Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1984, Blaðsíða 4
iRflr.TffKiA nflfninArjimAM \m 4 DV. MÁNUDAGUR 30. APRIL1984. Þessi mynd er af Tjarnargötu á Flateyri síðastliðinn miðvikudag og.má með sanni segja að gatan beri nafn með rentu. Ástæða elgsins er sú að mikið vatn rann úr Eyrarfjalli fyrir ofan Flateyri í kjöl- far leysinga og rann það um götur og garða. Tjarnargata var ein tjörn og flæddi vatnið inn í hús leik- skólans, sem stendur við götuna, og um leikvöllinn. Fljótlega var hægt að koma í veg fyrir að vatnið rynni inn á eyrina og var straumnum beint út í sjó. -Fréttaritarar Flateyri/SGV. Miöstjórnarfundur framsóknarmanna á Akureyn: mm m m m Fonngjamir endurkjömir Steingrímur Hermannsson var endurkjörinn formaður Framsóknar- flokksins á fundi miðstjórnar hans á Akureyri sem lauk í gær. Halldór Ás- grímsson var endurkjörinn varafor- maður, Guömundur Bjarnason ritari og Guðmundur G. Þórarinsson gjald- keri. Einnig var kosin ný fram- kvæmdastjórn og fjölgaði konum í henni um helming. Þær voru áður tvær, af níu, en eru nú fjórar. Konur voru nú mun fleiri á miðstjórnarfundi en hefur áður verið og höföu um 35 prósent atkvæða. Að sögn Steingríms Hermannssonar settu tvö mál sterkastan svip á miðstjórnarfundinn. Það voru annars vegar almennar umræður um stjóm- málaviðhorfið og efnahagsaögerðir og hins vegar atvinnumálin. Málefni flokksins heföu lítið veriö rædd að þessu sinni. Fyrir fundiniun hefði legið ítarleg stefnumörkun um atvinnuupp- byggingu sem atvinnumálanefnd innan flokksins hefði unnið. Þau drög hefðu verið rædd mikiö og ákveðið að halda aukafund um atvinnumálin síðar en vinna fram að honum að nánari út- færslu þessara tillagna. I þeim séu gerðar tillögur um að leggja beri áherslu á nýsköpun í atvinnulífinu, einkum hvað varði nýiðnað og til dæmis fisk-og loðdýrarækt. I setningarræðu á fundinum á föstudaginn ræddi forsætisráöherra meöal annars um vanda landbúnaðar- ins. Lagði hann til að á næstu fimm árum, til dæmis, veröi dregið úr hinnf hefðbundnu landbúnaðarframleiöslu þannig að hún fullnægi sem næst innanlandsþörfinni og útflutnings- bætur verði því óþarfar. Til að ekki hljótist af því byggðaröskun verði nauðsynlegt að skipuleggja nýjar bú- greinar svo sem loðdýrarækt, sagði hann. Steingrímur sagði eftir fundinn að máliö hefði verið rætt nokkuö og fundarmenn verið sammála þessum hugmyndum sínum. -JBH/Akureyri. Alþjóðasamband frjálsra /íftAff^f^ lHtíA ét verkalýðsfélaga35ára: AlffK?i3fð flf^U CV frelsi verkalýöshreyfingarinnar Samþykktir miðstjórnar Framsóknarflokksins; 500 milljónir í háþróaðan iðnað I ár minnist Alþjóöasamband frjálsra verkalýðsfélaga að 35 ár eru frá stofnun samtakanna. Þau hafa innan sinna vébanda 136 samtök verkalýðsfélaga frá 95 löndum í fimm heimsálfum. Einkunnarorð Alþjóðasambandsins eru „brauð, friður og frelsi”. I frétt frá samtökunum segir aö nú á þessum timamótum standi verkafólk í heiminum frammi fyrir tveim miklum Samtök kvenna á vinnumarkaðinum kalla konur til útifundar á Hallæris- plani eftir 1. maí gönguna. Vilja sam- tökin undirstrika óánægju sína og reiði yfir því að vinnuveitendur og verka- lýðsforystan hafi gengið fram hjá konum í nýgerðum kjarasamningum, eins og segir í fréttatilkynningu. Segir ennfremur: „Otal kannanir hafa sýnt fram á aö karlar hafi meira en helmingi hærri laun en konur, og vandamálum, fjöldaatvinnuleysi