Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR 5. MAl 1984. Litid nánar á gamla höfuðstaðinn: H mtpma n nahiifn er ehhi hara „Kaupmannahötn er með stærri bæjum á íslandi,” varð vini mínum að orði þegar hann komst að því að í þessari gömlu höfuðborg okkar búa yfir tvö þúsund íslendingar, flestir náttúrlega námsmenn en einnig mikið af fólki sem búið hefur í Danmörku árum saman, íslenskar konur sem giftar eru Dönum, fólk sem hefur hér at- vinuu og þó nokkur fjöldi sem lifir á dönskmn atvinnuleysis- bótum. Þeir eru iíka inargir íslendingnrnir sem heimsækja Strihið Kaupmannahöfn á hverju ári. Fyrir marga sem eru að fara lengra er tilvalið að byrja á Kaupmannahöfn. Lestar- og flugsamgöngur eru greiðar í allar áttir og ef maður er heppinn er hægt að kaupa ierðir til allra heimshorna fyrir sára- lítið fé. Það fólk sem heldur áfram gefur sér sjaldan tíma til að skoða Kaupmannahöfn að nokkru gagni. Það tyllir sér aðeins niður eins og fuglar sem eru að fljúga lengra. En það er samt ótalmargt sem er þess virði að líta nánar á í Kaup- mannahöfn. Kaupmannahöfn er nefnilega ekki bara Strikið og Nýhöfnin. -DS. Texti: Döra Stefánsdóttir ÖTRÚLEGA DÝRMÆTIR HLUTIR finnast á dönskum söfnum Olaf Ussing og Jorgen Reenberg i Faust. LeikhúsíKaupin: Ánamaðkar Þaö eru mjög mörg söfn í Kaup- mannahöfn sem eru þess viröi aö þau séu skoöuö. Hér veröur hins veg- ar aöeins drepiö á tvö þau frægustu. Glyptoteket er safn sem Carls- berg bjórverksmiöjurnar hafa gefið þjóöinni. Engin smágjöf, því þarna hefur Dönum tekist að safna saman ótrúlega dýrmætum listaverkum frá Forn-Egyptum, Rómaveldi, Grikklandi og öörum löndum okkur fjær. Þarna er líka eitt skemmtileg- asta safn af málverkum franskra impressionista sem nokkurs staöar finnst utan Frakklands. Hitt safniö er Statens Museum for Kunst, fullt af afar fallegum og sumum geysilega dýrmætum mál- verkum og höggmyndum. Fyrir þá sem vilja sjá svolítiö af danskri náttúru um leiö og þeir njóta listar er tilvaliö aö skreppa til Humlebæk. Þar er safniö Louisiana. Feröin tekur aöeins um hálftíma meö lest og síöan er fimm mínútna göngutúr í afar fallegu landslagi. Á Louisiana stendur núna yfir sýning á írskri list frá fyrri tímum. Þessi sýning hefur veriö send um þveran og endilegan heiminn og er þetta síðasti viðkomustaöur hennar. og hórur í Berlín Danir eiga fjöldann allan af veru- lega góöum leikurum. Góð leikhús og langa hefö í að setja á svið. Urvaliö af því sem boðið er upp á er þaö mik- iö aö fyrir Islending nýkominn aö heiman er erfitt aö átta sig. Konunglega leikhúsiö þykir mörg- um fínast. Þó að sumir gagnrýnend- ur í dönskum blöðum leggi til í fullri alvöru aö þaö verði lagt niður. Sú til- laga byggist á því aö þetta sé orðiö allt of mikiö bákn til aö gegna sínu hlutverki. Konunglega leikhúsiö lifir líka erfiöa tíma núna. Verið er aö breyta gamla góða leikhúsinu viö Kóngsins nýjatorg, verk sem mun taka einhver ár. Því er leikið víöa um borgina, stærstu verkin eins og ball- ettar og óperur í Tívolíkonsertsaln- um, leikverk á nýja sviöi leikhússins og önnur minni á lánssviði viö Grá- bræöratorg. Þann 10. apríl hættir starfsemin í Tívolísalnum. Ballettar verða því engir sýndir hér fyrr en næsta haust og aðeins ein ópera, Cosi van Tutti, veröur frumsýnd þann 25. apríl á sviði í Hofteatrinu. Þrjú leik- rit eru í gangi um þessar mundir og veröa það áfram, Ur lífi ánamaðk- anna, sýning sem hefur hlotiö óhemju góöar viðtökur, Mutter Cour- age og Faust eftir Goethe. Þaö leikrit sem tvímælalaust hef- ur fengið mest umtal hér í vetur er hins vegar sýnt á sviöi Tre Falke hót- elsins. Það er Miraklet eða Krafta- verkið sem gagnrýnendur hafa hafiö upp til skýjanna. Berlin 84, sem sýnt er í Bellevue leikhúsinu, hefur einnig hlotiö mikiö umtal. Þetta er söngleik- ur um hórur í Berlín og er víst ekki allt fallegt sem á sviðinu er sýnt. BAKKINN ER OPINN Þaö er búiö aö opna Bakkann, það er að segja Dyrehavsbakken Þar er hægt aö komast í ýmis tívolítæki, hringekjur, rússíbana og fleiri tæki sem fólk borgar stórfé fyrir aö láta hræöa úr sér lífiðí. Til þess að komast á Bakkann tekur fólk lest frá Kaupmanna- höfn til Klampenborgar. Þetta er kortérs til tuttugu mín. ferö. Síðan er örstuttur göngutúr útá Bakkann. Mörg ný tæki hafa verið sett upp á síðustu árum. Frægust þeirra eru vatnsrússíbani og persneskt teppi. A kvöldin eru skemmtanir á Bakkanum: sirkusrevían, sem er nánast aö segja óskiljanleg öllum öðrum en Dönum, og söngkonur sem troða upp í sérstöku tjaldi. Þær eru feitar og gamlar og syngja dapurlega söngva. Fólk hendir til þeirra peningum fyrir. Dyrehavsbakken er draumaheimur barnanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.