Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1984, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1984, Side 27
DV. MANUDAGUR 30. APRIL1984. 27 tíilL-Wír, IMÝ* NÝ* NÝ Jóhannes Hjálmarsson, kraftlyftingamaður frá Akureyri. Við getum ekki verið þekkt fyrir að hann sitji heima þegar heimsmeistaramótið fer fram í Astralíu. Mjög slök frammistaða — hjá íslenska landsliðinu í körfuknattleik á EM — Tap gegn Dönum, 76-80, og Portúgal, 59-65 „Þetta var jafn leikur og það vantaði aðeins herslumuninn á að okkur tækist að leggja „Baunana” að velli,” sagði Sigurður Hjörleifs- son, aðstoðarlandsliðsþjálfari í körfu- knattleik, eftir að Danir höfðu sigrað Islendinga í landsleik þjóöanna á EM í Osló á laugardag. Danir skoruöu 80 stig en Islendingar 76. Stig Islands: Kristján 21, Torfi 18, Flosi 13, Jón Sig. 9, Valur 7, Sturla 2, Jón Kr. 2, Garðar 2 og Jón Stein- grímsson skoraði 2 stig. Norðmenn unnu Portúgali að loknum leik Islendinga og Dana með aöeins tveggja stiga mun, 80—78. Islenska landsliðiö var óheppiö að tapa gegn Portúgölum í fram- lengdum leik í leik liðanna í Evrópu- keppninni á föstudagskvöld. Jafnt var eftir ven julegan leiktíma, 56—56, og lokatölur uröu 65—59. Stig Islands í leiknum skoruöu þessir leikmenn: Flosi 14, Torfi 11, Kristján 8, Jón Sig. 7, Sturla 4, Jón Kr. 4, Valur4. -SK. „Ég er mjög sár og leiður yf ir þessu öllu saman” — segir Jóhannes Hjálmarsson, einn besti kraftlyftingamaður heims íflokki öldunga, en hann kemst ekki á HM vegna mikils kostnaðar—Jóhannes hefur HAFIMARSTRÆT116 SIIVI112180 Það hlýtur að verða að teljast súrt í meira lagi að verða emn besti íþrótta- maður í sinni grein í heiminum en geta ekki komist á heimsmeistaramót vegna þess að það kostar svo mikið. Svo er komið fyrir Jóhannesi • Hjálmarssyni, kraftlyftingamanni frá Akureyri. Hann varð heimsmeistari öldunga 1981 og 1982 og á síðasta heimsmeistaramóti hafnaði hann í öðru sæti. Næsta heimsmeistaramót, sem fram fer í haust, verður í Astralíu og það þarf marga „rauða” til að geta borgað fiugfar þangað og uppihald. „Eg sé ekki neina leiö til lausnar á þessu leiöinlega máli,” sagöi Jóhannes Hjálmarsson í samtali við DV um helgina, en hann er 53 ára gamall og tvívegis orðið heimsmeistari sigraði engu að síður í sínum þyngdar- flokki á Islandsmótinu um helgina. „Eg reikna með að ferðin til Astralíu kosti um 90 þúsund og ég hef engin efni á aö borga það. Það hefur heldur enginn sýnt áhuga á því að styrkja mig til fararinnar og það verður að segjast eins ög er að mér finnst það helvíti súrt að þurfa að sitja heima og mörgum kunningjum mínum finnst það ekki hægt. Þeir segja að það hafi enginn ís- lenskur íþróttamaður komiö meö fleiri verðlaunapeninga frá heimsmeistara- móti en ég og það kann að vera rétt. Eg reikna með að ef ég kæmist til Astralíu myndi ég ná öðru sæti að minnsta kosti. Eg er mjög sár og leiður yfir þessu öllu saman. Maður er búinn að leggja ómældan tíma í æfingar og svo þegar maður hefur náö besta árangri í heiminum hvað eftir annað þá er vart hægt að sætta sig við að sitja heima þegar heimsmeistaramótið verður í fullum gangi í Astralíu,” sagði Jóhannes. Ættu nú allir, sem áhuga og getu hafa, að leggjast á eitt og hreinlega bjarga Jóhannesi til Astralíu. Þaö þarf aö gerast í hvelli því að kappinn þarf að æfa vel fyrir mótið sem byrjar í september nk. og vita það sem fyrst hvort hann kemst til Astralíu. -SK. Fullkomin samsetning Ódýrara, sterkara og mun íallegra SUMARTÍSKAN •' GARNIKOMIN Nýjar sendingar afbóm ullargarni. Nýjar uppskriftir. FATAVERSLUN Þéttigrip Gerum verötilboö Fúavariö í gegn Sendum gegn póstkröíu. TRESMIÐJAN MOSFELL H.F- HAMRATÚN 1 MOSFELLSSVEIT SÍMI 6 66 06 verð frá kr. 51,00 50 g. Slétt 100% bómull verð frá kr. 33,00 50 g. Bómull/acryl verð frá kr. 41,00 50 g. RÍÓ REIMAGARNK) Ennfremur uUargarn og ullarblöndur ýmiss konar, t.d. ull/silki, ull/acryl og möher blöndur alls konar. Já, listinn er næstum ótæmandi. Sjón er sögu ríkari. Póstsendum daglega. HOF INGÓLFSSTRÆT11 Simi 16764 íþróttir íþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.