Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1984, Side 48
FRÉTTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frótt — hringdu þá i sima 68-
78-58. Fyrir hvert fróttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast
1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fróttaskotið i hverri viku.
Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fróttaskotum allan sólar-
hringinn.
OO "70 CO SÍMINN SEM
OOmm WALDREhSEFUR
MÁNUDAGUR 30. APRÍL 1984.
Tókbílföðursínsog
ók útaf íKömbum:
Eftirlýstur
á Selfossi
— gómaður í Reykjavík
Ungur Self yssingur var eftirlýstur af
lögreglunni í heimabæ sínum um
helgina eftir aö bíll fööur hans fannst í
Kömbum allskemmdur.
Málsatvik eru þau aö strákur fór í
vonsku frá heimUi sínu aðfaranótt
sunnudags. Fór hann í bíl fööur síns og
ók af staö áleiöis'til Reykjavíkur. Var
strákur eitthvað viö skál. Keyrði hann
bílinn út af í Kömbunum. Fór hann þá
aftur til Selfoss og náöi í annan bíl og
ók honum heUu og höldnu tU Reykja-
víkur. Þar var hann svo gómaður um
miöj an dag í gær. -KÞ
Nýjung hjá
Sparisjóðnum:
Launþegar
fái fastan
yfirdrátt
Sparisjóður Reykjavíkur og ná-
grennis er aö hefja nýja þjónustu sem
er tíu þúsund króna föst yfirdráttar-
heirmld tU viöskiptavina í föstum
launareikningsviðskiptum.
Þann 11. maí nk. mun veröa sú
breyting á ávísana- og hlaupareikn-
in, akerfi Sparisjóös Reykjavíkur og
nágrennis aö þessi tvö reikningsform
veröa sameinuö í eitt, þ.e. hlaupa-
reikninga. En meö því aö hafa ein-
göngu hlaupareikninga opnast sá
möguleiki aö viöskiptavinir sparisjóðs-
ins geti sótt um yfirdráttarheimUd. HÞ
DVnæstá
miðvikudag
DV kemur næst út miðvikudaginn 2.
maí.
Smáauglýsingamóttakan veröur
opin í dag, mánudaginn 30. aprU, tU kl.
22 en lokað er allan daginn á morgun,
l.maí.
LUKKUDAGAR
29. apríl:
41116
HLJÓMPLATA FRÁ FÁLKAN-
UM AD VERÐMÆTI KR. 400.
30. apríl:
7005
MYNDSEGULBANDSTÆKI
FRÁ FÁLKANUM AÐ
VERÐMÆTI KR. 40.000.
Vinningshafar hringi í síma 20068
LOKI
Og nú verður fjárlagagat-
inu „lokað" með því að /
færa það milli ára.
Lokuðu sig inni eftir ölvunarakstur um Bústaðahverfið:
Þrír handteknir eftir
dómsúrskurd á stadnum
Þrír ölvaöir piltar geröu nokkum
óskunda í Bústaðahverfi á laugar-
dag þar sem þeir óku um hverfiö á
miklum hraöa, á götum sem gang-
stéttum, og óku utan í aö minnsta
kosti einn bU.
Ibúar hverfisins geröu lögreglu
viðvart. Piltarnir uröu lögreglu-
mannanna varir og óku á miklum
hraöa aö húsi einu viö Stóragerði.
Þar fóru þeir inn. Lögreglan ætlaöi
inn á eftir þeim en húsráöandi
meinaöi þeim þá inngöngu. Kom þá
dómari á staöinn meö sakadómsúr-
skurö upp á vasann sem heimUaöi
húsleit í húsinu. Voru pUtamir þrír
síðan leiddir handjámaöir út úr
húsinu. -KÞ.
Á stærri myndinni má sjá lögreglumenn ásamt sakadómara fyrir utan húsifl þar sem piltarnir höfflu lokafl sig inni. Á minni myndinni er einn
hinna handteknu færður i handjárnum i lögreglubíl.
DV-myndir Sveinn.
Níu tíma leit að litlum báti:
Dreginn til Patreksfjarðar
MUcU leit stóö yfir í aUan gærdag
aö sjö tonna báti frá Bolungarvík.
