Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1984, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1984, Qupperneq 8
8 e dvÆiAMM* vn Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Walesa áhljóm- leikum hjá Elton John Lech Walesa, nóbelsverölaunahafi og leiötogi Einingar í Póllandi, sótti á laugardag tónleika hjá ensku popp- stjömunni Elton John í Gdansk. Lögregluvöröur var viö íþróttahöll- ina þar sem tónleikamir voru haldnir en enginn lögregluþjónanna gerði til- raun til aö hindra Walesa í aö sækja hljómleikana. Elton John hitti Walesa aö máli fyrir hljómleikana og ræddust þeir viö í eina klukkustund. „Þaö var stórkostlegt að hitta nóbelsverölaunahafann,” sagði poppstjaman eftir viöræöur þeirra. I fyrstu virtust fáir taka eftir því aö Walesa var á hljómleikunum en fljót- lega spuröist þaö út og unglingar þyrptust aö honum og báöu um eigin- handaráritun. Walesa kastaöi blóm- vendi, sem honum haföi veriö færöur, uppá sviöiötil Johns. Fimm þúsund manns sóttu hljóm- leikana og heimildir hermdu aö pólsk yfirvöld yröu trúlega óánægö meö aö Walesa hefði verið boöiö til tón- leikanna. María Peron kölluð heimfrá Spáni Stjómarandstöðuflokkur Peronista í Argentínu hefur boðiö Maríu Estelu Martinez de Peron, leiðtoga sínum, aö snúa heim til Argentínu frá Spáni til aö vera í fyrirsvari fyrir flokkinn í við- ræöum viö stjórn Raul Alfonsin for- seta. Viöræöur argentínsku ríkisstjórnar- innar viö stjórnarandstööuflokkana eiga aö hefjast 7. maí og mun stjómin byrja á því aö ræða viö leiðtoga Peronista. Viöræöunum er ætlað aö stuöla aö þjóöareiningu um leiöir til aö vinna aö endurreisn þjóöarinnar. Maria Peron er nú 53 ára gömul. Hún gegndi forsetaembætti í Argeqtinu frá 1974 til 1976 en hefur búið á Spáni frá 1982. Margaret Thatcher þakkaði ítölum hjálpina Margaret Thatcher, forsætis- ráöherra Bretlands, hefur ritaö bréf til Bettino Craxi, forsætisráöherra Italíu, og þakkað honum fyrir þýðingarmikla hjálp við aö gæta hagsmuna Bretlands í Líbýu. Italía hefur fallist á aö gæta hags- muna Bretlands í Líbýu eftir aö Bret- land sleit stjómmálasambandi við Trípoh' síðastliðinn sunnudag í kjölfar atburðanna við sendiráö Líbýu í Lond- on þar sem lögreglukona var skotin til bana af manni sem var inni í sendiráöi Líbýu. Aætlaö er aö um átta þúsund Bretar séu búsettir í Líbýu og hefur sendiráð Italíu í Trípólí farið fram á aukinn starfsmannafjölda til þess að geta full- nægt þessu nýja hlutverki sínu. Umsjón: Guðmundur Pétursson Gunnlaugur A. Jónsson Ætluðu að sprengja strætisvagna íloft upp: Fjölmargir gyðingar handteknir í ísrael —grunaðir um fyrirhuguð hryðjuverk gegn Aröbum Lögrcglau í tsrael hefur um hclgina látiö til skarar skríöa gegn mönnum víðs vegar um landið sem grunaöir eru um aö hafa í hyggju hryðjuverk gegn Aröbum búsettum í Israel. Lögreglan vildi ekki upplýsa hversu margir heföu verið hand- teknir en dagblöö og útvarpsstöðvar i Israel áætluðu aö fjöldi þeirra væri á milli þrjátíu og f jörutíu. Rjkisstjóra tsraels tók mál þetta til umræðu á vikulegum sunnudags- fundi sínum i gær. Lögreglan hóf handtökurnar á föstudag eftir aö komist hafði upp um tilraunir til aö sprengja upp marga arabíska strætisvagna i austurhluta Jerúsalemborgar. AUs fundust sextán sprengjur sem festar höfðu veriö viö vagnana og var þeim ætlaö að springa er vagn- arair væru ræstir. Lögreglunni tókst aö gera þær skaðlausar áöur en tjón hlaust af. Aögeröir þessar vora augljóslega hugsaöar sem hefnd fyrir árásir skæruUða Palestínu- manna á borgara í Israel að undan- förau. Helmildir