Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1984, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1984, Qupperneq 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. MAI1984. 5 Raufarhafnarkirkja. Þangað vantar prest. Presta vantar í sex brauð Biskup Islands hefur auglýst sex prestaköll laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 24. júní næst- komandi. Prestaköllin eru Dalvík, Djúpivogur, Hrísey, Sauölauksdalur, Raufarhöfn og Súgandafjöröur. Dalvíkurprestakalli hefur séra Stefán Snævarr prófastur þjónaö um 33 ára skeið. Hann hefur nú fengiö lausn frá embætti vegna aldurs. Djúpavogsprestakalli þjónar nú séra Bjami Rögnvaldsson sem settur prestur. Hríseyjarprestakall hefur verið laust í vetur frá því séra Sigurður Arngrímsson f ékk lausn frá embætti. Raufarhafnarprestakalli hefur séra Guömundur Orn Ragnarsson þjónað síöustu árin. Hann hefur nú veriö skipaöur í embætti annars farprests þjóðkirkjunnar. Sauölauksprestakall í Barða- strandarprófastsdæmi hefur lengi ver- iö prestslaust. Því hefur verið þjónað af nágrannaprestum. Staöarprestakalli i Súgandafirði hefur séra Kristinn Agúst Friðfinnsson þjónaö. Hann hefur fengiö lausn frá embætti og tekiö aö sér forstööu útgáfu kirkjunnar, Skálholts. -KMU. Oh, no! REYKJAVIK, Iceland (UPI) — A dental student may not graduate from the Univer- sity of Iceland because the set of false teeth she made is in the mouth qf a woman buried in a Reykjavik cemetery. Dental student Rannceig Axfjord made the teeth but the elderly woman who got them died last year before the den- tal academy could examine the work. I Because the teeth were I buried with their owner, the 1 professors said they could not lexamine them, so they could lnot graduate Ms. Axfjord. Blaðaúrklippan úr The World i Coos Bay i Oregon. Gómurinn f er víöa: HLE&BÍ OREGON „Héma er hlegiö og gert grín aö ís- lenska skólakerfinu,” segir í bréfi sem DV hefur borist frá þeim Olöfu, Ásdísi og Olínu sem búsettar eru í Oregon- fylki í Bandaríkjunum. Til skýringar létu þær fylgja meö úrklippu úr dag- blaöinu The World sem gefið er út í Coos Bay þar í fylki. „Oh, no!” segir í fyrirsögn á frétt sem á rætur sínar aö rekja til Reykjavíkur og greinir frá tannlækna- stúdentinum sem var svo óheppinn aö missa prófverkefni sitt í gröfina: Gómurinn, sem nemandinn haföi gert af mikilli vandvirkni, var jaröaður meö konunni sem bar hann. Þær stöllur í Oregon ljúka bréfi sínu með bestu óskum um réttlátari lög til handa tannlæknanemum jafnt sem öörum sem nám stunda á Islandi. -EIR. Undirskriftasöfnun á Islandi: Gefíð Sakharov- hjónunum frelsi Nú er í gangi alþjóöleg undirskrifta- söfnun til sovéskra stjórnvalda um aö leysa Andrei Sakharov og eiginkonu hans, Yelenu Bonner, úr einangrun. A Islandi hefur veriö sett á stofn sérstök Sakharov nefnd og er þetta fyrsta verkefni nefndarinnar. „Þaö er greinilega mikil óánægja og reiði meöal Islendinga vegna þeirrar meöferöar sem Sakharov og eiginkona hans hafa oröiö aö þola. Þaö sýna fyrstu viðbrögö við undirskriftasöfn- uninni,” sagöi Olafur Isleifsson hag- fræðingur, einn þeirra sem sæti eiga í Sakharov nefndinni. Olafur sagöi aö á næstunni mundu undirskriftalistar liggja frammi víöa um land, á vinnu- stööum og annars staöar þar sem margir eiga erindi, svo sem í stór- mörkuöum. Askorun sú sem beint er til sovéskra stjórnvalda hljóöar svo: Við undir- ritaöir íslenskir ríkisborgarar skorum á sovésk stjórnvöld aö leysa nóbels- verðlaunahafann Andrei Sakharov og eiginkonu hans, Yelenu Bonner, úr einangrun í borginni Gorkhy og veita þeim frelsi án tafar til aö leita sér lífs og lækninga á Vesturlöndum. „Sakharov var fluttur frá heimili sínu 7. maí síöastliöinn eftir að hafa verið í hungurverkfalli í 5 daga til aö undirstrika ósk þeirra hjóna um farar: leyfi til Vesturianda fyrir Yelenu Bonner sem þjáist af hjartasjúkdómi. Svo er raunar einnig um Sakharov en ekki er vitaö meö vissu um afdrif hans þó ætla megi aö hann hafi veriö fluttur á sjúkrahús. Víst er hins vegar aö íslendingar safna nú undirskrift- um undir áskorun til sovéskra stjórnvalda um að láta Andrei Sakharov og eiginkonu hans, Yelenu Bonner, laus úr einangrun. heilsu beggja hefur hrakaö mjög aö undanfömu og er nú svo komiö að ótt- ast er um líf þeirra,” sagöi Olafur Isleifsson. . _ alla ieiö heim í híað Nýja hraðflutningsþjónustan okkar, „EIMSKIP - EXPRESS" tryggir þér mesta mögulegan flutn- ingshraða á sjóoglandi. „EIMSKIP - EXPRESS" sér um að sækja vöru þína við verksmiðjudyr erlendis og annast flutning hennar til útskipunar- hafnar, þar sem skip Eimskips taka við. Nú þegar bjóðum við „EIMSKIP - EXPRESS“ í Bretlandi, Belgíu, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu, Þýskalandi og Danmörku, og auðvitað höldum við áfram útbreiðslu Express-þjónustunnar víðar um heim. Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sími 27100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.