og örbirgö milljóna manna. Hvetur Alþjóðasambandiö meðlimi til að íhuga mikilvægi aðildar að verkalýðs- félagi en segir að félagsbundnir verka- menn séu enn í minnihluta. Alþjóöasambandið tileinkar 1. maí einkunnarorðin „Frelsi verkalýðs- hreyfingarinnar” og segir að baráttan fyrir réttindum verkalýðshreyfing- arinnar haldist í hendur viö þá baráttu það er fyrir löngu viöurkennt að ekki sé hægt að lifa á launum lágtekjuf ólks í þessulandi.” Ræður á þessum fundi flytja Guðmunda Davíðsdóttir, Margrét Oskarsdóttir og Valgeröur Eiríks- dóttir. Segir í frétt frá samtökunum að yfir 80% kvenna í landinu vinni utan heimilis en meðallaun karla séu 52% hærri en meðallaun kvenna. aö tryggja verkamönnum almenn lýðréttindi í þjóðfélaginu. Segir að grimdvallarréttindi verkafólks séu for- senda frjálsrar, lýöræðislegrar verka- lýðshreyfingar eigi hún að geta staöið vörð um það sem unnist hefur. Hvetur Alþjóðasambandið verkafólk til að takast á við efnahagskreppu og nýja tíma í anda hugsjóna frjálsrar verka- lýðshreyfingar. Rauður 1. maí Þá boða baráttusamtök fyrir stofnun kommúnistaflokks til fundar undir yfirskriftinni Rauöur 1. maí og hefst sá funduraðHótelHofi kl. 4. I fréttatilkynningu frá stéttar- félögum í Borgarfirði segir að dagskrá hátíðarhalda hefjist aö Hótel Borgar- nesi kl. 13.30. Mun Bjöm Þórhallsson, varaforseti ASI, m.a. flytja ræðu. Miðstjórn Framsóknarflokksins samþykkti á fimdi sínum á Akureyri um helgina að leggja til aö á næstu árum verði veittar fimm hundruö milljónir króna til þróunar, rannsókna og uppbyggingar á ýmsum háþróuðum iðnaði, svo sem rafeinda- og lífefnaiön- aði. Verði unnin sérstök áætlun um ráðstöfun þessa fjármagns í sam- ráði við fulltrúa atvinnulifsins og verk- efninu gefinn forgangur í íslenskri iön- þróun á næstu árum. I stjómmálaályktun miðstjómar- innar er fagnað þeirri festu sem skapast hafi í efnahagsmálum þjóðarinnar með aðgerðum ríkis- stjórnarinnar. Þennan góða árangur- verði að varðveita og styrkja enn frekar enda sé hann forsenda þeirrar sóknar í efnahags- og atvinnumálum sem Framsóknarflokkurinn muni á næstu ámm leggja höfuðáherslu á. Lögð er áhersla á aö sókn sé grundvallarforsenda bættra lifskjara og aukinnar velferðar eftir áföll und- anfarinna ára og þess að iaunþegar endurheimti kaupmátt launa sinna. Miðstjórnarfundurinn fagnaöi sér- staklega því frumkvæði Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra að hrinda í framkvæmd athugun á framtíðarþróun íslensks þjóðfélags næsta aldarf jórðunginn. Er þess vænst að meö því starfi verði lagður grunnur að skipulegri vinnubrögðum og betri ákvörðunum er hafi áhrif til lengri framtíðar svo sem í fjárfestingar- og menntamálum. Varðandi stefnu og starf ríkis- stjómarinnar í efnahagsmálum er lögö áhersla á þrjú atriði: Að áfram veröi haldiö stefnunni „Island án atvinnu- leysis”, að verðbólga verði á árinu 1985 komin í eins stafs tölu og að lækka erlendar skuldir. Loks er ályktað um vígbúnaöar- og friðarmál. Fundurinn lýsir stuðningi sínum við f riðarviöleitni f ólks um allan heim og bendir á nauösyn þess að af- vopnunarviðræður nái til svæðisins í Norður-Atlantshafi. -JBH/Akureyri. -HÞ. Fundur kvenna á Hallærisplani í dag mælir Dagfari_____________I dag mælir Dagfari_______ í dag mælir Dagfari Opinberar spákerlingar íslendingar trúa á drauga, drauma og völvur. Allt fré því að Glámur sótti