Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Blaðsíða 2
2 DV.LAUGARDAGUR5.MAl 1984. Mamma, hvad ert þú að gera? heitir þessi skemmtilega mgnd sem nglega var kosin hesta mgndin í heimsins stœrstu Ijósmgndasamkeppni sem fram fór í Japan. Ljós- mgndarinn er norskur og heitir Thorolf Karlsen. Það er ekki að sjá að einn fulltrúi karlaveldisins á Alþingi, Matthías Á. Mathiesen ráðherra, hafi áhyggj- ur af vaxandi fjölda kvenna á þinginu. Nei, það er öðru nær. Hann notaði tækifærið til að faðma nokkrar þeirra þegar var verið að mynda kvenkostinn sem þá var staddur á Alþingi. Þá voru konurnar alls 12 og mun það vera mesti f jöldi sem hefur setið þing á sama tíma. DV-mynd E.Ö. JmuuESTunE Öryggisins vegrta! Nú eru fyrirliggjandi Bridgestone radial og diagonal sumar hjólbarðar. Óbreytt verð frá í fyrrasumar! BÍLABORG HF Smiðshöfða 23 sími 812 99 GAMLA HJÓNABANDIÐ ÚRELT? Aðrir möguleikar eru fyrir hendi Eruð þið orðin leið í hjónabandinu? Það er mögulegt að prófa eitthvað nýtt. Þið getið t.d. reynt sérbýli, raðbýli eða jafnvel stórbýli. Þessi nöfn eru fengin að láni frá frjálslyndum frændum okkar, Svíum. Þeir eru alltaf svo framarlega á merinni og eru komnir með tíu nöfn á mismunandi hætti að búa saman. Litum nánar á þessa sambýlishætti, það gæti verið að eitthvað af þeim hentaði ykkur betur en gamla hjónabandið. SAMBÝLI Það er orðið nokkuð sígilt og er pappírslaust samband milli tveggja sjálfstæðra manneskja sem kjósa að hafa svefnher- bergin aðskilin til að undirstrika sjálfstæði sitt enn frekar. SÉRBÝLI Parið býr hvort um sig í sinni íbúð. Þetta form þykir vera nokkuð nútímalegt og undirstrikar rækilega sjálfstæði ein- staklingsins. En þetta algjöra frelsi er oft dýru verði keypt því pariö verður gjarnan að borga tvöfalda húsaleigu. TVÍBÝLI Aðalatriöið er aö parið hefur hvort sína íbúöina. En vegna tillitssemi við börnin dvelja foreldrarnir með börnum sínum í sömu íbúðinni á virkum dögum. Um helgar fara foreldrarnir hvort frá öðru og dvelja í íbúðum sínum hvort í sínu lagi. Börnunum er frjálst að velja um hjá hvoru foreldranna þau kjósa að vera þennan tíma. Það getur farið eftir því á hvorum staönum er betra aö vera og líka eftir því hvaöa skapi þau eru í. HLUTABÝLI Þegar mamma og pabbi finna sér nýja félaga verða börnin þeirra eftir í íbúðinni en foreldrarnir flytja heim til nýju félaganna. Foreldrarnir skiptast síðan á að búa með börnunum í gömlu íbúðinni. Stöku sinnum fá börnin að vera ein og sjá um sig sjálf. EINBÝLI Þetta er fremur óvinsælt búskaparform. Þaö hafa menn yfir- leitt ekki valið sjálfir. Einbýli hefur oft í för með sér að ferðir í sjoppur til að kaupa pulsu með öllu nema hráum verða nokkuö tíðar. HEIMBÝLI Þetta kýs sá sem heldur áfram aö kunna vel við sig á æsku- heimilinu og velur aö búa þar þó aö fullorðinn sé orðinn. Þessi tegund hefur oft þær afleiðingar að mikill þrýstingur hvílir á foreldrunum. Þeir sem fara þessa leið skreppa gjarnan út stöku sinnum og þá annaðhvort á bíó eða bingó. FLEIRBÝLI Öðru nafni kommúna þar sem heimilistæki eru nýtt á mjög skynsamlegan hátt. Bakhliðin á þessu líferni er sú að algengt er að þeir sem búa í fleirbýli fari hver í taugarnar á öðrum. VINBÝLI Þetta er tilboð fyrir þá sem kunna ekki við að búa með hinu gagnstæða kyni og kjósa að búa með öðrum af sama kyni. Af svipuðum toga eru t.d. lesbýli og hommbýli sem geta reyndar haft slæm áhrif á siðferðiskennd sumra. RAÐBÝLI Þetta er afleiöing af mjög tíðum skiptum á félaga og stöðugum skiptum á íbúðum með þeim afleiðingum að sam- bandiö við börnin verður nokkuð ruglingslegt. STÓRBÝLI Þetta er hugtak yfir alla þá aðra hugmyndaríku möguleika sem enn hafa ekki veriö nefndir. Þar er meötalinn sá möguleiki sem sumir velja sér. En hann er fyrir þá sem enn taka sjénsinn á aö gifta sig meö hugsanlegt dánarbú í huga. KRYDDARINN Kryddarinn gengur manna á milli og hverju sinni fáum viö að heyra eitthvað skondið. Seinast var það Albert Guðmundsson hinn eini og sanni sem lét í sér heyra. Það hefur líklega ekki komið neinum á óvart að Albert skyldi vísa næsta Kryddara til borgarstjórans okkar, Davíðs Odds- sonar, enda sá kunnur fyrir gaman- semi. Davíð brást vel við því aö taka þátt í einum Kryddara. Kryddari Davíðs er á þessa leið: Tveir þingfréttaritarar horfðu og hlustuðu á stjórnmálamann einn flytja ræðu á Alþingi nýlega. Annar þingfréttaritarinn spurði hinn: „Veistu hvert er hans höfuðvanda- mál?” „Nei,” svaraðihinn. „Höfuövandamál hans er höfuð- málið,” var þá svarað. Davíð skorar síðan á Magnús Oskarsson borgarlögmann. Við bíðum því spennt eftir að heyra hvað hann hefur að segja og á hvern hann ætlaraðskora.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.