Fannst báturinn eftir níu tíma þrot-
lausa leit. Tveir feögar vom umborö
og vpru þeir heUir á húf i.
Þaö var upp úr klukkan fimm í
gærmorgun aö báturinn, Guörún
Olafs IS 208, haföi samband viö
Reykjavíkurradíó og tiUcynnti um
bilaða vél. Gat áhöfnin, tveir feðgar,
ekki sagt nákvæmlega hvar hún var
stödd vegna bilunarinnar. Eina
staösetningin var því Breiðafjörður
en báturinn hafði nýlega verið
keyptur frá Keflavík tU Bolungar-
víkur og var því á leið til nýju heima-
hafnarinnar.
Um sjöleytið í gærmorgun, rofnaði
svo allt i einu samband viö bátinn.
Vora þegar geröar ráðstafanir til
leitar. Voru tíu bátar á Breiðafiröi
sem leituðu, Sýn, flugvél Landhelgis-
gæslunnar og björgunarsveitir
Patreksfjaröar og Barðastrandar
voru tUbúnar aö ganga fjörur.
En rétt um klukkan fjögur í gær-
dag fann flugvél Landhelgisgæsl-
unnar bátinn þar sem hann var á
reki vestur af Látrabjargi. Var
varöskipiö Oðinn sent tU hjálpar og
kom þaö aö bátnum um sexleytið.
Sátu þá feðgamir á dekkinu en veður
á þessum slóöum var ágætt. Reyndu
varðskipsmenn aö gera viö véhna en
tókst ekki. Var báturinn því dreginn
inn til Patreksfjaröar og þangað
komu þeir um miönætti í gær.
Feögarnir, sem vora um borö, eru
frá Bolungarvík og heita Hálfdán
Ömólfsson og Jón Hálfdánarson.
Báðir vanir sjómenn.
-KÞ
Steihgrímur um Albert:
r
..VISST PROBLEM”
„Fjármálaráöherra er visst
próblem ef ég má oröa þaö svo,” sagöi
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráöherra á almennum stjórnmálafundi
á Akureyri í gær. Hann var spurður
hvernig stjórnarsamstarfiö gengi og
svaraði því til aö þaö væri aö flestu
leyti gott, alUr vissu þó um vandamál-
ið með fjármálaráðherrann. „Sú
ákvöröun hans aö kynna f járlagavand-
ann áöur en lausn lá fyrir var mjög
slæm, þaö versta sem gért hefur ver-
iö,” sagði Steingrímur.
Ráðherrann sagði aö vissulega
heföu svona vandamál komiö upp. Þá
heföu fjármálaráöherrar lagt þau fyr-
ir hina ráðherrana meö fyrirmælum
um aö skera niður. Síöan heföi verið
hægt að fara meö lausnina inn á þing
þegar hún lá fyrir. „En ekki þessi
sirkus sem búinn er aö vera í nokkrar
vikur og enginn hefur Uðið meira en ég.
Þetta er náttúrlega alveg ófært,” sagöi
Steingrímur. Hann bætti þvi við aö
„próblemið” væri þó áreiðanlega
stærra innan Sjálfstæöisflokksins en
innan ríkisstjómarinnar.
JBH/Akureyri.
Ungurpilturá
Fljótsdalshéraði:
Fékk
ríffilskot
gegnum
annað
lærið
Tæplega tvítugur pUtur fékk
skot í gegnum annaö læriö þegar
skot hljóp úr riffU hans. Líðan
hans er eftir atvikum góö.
PUturinn, sem er miUi átján ára
og tvítugs, búsettur á Fljótsdals-
héraði, hugöist fara í gæsaveiðar.
Haföi hann meöferðis öflugan
hreindýrariffU sem hann lagöi í bU-
sætiö viö hliö sér. A leiðinni vUdi
ekki betur tU en svo að skot hljóp úr
rifflinum. Fór þaö í gegnum annaö
læri hans, upp við nára.
Pilturinn Uggur nú á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Neskaupstað og aö
sögn læknis þar var mildi aö ekki
fór þó verr. Pilturinn mun ekki
hafa haft leyfi tU aö bera skotvopn.
-KÞ.