Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1984, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1984, Side 18
s«•*■«? 18 DV. MANUDAGUR 30. APRIL1984. V Einstefna hefur verið tekin upp á Vesturgötu, milli Ananausta og Seljavegar. A þeim kafla er nú aðeins strætisvögnum heimilt að aka iausturátt. Þetta er gert til að draga úr umferð um þrönga Vesturgötuna. DV-mynd S. TVÆR UMSÓKNIR UM VÍNVEITINGALEYFI Borgarráð hefur nú til umsagnar tvær umsóknir um almennt vínveitingaleyfi en dómsmála- ráöuneytiö tekur endanlega ákvörðun í slíkum málum. Er hér um aö ræöa vínveitingaleyfi fyrir veitingahús í Skipholti 37 annars vegar og í svoköll- uöu Hamarshúsi viö Tryggvagötu hins vegar. Aö sögn Gunnars Eydals, skrifstofu- stjóra borgarstjóra, mun borgarráö leita til áfengisvarnanefndar borg- arinnar til aö fá álit varöandi umsögn sína um þessar beiðnir. Annaöhvort hafa viðkomandi aöilar þegar fengiö veitingaleyfi eða sækja um slikt sam- tímis, aö sögn Gunnars, en þaö er heil- brigöiseftirlit borgarinnar sem veitir þaö. Viö úthlutun veitingaleyfa lætur heilbrigðiseftirlitiö gera úttekt á viökomandi stööum og sendir síöan umsögn til lögreglustjóra. Borgarráö veitir einnig umsögn sína varöandi út- hlutun veitingaleyfa en lögreglustjóri tekur endanlega ákvörðun. -HÞ. Áhyggjur lækna vegna sparnaðar ráðstafana Sameiginlegur fundur stjórna læknaráöa Borgarspítala, Landa- kotsspítala og Landspítala varar nýlega við afleiöingum fyrirhugaöra spamaöarráðstafana í rekstri þess- ara spítala. I yfirlýsingu frá formönnum læknaráöa viðkomandi spítala segir að á undanförnum árum hafi rekstr- arfjárskortur haft í för meö sér mikiö aöhald og spamaö á öllum sviðum. Muni frekari niðurskurður því óhjákvæmilega leiöa til sam- dráttar í allri þjónustu við sjúklinga. Þá lýsa stjórnir læknaráðanna áhyggjum sínum yfir þeim víðtæku lokunum á sjúkradeildum sem fyrir- hugaðar eru í sumar. Lokanimar svara til þess aö á 12 vikna tímabili veröa yfir 100 sjúkrarúm tekin úr notkun á lyfja-, handlæknis- og bamadeildum þessara þriggja spítala. Því sé ljóst að vart verður hægt aö sinna nema bráðaþjónustu á þessu tímabili, segir í yfirlýsingunni og jafnframt að búast megi viö aö lítiö sem ekkert verði hægt aö taka inn af biðlistum spitalanna í sumar. DV ræddi m.a. viö tvo yfirlækna á Landspítala og innti þá eftir því hvernig málum væri háttaö varðandi tadd til lækninga og rannsókna og endumýjun á þéim. Ásmundur Brekkan, yfirlæknir á röntgendeild Landspítalans, sagöi aö varöandi tækjabúnaö í þeirri deild væri „um algert neyöarástand aö ræöa”. „Þetta er eina röntgendeildin í heim- inum af þessari gerð sem ekki á sónartæki sem er mjög mikilvægt við rannsóknir,” sagöi Asmundur. Sagöi hann aö meöalaldur geisla- tækja á röntgendeild værí um 12 ár en sum væru allt frá 1965, þótt slík tæki ættu aö afskrifast á sjö til tiu árum. „I tillögu, sem ég hef gert varöandi fjárlög fyrir 1985, rnkna ég meö aö viö þurfum 14 milljónir króna fob-verð, en sú fáránlega regla gildir aö þessi upphæö tvöfaldast vegna tolla og skatta. Nauðsynleg endur- nýjunarþörf liggur á bilinu 25 til 30 milljónir, þegar litiö er á brúttótölu,” sagöi Ásmundur Brekkan. Þóröur Harðarson, yfirlæknir á lyfjadeild Landspítalans, sagöi aö á Landspítalanum væri andviröi meiriháttar lækningatækja á bilinu 400 til 500 milljónir. Sagöi Þórður að ef reiknaö væri meö tíu ára af- skriftum á tækjum þyrfti 40 til 50 milljónir árlega í endurnýjun til að halda í horfinu. Sagöi Þóröur að und- anfarin ár hefði engri umtalsverðri upphæð verið varið í tækjakaup heldur hefði spítalinn reitt sig á alls konar líknarfélög. „Viö fengum 15 milljónir i fjárveitingu á sl. árí til aö kaupa hjartaþræöingartæki en slikt dregur skammt i viðhaldsupphæð. Samtök hjartasjúklinga gáfu deildinni hjartasónartæki og tölvu, þannig aö þessi deild er mun betur sett en t.d. röntgendeild og rannsókn- ardeild,” sagöi Þóröur Haröarson. -HÞ Ferdamátinn flug og bíll er feröamáti athafnafólksins. Fólks, sem vill fara annað, ráöa sér sjálft, komast lengra, kynnast fleiru. Þú ert sjálf(ur) skipuleggjarinn, fararstjórinn, leiösögumaðurinn og bílstjórinn. Stærsti kostur ferðaáætlunarinnar er aö engu máli skiptir hvort hún stenst eða ekkií Flug og bíll er sérgrein Úrvals og þess vegna bjóðum við auðvitað hagstæðustu verðin. Verðin hér að neðan eru miðuð við 4 í bíl. Innifalið er bíll með ótakmörkuðum akstri íeina viku, ábyrgðartrygging og söluskattur) Kaupmannahöfn verð frá kr. 11.414.- London verð frá kr. 10.523.- Glasgow verð frá kr. 9.323.- París verð frá kr. 11.886.- Amsterdam verð frá kr. 10.882.- Luxemborg verð frá kr. 9.240.- Osló verð frá kr. 8.600.- Stokkhólmur verð frá kr. 13.322,- Frankfúrt verð frá kr. 11.611.- Róm verð frá kr. 16.310.- Ert þú ekki samferða í sumar? Síminn er 26900. FERÐASKRIFSTOMN ÚRVAL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.