
Rosberg.
Aðrar nýjar reglur eru þær að nú er
tímatökunni vegna byrjunaruppröðun-
ar dreift á fimm hringi sem hver fylgir
á eftir öðrum. „Þar með hverfa
reynsluakstursdekkin sem hafa verið
öryggisvandamál,” segir Keke
Rosberg.
Keke Rosberg, sem varö heims-
meistari 1982, keppir áfram í Williams-
hópnum ásamt Frakkanum Jacques
Lafitte.
Keppnishóparnir í heimsmeistarakeppninni 1984 og ökumenn þeirra:
Brabham/BMW:
Nelson Piquet, Brasiliu, og Teo Fabi, Italíu.
Tyrrell/Ford:
Martin Brundle, Bretlandi.
Williams/Honda:
Keke Rosberg, Finnlandi og Jacques Lafitte, Frakklandi.
Marlboro/McLaren:
Alain Prost, Frakklandi, og Niki Lauda, Austurriki.
March/Hart:
Phillipe AUiot, Frakklandi, og Jonatan Palmer, Bretlandi.
Lotus/Renault:
Elio De Angelis, ítalíu, og Nigel Mansell, Bretlandi.
ATS/BMW:
Manfred Winkelhock, Vestur-Þýskalandi.
Renault:
Patrick Tambay, Frakklandi, og Derek Warwick, Bretlandi.
Arrows/BMW:
Marc Surer, Sviss, og Thierry Boutsen, Belgíu.
Toleman/Hart:
Ayrton Senna, Brasilíu, og Johnny Cecotto, Venezuela.
Spirit/Honda:
Mauro Baldi, Italíu.
Alfa Romeo:
Riccardo Patrese, ítalíu, og Eddie Cheever Bandaríkjunum.
Osella/Alfa Romeo:
Piercarle Ghinzani, Ítalíu.
Ligier/Renault:
Andres De Cesaris, Italíu, og Francois Hesnault, Frakklandi.
Ferrari:
Michele Alboreto, Italíu, og René Arnoux, Frakklandi.
Keke Rosberg í Williams/Honda turbobd smum. Tekst honum að ná aftur heimsmeistaratitlinum frá 1982?
Alboreto. Það verður í fyrsta sinn um
langa hríö að ítalskur ökumaður kepp-
irfyrir Ferrari.
Svíinn Stefan „Lill-Löwis” Johans-
son, sem ók helming keppnistímabils-
ins í fyrra, verður ekki með í ár. ,,En
ég er ekki hættur, ég keppi í kappakstri
í Japan, Evrópu og í Bandaríkjunum
og reikna með að vera með í formúlu
eitt kappakstrinum í síðasta lagi næsta
ár, kannski fyrr,” segir Stefan.
Heimsmeistarakeppnin í formúlu
eitt kappakstri er í sextán umferðum
og byrjaði eins og fyrr sagði fyrir
tveimur vikum í Brasilíu.
Núna um þessa helgi er önnur um-
ferð í Suður-Afríku. Næstu umferðir
verða sem hér segir: 29. apríl: Belgíu.
6. mai: San Marino, Italíu. 20. maí:
Frakklandi. 3. júní: Monaco. 17. júní:
Kanada. 24. júní: Detroit, Banda-
ríkjunum. 8. júlí: Dallas, Bandaríkjun-
um. 21. júlí: Englandi. 5. ágúst:
Vestur-Þýskalandi. 19. ágúst: Austur-
ríki. 26. ágúst: Hollandi. 9. september:
Italíu. 7. september: Evrópukeppnin í
Vestur-Þýskalandi og siðasta umferð-
in verður síðan 21. október í
Fuengirola á Spáni.
Rosberg, sem er 35 ára, og býr í Eng-
landi og á Ibiza, er nú með turbomótor-
inn frá Honda í Williamsbíl sínum.
Þennan mótor reyndi Svíinn Stefan
„Lill-Löwis” Johansson á keppnis-
timabilinu í fyrra.
Keke Rosberg, sem ekur í Marlboro
WCT-hópnum, ók í fyrsta sinn bíl með
þessum mótor í lokahrinu heims-
meistarakeppninnar í fyrra. Þá náði
hann fimmta sæti, því besta sem
Honda náði allt árið í fyrrá.
I æfingaakstri í Rio de Janeiro fyrr í
vetur sýndi Keke og sannaði að hann
verður einn af þeim bestu í ár. Fljót-
astur í förum í æfingaakstrinum varð
þó Frakkinn Patrick Tambay.
Brautarmetið á hringnum í Rio á fé-
lagi Kekes, Frakkinn Alain Prost, en
hann náði meðalhraðanum 186,687 km
á klukkustund.
Meðal breytinga í keppnishópnum,
sem átt hafa sér stað fyrir keppnis-
timabiliö núna, er að Patrick Tambay
hefur yfirgefið Ferrari og gengið til
liðs við Renault þar sem hann keppir
ásamt Derek Warwick.
René Amoux verður áfram hjá Ferr-
ari og hann fær til liðs við sig Michele
Nelson Piquet byrjaði í formúlukeppni
i kappakstri 1978 og þá fyrir Brabham,
sama hóp og hann keppir fyrir i dag.
Hann er læknissonur og neitaði faðir
hans honum um að keppa í kappakstri.
Nelson tókst að halda þátttöku sinni
leyndri þangað til blöðin heima hjá
honum sögðu frá honum sem sigurveg-
ara í fyrsta kappakstrinum.
Finninn Keke Rosberg er talinn einn sá
sigurstranglegasti í heimsmeistara-
keppninni í formúlu eitt kappakstri i ár
þar sem hann er nú kominn með turbo-
mótorinn frá Honda í Williamsbíl sinn.
segir tvöfaldi heimsmeistarinn Niki
Lauda sem í ár keppir með Marlboro
McLaren ásamt Frakkanum Alan
Prost. Alan Prost rétt missti af því að
verða heimsmeistari í fyrra.
Nýjar reglur í keppninni 1984 eru
meöal annars þær að ekki er lengur
leyft að stoppa og taka bensín. I fyrra
STJORNURN AR
ATTtt' ACr.t :.t> xui
'un>
toHur jtin ">! "Ú tilh>-
jiiin iii'iihlt.i'" :i s«m
’.ii.'unini' tiíjjjtitaitmi'
">1KVV
f>r :ti, Ut.tr jiti:l:i. ttjiiii
ílmtitrnt -uj jvi nult.tr
'»! itlllti II tneititíui iir
r '.i'.'.i <•' o.m
:>i' iiiH*-. ljí>:m«!n ,r. :|n'
t.O uOcri Ut.iiti tiai il-
íitirít.tili íivmiiuii
t it’.':*tn>!tiit':i;t
V’ t ittutii
KDDAKumboðið