á Gretti hafa draugar sett mark sitt á þjóðlífið og enginn sveit hefur verið svo ómerklleg að hún eigl ekki sinn móra, álf eða huldufólk sem hefur birst hreppsbúum á örlaga- stundum og boðað óvænta og óorðna atburðl. Draumspakir menn hafa verið í mikium metum hér á landi og svo er reyndar um alla þá sem telja sig geta spáð um framtíðina. Hér lesa konur í lófa og kaffibolla og segja fyrir um ferðalög, maka, pen- inga og langlifi viðskiptavininum tU hughreystingar. Sagt er að langir biðlistar Uggi fyrir hjó völvum og skyggnum mönnum sem hafa það að atvinnu að segja fólki hvenær það deyi og hvenær það deyi ekkl. Aldrei hafa þó neinar sögur fariö af því að nokkur maður hafi sloppið við dauðann þótt vel og lengi hafi verið spáö fyrir hon- um. Þessi atvinnurekstur spámanna um forlög og framtíð blómstrar vel í landi þar sem fólk gerir minna með nútíðina en leggur aUt upp úr fortíð og framtíð. Lára miðUl, Hafsteinn og fleiri dulspakar þjóðsagnapersónur hafa notið virðingar langt umfram hvern þann sem er svo vitlaus að vera upptekinn af líðandi stund. Mest frægð fer af þelm skyggnUýs- ingum þegar framUðnir koma i heimsókn og ávarpa viðstadda með nafni og skUa kveðjum tU vanda- manna af þeirri innUfun sem sæmir látnu fólki. Því er á þetta minnst að nú hefur sjáUur forsætisráðherra ákveðið að taka upp skyggnUýslngar á nokkurs konar miðUsfundum. Hefur hann skipað mlkla og fjölmenna nefnd valinkunnra heiðursborgara sem hafa það verkefni að spá um framtíð- ina. Dugar nú ekki að segja fyrir um ferðalög og kvonfang heldur er framtíð þjóöarinnar næsta aldar- fjórðunginn höfð tU spádóms. Nefnd- in mun lesa í Iófa, spá í spU og snúa kaffiboUum samkvæmt erindlsbréfi frá forsætisráðherra íslands og hefur heimUd tU að ráða sér sérstak- an starfsmann ef brýna nauðsyn ber tu. Af þeim þrjátíu og níu nefndar- mönnum, sem ráðherrann hefur vaUð sem spámenn sína, er ekki enn vitað tU að neinn hafi getið sér orð í skyggnUýsingum, enda flestir þekkt- ari fyrir fræðistörf í veraidarvafstri. Vera má að einhverjir þeirra, og jafnvel alUr nefndarmenn, kunni að lesa í lófa og hafi sótt miöUsfundi á laun. AUavega ætti að vera hægur vandi fyrir þá að fá forgang hjá spá- kerlingum þegar þeir hafa erindis- bréf úr stjórnarráðinu upp á vasann. Auk þess eru draumspakir menn beðnir um að gefa sig fram við nefndina ef draumsýnir þeirra kynnu að hjálpa nefndinni við spá- dóma fram yfir aldamótin. Þessi nefndarskipan forsætlsráð- herra er í rauninni bráðsnjöU hug- mynd. Hvers vegna ættu stjórnvöld ekki að virkja þá náðargáfu spákerl- inga og miðla að segja fyrir um framtíðina þegar fyrir Uggur að slíkar skyggnUýslngar hafa fært ráðvUltum og umkomulausum einstaklingum von og trú um bjarta framtíð? Hvers vegna ættl ríkið að vera að halda uppi Þjóðhagsstofnun og áætlanadeUdum og faUvöltum hagfræðlngum út og suður í kerfinu þegar ein sérhönnuð nefnd getur leslð í lófa þjóðarinnar og ráðið drauma fyrir nánast ekki neitt? Kannski getur nefndln spáð um það í lelðinni hvort Steingrimur sjáifur sjáist ekki í stjórnarráðlnu um ókomna framtíð, með vindlinga, viskí og vUltar meyjar, eins og títt er um góða spádóma. Síðast en ekki síst er í því mikU huggun að islensk stjórnvöld muni næsta aldarfjórðung styðjast við spákerlingar og miðUsfundi þegar voða ber að höndum fyrir þjóðarbú- ið. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.