í gær greindu aö í hópi hinna handteknu heföu verið fimmtán frammámenn gyöinga á hertcknu svæðunum á vesturbakka Jórdanár og í Goianhæðum. Var sagt að hinir handteknu tUheyrðu samtök- um er væru „f jandsamleg ríkinu”. Sovétmenn hafa að undanförau hafiö mikla stórsókn gegn skæruliöum í Afganistan og þá ekki síst gegn einu höfuö- vígi skæruliöa í Panjshir-dalnum. Á myndinni sést sextán ára gamall drengur er missti báða fæturaa í einni af árásum Sovétmanna á dalinn. Kínverjar létu í Ijósi óánægju með vopnasölu Bandaríkjanna til Formósu Shamir segirað helförin muni ekki gleymast Yitzhak Shamir, forsætisráðherra Israels, sagði á laugardag að ísraelska þjóöin myndi aldrei gleyma eöa fyrir- gefa þá glæpi sem framdir voru gegn gyðingum í síöari heimsstyrjöldinni. Forsætisráöherrann lét þessi orö falla í tilefni af því aö á laugardag var árlegur minningardagur um „helför- ina” í Israel, þ.e. þá atburði er urðu í síöari heimsstyrjöldinni er sex milljón- ir gyðinga létu lífiö í útrýmingarbúö- umnasista. Kvikmyndahús, veitingahús og allir skemmtistaðir voru lokaöir í Israel um helgina til minningar um þessa atburði. Vatíkanið óttast tilræði viðpáfa íS-Kóreu Sendiherra Suður-Kóreu í Vatíkan- ir.u sagöi á laugardag aö aö Vatíkaninu heföu borist fréttir um að hætta væri á árás hryöjuverkamanna á Jóhannes páfa annan er hann heimsækir Suöur- Kóreu nú í vikunni. Joa-Soo Kim sagöi Reuters-frétta- stofunni aö upplýsingarnar sem Vatíkaninu heföu borist væru á þá leiö að hryöjuverkamenn myndu reyna aö ráöast á páfann eöa á annan hátt trufla heimsókn hans. Sendiherrann sagöi aö ráöamenn í Seoul geröu sér grein fyrir hættunni aö Noröur-Kóreumenn eöa alþjóölegir hryðjuverkahópar kynnu aö ráöast á páfann. Ráðamenn í Peking létu í gær í ljósi áhyggjur sínar yfir vopnasölu Banda- ríkjanna til Formósu er Reagan Bandaríkjaforseti og Nancy kona hans geröu hlé á viðræðum við ráöamenn og skoðuöu í þess staö eina af elstu og at- hyglisveröustu gröfum í Kína. Reagan og Nancy kona hans leiddust hönd í hönd er þau skoðuöu safnið í Xian sem Kínverjar segja stærsta upp- grafna hernaöarsafn heimsins. Þarna er um aö ræöa 2200 ára gamalt safn er fannst ekki fyrr en áriö 1974. Samtímis létu Kínverjar í Ijósi áhyggjur sínar meö vopnasölu Banda- ríkjanna til Formósu og kom þaö fram í viöræðum Wu Xueqiqn, utanríkisráö- herra Kína, viö George Shultz, hinn bandaríska starfsbróöur sinn. Á laugardag haföi Reagan rætt viö Deng Ziaoping, valdamesta mann Kín- verja, og kom þá Formósu-máliö einnig til tals. Reagan stóð þá fast viö fyrri yfirlýsingar um aö samtímis því sem Bandaríkin hefðu dregið úr vopna- sölu til Formósu þá myndu þau ekki snúa baki viö gömlum vini sínum. Reagan sagði í kínverska sjónvarpinu Reagan Bandarikjaforseti og Nancy kona hans skoðuðu söfn á fjórða degi Kína- heimsóknar sinnar í gær. aö Kína ætti aö stuöla aö sameiningu og aö Bandaríkin vildu ekki blanda sér viö Formósu með friösamlegum hætti íþaömál. Tassekki ánægð með Sovéska fréttastofan Tass réöst harðlega á Reagan Bandaríkjaforseta á laugardag fyrir „miklar árásir” hans á Sovétríkin meöan á heimsókn hans í Peking hefur staðiö. Jafnframt sagði í frétt Tass af Kína- heimsókn Bandaríkjaforseta að hann heföi í hyggju aö láta Kínverjum í té kjarnorkuútbúnaö. „I viöræöum og opinberum yfirlýs- ingum hefur Bandaríkjaforseti haldiö áfram aö nota heimsókn sína til Peking sem tækifæri til aö ráðast á Sovétríkin og aörar sósíalskar þjóðir,” sagöi í frétt Tass. ummæli Reagans íPeking

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.