Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Blaðsíða 3
.Wí ;í ía .catiyACflAv*’.íA.( .Vv!
DV.LAUGARDAGUR5.MA! 1984.
3
Dave Allen
Undanfama mánuöi hefur írski
háöfuglinn Dave Allen skemmt okkur
Islendingum meö brandarasyrpum á
mánudagskvöldum. Þættir þessir voru
aö vísu ekki nýir af nálinni, flestir
höfðu veriö sýndir áður.
Á meöan á sýningu þessara þátta
hefur staðið hafa eflaust margir velt
fy rir sér hvaö þessi grínaktugi heiðurs-
maöur fengist viö í dag. Viö könnuðum
málið og hringdum til umboösmanns
Allens í London og fengum þær upplýs-
ingar aö enn væri hann að grínast og
ynni aö svipuðum þáttum og þeim sem
viö höfum nýlega séö.
Og í framhaldi af þessum upplýs-
ingum höfðum við samband viö sjón-
grínast enn
varpið og spurðum hvort einhver
áform væru uppi um að kaupa nýtt efni
meöAllen.
Ekki sögðust þeir sjónvarpsmenn
hafa heyrt um neina nýja þætti meö
kappanum, hvaö þá aö þeim heföu
boöist slikir til kaups. Aftur á móti yrði
tekin afstaöa til slíkra kaupa þegar og
ef tilboö kæmi. Hins vegar eiga sjón-
varpsmenn enn í fórum sínum tvo
þætti með Dave Allen, svokölluö
.^pesíöl,” lítið eitt lengri en þeir
þættir sem sýndir hafa verið aö
undanfömu. Annaö þessara
„spesíala” veröur sýnt fljótlega eftir
páska en hitt aö öllum likindum geymt
til jólanna enda efni þess þeim tengt.
M/iie"
PYLSUR
Viö höfum iill frétt af því aö
hér hefur verið hópur af kvik-
myndafólki sem vinnur aö
gerö kvikmyndarinnar
„Enemy Mine”. Flestir sem
starfa viö þetta fyrirtæki eru
Bretar í húö og hár. Bretar eru
víst mjög vanafastir á alla siöi
frá heimalandi sínu. Þeir vilja
t.d. alltaf fá beikon og egg í
morgunmat. Svo þykir þeim
einnig gott aö fá litlar svína-
pylsur. Þegar þeir komu
hingað til landsins kom í ljós að
þaö hafði gleymst aö taka þær
meö enda bannað að koma meö
þær. Bretarnir dóu ekki ráöa-
lausir frekar en fyrri daginn og
höföu samband við Þorvald í
Síld og fiski og báðu hann um
aö búa til svona pylsur. Hann
fékk uppskriftina hjá þeim og
framleiöir þessar eftirsóttu
pylsur fyrir hina vanaföstu
Bréta og þeir una vel viö sitt.
Afmælisbarn
vikunnar
Afmælisbarniö aö þessu sinni
er Jóhannes Nordal seðlabanka-
stjóri. Hann er fæddur 11. maí
1924 og á því stórafmæli núna því
hann verður 60 ára. Jóhannes
hefur komið víða viö en flest okk-
ar kannast líklega við hann sem
seðlabankastjóra og viö heyrum
frá honum reglulega þegar hann
segir okkur hver staöa þjóðar-
búsins er.
En hvaö segir afmælisdaga-
bókin okkar um þennan at-
orkusama mann: „Þú hefur
sjaldgæfan líkamlegan og and-
legan þrótt. Innra meö þér býrðu
yfir miklum varasjóöi þolgæöis.
Þú vinnur mikiö og nýtur þess aö
starfa. Þú ert hrifinn af sam-
kvæmislífi og heimilislíf þitt mun
veröa hamingjusamt. Þú hefur
ánægjulega hæfileika til að
skemmta fólki.”
Þetta viröist ekki vera slæmt
veganesti sem afmælisbamiö
hefur fengiö ef marka má þaö
sem bókin segir okkur. Viö
óskum Jóhannesi innilega til
hamingju meö þetta stórafmæli
sitt.
Flugleiðir ogSAS
opnanýjarleiðir
fyrir landkönnuði!
Framhaldsflug frá Kaupmannahöfn
Ef þú ert landkönnuður sem stefnir í
fjarlæga heimshluta er bæði fljótlegt og nota-
legt að f|júga meö Flugleiðum til Kaupmanna-
hafnar. Þar býður SAS þér framhaldsflug til
áfangastaða um víða veröld. Ekkert flugfélag
flýgur til eins margra' áfangastaða frá Kaup-
mannahöfn og einmitt SAS. Það er næstum
sama hvað þig langar að kanna, Flugleiðir og
SAS gera þér það fært. Langar þig að Ijúka upp
leyndardómum Austurlanda, átta þig á japanska
tækniundrinu, standa á Rauða to'rginu, kynnast
frumbyggjum Amazon-landsins eða telja bjór-
krárnar í Múnchen? - Þegar félög eins og
Flugleiðir og SAS leggjast á eitt, áttu vísa þægi-
lega og ógleymanlega ferð.
Enn á ný er borgin við sundið orðin dyr
Islendinga að umheiminum.
„EUROCLASS" og „SAGA CLASS":
vellíðan á ferðalögum
Þegar þú og þínir halda af stað í land-
könnun, sjá Flugleiðir um að flytja ykkur til
Kaupmannahafnar, á almennu ferðamanna-
gjaldi, eða á „SACA CLASS", ef þú vilt lifa lúxuslifi
á leiðinni. Síðan getur þú verslað í fríhöfninni á
Kastrup, áður en þú heldur áfram út í heim, i
hinu þekkta EUROCLASS-farrými SAS-flugfélags-
ins eða „First Business Class" farrými, t.d. til
Singapore eða Tokyo.
Fluglelðír og SAS veita þér óteljandl ferða-
tækifæri!
FLUGLEIDIR
Gott fólkhjá traustu félagi
S4S
„Alrline of the year"