Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Blaðsíða 7
.4-B0I ÍAM e HUOAaflAOUAJ .va
DV.LAUGARDAGUR5.MAl 1984.
8
Danskar bíómyndir:
Fallegar
alvörumyndir
Þaö eru hvorki meira né minna en
sjö danskar myndir sýndar í kvik-
myndahúsum í Kaupmannahöfn um
þessar mundir. Og þetta eru ekki
myndir eins og Marsúrkinn á rúm-
stokknum sem Islendingar þekkja
líklega best allra danskra mynda.
Myndirnar sjö eru allar mjög
alvarlegar, taka fyrir hver sitt
vandamálið, algerlega á óklám-
fenginn hátt.
Og þessar myndir eru góöar. Það
kom mér mjög á óvart því aö ég
minnist þess ekki aö hafa séö danska
mynd í íslensku bíói (og þá meina ég
mynd af alvarlega taginu) eöa heyrt
talaö um þær af nokkrum áhuga.
Fyrst skal nefna myndina
Skönheden og uhyret sem fengið
hefur verölaun sem besta danska
myndin sem gerö var í fyrra. Þar
leikur skemmtikrafturinn Jesper
Klein sitt fyrsta alvarlega hlutverk,
föður sem verður ástfanginn af dótt-
ur sinni á táningsaldri. Samskipti
þeirra feögina eru vægast sagt grát-
brosleg. Þá er þaö nýjasta myndin.
Hún heitir Midt om natten og er meö
öörum frægum skemmtikrafti í aðal-
hlutverki, Kim Larsen. Fjallar hún
um hóp unglinga og tvo litið eitt eldri
menn sem setjast aö í húsum sem
rífa á niður. Myndin úr tónlistinni sló
í gegn löngu áöur en hún kom á tjald-
iö. Myndin Isfugle fjallar um tvo
unglinga, drengi úr mjög ólíku um-
hverfi. Afar vel gerö tæknilega.
Tukuma fjallar um ungan Dana sem
fer til Grænlands og veröur þar
ástfanginn af grænlenskri stúlku.
Fyrst og fremst falleg mynd.
Wonderful Copenhagen er síðan
mynd sem er þrátt fyrir nafniö mynd
fyrir Dani en ekki útlendinga.
Fjailar hún um ýmsa hópa sem í
Kaupmannahöfn búa saman, yfir-
leitt í sátt og samlyndi þótt stundum
sjóöi upp úr.
Rocking Silver greinir frá gamalli
rokkhljómsveit sem kemur saman
aftur eftir áralanga hvíld. Drengen
som forsvandt er síðan eins og nafniö
gefur til kynna saga eins af þeim 2
þúsund dönsku börnum sem hlaupa
aö heimanárlega.
Margar góöar erlendar myndir eru
einnig á hvíta tjaldinu. Má nefna
óskarsverölaunamyndina Terms of
Endearment, Zelig Woody Allens,
The Big Chill, sem einnig hlaut
nokkrar tilnefningar til óskars-
verðlauna, og fleiri.
Kim Larsein er að öðru jöfnu söngvari. Í myndinni Midt om natten
leikur hann hins vegar fyrsta leikhlutverk sitt og slær i gegn. Handritið
að myndinni er einnig eftir hann að hluta til og mun að einhverju leyti
byggt á eigin upplifun.
Elsta sirkusbygging
í Vestur-Evrópu
Nýlega var sirkusbygging í
Kaupmannahöfn tekin í notkun
aftur. Hún haföi staöiö tóm í mörg ár
og var alvarlega talað um aö rífa
hana. Þegar menn geröu sér hins
vegar grein fyrir því aö þetta er
elsta bygging í Vestur-Evrópu sem
byggð er fyrir sirkus fóru þeir aö
hugsa sig um. Tívolí keypti
bygginguna aö síöustu og hún hefur
verið endurnýjuö yst sem innst.
I sumar veröur svo byrjaö aö sýna
þar sirkusa. Ennþá er byggingin
hins vegar aöeins notuö fyrir
konserta og dans. lim daginn kom
hér frægt, amerískt dansfólk og
opnaöi húsiö. Kim Larsen heldur
síöan tónleika þar núna á næstunni.
Byggingin er frá aldamótum og
byggö í þeim stíl sem þá var mest í
tísku, stílleysunni: ölium stílum
hrært saman, bara ef áhrifin þóttu
flott. Þessi stíll hefur ekki átt upp á
pallborðið á undanförnum áratugum
en er núna aftur oröinn nokkurs
metinn, kannski af því aö þaö eru
ekki svo mörg svona hús eftir.
I Kaupmannahofn
tengiast Flugleiðir
alþjóðlegu f lugkerfi SAS
lOsinnumíviku!
STO OSL GOT NRK
SVG HEL TYO CCU
BEY BCW AMM TLV
UAK NBO JNB IST
MUC ZRH DUS GVA
ABZ AMS ZAG BEG
MAD LIS BCN NCE
VXO JKG BGO KRS
CHI LAX NYC RIO
MUD SFJ JED FRA
STR LON GLA DUB
MOW PAR ROM MIL
Getiaun
Hér aö ofan getur að iita skammstafanir
viðkomustaöa i alþjóðaflugi SAS. Levstu að
minnsta kosti 10 skammstafanir og sendu okkur
fyrir30. maí nk.merkt „Getraun FL7SAS, Reyki-
avíkurflugvelli, 101 Reykjavík. Dregið verður úr
réttum lausnum, en sá heppni hlýtur Kaup-
mannahafnarferð fyrir tvo að launum!
Nýar lelðlr fyrir landkönnuðl nútímans.
SAS flýgur til borga um allan heim frá Kastrup-
flugvelli í Kaupmannahöfn. Hér að ofan eru
alþjóðlegar skammstafanir á nöfnum þessara
borga. Nú geta farþegar Flugleiða notfært sér
þjónustu SAS, vegna sérstaks samkomulags
félaganna. Hvert sem þú ætlar að fara, til
Evrópu, Afriku, Asiu eða Ameriku, skaltu láta
SAS og Flugleiðir koma þér á áfangastað.
FLUGLEIDIR
Gott fólkhjá traustu félagi
S4S
Airline of the vear"