Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1984, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1984, Side 26
 TS . <Tirri^Tnrra'rw~ii»t»Ti;iHii^ii7irrwiiíiiwwiir«iP*iriw;iw'>i[w........... IIn»,■ —ni*i«miwiihii— n,■ wi* •Wfí JLíI'lA .6R HUOAaiíKÁM ,VO A”«einwiwnHHP .*»» REYKJAVÍKURMÓT FRAM - VALUR þriðjudaginn 1. maí kl. 14.00 Framtíðarstarf Nýtt fyrirtæki í matvælaiönaöi óskar eftir tveimur starfskröft- um til aö vinna viö vélar og meöferð matvæla. Þekking á mat- vælameöferö æskileg. Nokkur kunnátta í ensku er nauðsynleg vegna þjálfunar erlendis. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf í næsta mánuði. Leitað er eftir fólki sem hefur áhuga á traustri vinnu sem krefst nákvæmni og samviskusemi. Þeir sem hafa áhuga á starfinu og vilja kynna sér þaö nánar eru beðnir að senda nöfn sín ásamt upplýsingum um aldur, mennt- um og fyrri störf til auglýsingadeildar DV fyrir 3. maí nk. merkt „Þrifalegt starf nr. 1111”. Skrifstofustarf Sama fyrirtæki óskar jafnframt eftir starfskrafti á skrifstofu hálfan eða allan daginn. Viðkomandi þarf að hafa reynslu í skrifstofustörfum, svo sem vélritun, meðferð reikninga og bókhaldi. Um er að ræða mjög fjölbreytt starf sem tekur inn á alla starfsemi og uppbyggingu fyrirtækisins. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýs- ingadeild DV fyrir 3. maí nk. merkt „Skrifstofustarf nr. 1111”. ViÖ fljúgum án tafar~ innanlands sem utan LEIGUFLUGíiffy SverrirÞóroddsson REYKJAVÍKURFLUGVELLI 28011 DV. MÁNUDAGUR 30. APRlL 1984. Kári Elíson, e5a „kötturinn” eins og hann er kallaður meöal iyftingamanna, vann besta afrekið á tslandsmétinu í kraftlyftingum um helgina. Hér er hann léttur í lund, greinilega að lyfta í hnébeygju. DV-mynd Öskar Örn Jónsson. íþfóttir íþfóttir íþróttir íslandsmótid íkraftlyftingum: „Kötturinn” frá Akur- eyri vann besta afrekið — Kári Elíson lyfti samtals 630 kg í 67,5 kg flokki og vann besta af rek mótsins — ellef u íslandsmet sett á mótinu „Þetta var prýðisgott mót hjá okkur. Það eru margir efnilegir lyftingamenn að koma fram í dagsljósið og við þurfum ekki að kvíða framtíðinni ef þessir ungu menn æfa vei,” sagði Guðmundur Þórarinsson, formaður Lyftingasambands Islands, og kunnur þjálfari í frjálsum íþróttum í samtali við DV eftir að íslandsmótinu í kraft- lyftingum var lokið í Laugardaishöll á laugardag. Ellefu Islandsmet voru sett á mótinu. Torfi Olafsson setti sex unglingamet en Hörður Magnússon stal þó senunni, setti fimm Islandsmet í karlaflokki og er í framför. Skemmti- legur lyftingamaður með mikiö keppnisskap. Hörður setti met í hné- beygju, lyfti 325 kg. Hann setti einnig met í réttstöðulyftu er hann lyfti 315 kg og hann tvíbætti það met. Islandsmetið í samanlögöu tvíbætti hann einnig og setti því samtals fimm Islandsmet. „Kötturinn” frá Akureyri, Kári Elison, náöi ekki að setja Islandsmet á mótinu en hann vann engu að síður besta afrek mótsins samkvæmt stigá- gjöf alþjóða lyftingasambandsins. Kári lyfti samtals 630 kg í 67,5 kg flokki og það gaf honum 457,88 stig. Hörður Magnússon varö annar í stigakeppn- inni, lyfti samtals 817,5 kg sem gefur honum 454,36 stig. I stigakeppni félaga sigraði IBA, hlaut 29 stig, en KR-ingar urðu í öðru sæti, einnig meö 29 stig. Liöin hlutu jafnmörg gullverðlaun á mótinu, fjögur talsins, en Akureyringarnir nældu sér hins vegar í þrenn silfur- verðlaun en KR-ingar tvenn og sigur- inn var því IBA-manna. Sigurvegararí einstökum flokkum á Islandsmótinu i kraftlyftingum 1984. Fyrst eru tölur úr hnébeygju, þá bekkpressu og loks rétt- stöðulyftu. 67,5 kg Kári Elí son, IBA, 225-155-250 = 630 kg- 75 kg Halldór Eyþórsson, KR, 240—122,5— 237.5 = 600 kg. 82.5 kg Freyr Aðalsteinsson, IBA, 235—145— 260 = 640 kg. 90 kg. Flosi Jónsson, IBA, 245—132,5—255 = 632.5 kg. 100 kg Hörður Magnússon, KR, 325—177,5— 315 = 817,5 kg. 110 kg Jóhannes Hjálmarsson, IBA, 220— 125-270 = 615 kg. 125 kg Hjalti Ursus Arnason, KR, 300—165— 320 = 785 kg. +125 kg Torfi Olafsson, KR, 300-145-315 = 760 kg. -SK. AN DRATTARVAXTA Iðgjald ábyrgðartrygginga biíreiða var á gjalddaga 1. mars. Við leggjum þó ekki dráttarvexti á ógreidd iðgjöld fyrr en á laugardaginn kemur. TKYGGING HF LAUGAVEG1178 SÍMI21120

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.