Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1984, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. MAI1984.. 7 Útlönd Útlönd Útlönd Utlönd Stórsókn írana i aðsigi i suð- urhluta íraks Olíuflutningur írana kominn nidur fyrir eina milljón olfufata á dag eftir loftárásirnar á olíuskipin Irakar telja sig hafa oröið þess áskynja aö Iran hafi nú lokið undirbún- ingi fyrir meiriháttar sókn sem klerka- stjórnin ráögeri í suöurhluta Iraks. Mjög mun vera orðið aö Irönum þrengt og olíuútflutningi þeirra vegna loftárása Iraka á oliuskip sem lesta olíu í aöalútskipunarhöfn Irana á Kharg-eyju viö Persaflóa. — Utflutn- ingurinn er sagöur kominn niöur fyrir ein miiljón oliuföt á dag úr 1,8 milljón fötum fyrr á þessu ári. Hætta á þátttöku fleiri ríkja Persaflóaríkin hafa mjög aukiö til- raunir til þess aö draga úr spennu viö flóann sem magnaöist eftir aö loftárás- irnar á olíuskipin hófust en þá jókst hættan á að önnur olíuríki Persaflóans, eins og Saudi-Arabía, drægjust inn í átökin því meðal annars hefur verið ráöist á þeirra skip á siglingu utan þess svæðis sem Irak hefur lýst stríös- hættusvæði. Sýrland hefur síöustu vikur haft frumkvæði um aö draga úr spennunni, en Rifaat Al-Assad, varaforseti Sýr- lands, er þessa dagana staddur í Moskvu til viðræðna viö sovéska ráöa- menn sem styðja Irak meö vopnasend- ingum og efnahagsaðstoð. Juku þeir mjög aðstoöina í fyrra, eftir að sovésk- um diplómötum var vísaö úr landi frá Iran og íranskir kommúnistar hand- teknir, sakaöir um njósnir fyrir Sovét- ríkin. Vegna hættunnar á að olíuflutningar stöövist frá Persaflóanum hefur Reagan Bandaríkjaforseti marglýst Persaflóinn gegnir hlutverki mikilvægrar olíuleiðslu frá olíuríkjunum þar eystra til olíumarkaða heims. þvi yfir, aö Bandaríkin muni reiöubúin til beinnar hernaöaríhlutunar til þess að tryggja hina mikilvægu oiíuflutn- inga. Sýrland og Saudi-Arabía munu þó í lengstu lög vilja forðast þátttöku Bandaríkjamanna i Persaflóa- átökunum. íranir eiga fáa að Sýrland er eina ríkiö sem stutt hefur Iran opinberlega, enda forn fjandskap- ur ríkjandi milli Sýrlendinga og Iraka. Það er hálfopinbert leyndarmál aö Israel hefur einnig stutt Persa. Saudi-Arabia og fleiri olíuríki við Persaflóa hafa stutt Irak en Irakar hafa stefnt þeirri vináttu í hættu meö árásum á olíuskip sem reynst hafa ver- ið frá Kuwait og Saudi-Arabíu. Ætlar að bjóða Sovétmönnum að kanna aðstæður í Los Angeles Peter Ueberroth, framkvæmdastjóri bandarisku ólympíunefndarinnar, sagöi á fundi meö fréttamönnum í gær- kvöldi aö hann væri fús til aö bjóöa sovéskum embættismönnum til Los Angeles til að kanna þar aðstæður ef þaö mætti verða til þess aö þeir breyttu um skoöun. En þrettán kommúnista- þjóöir hafa sem kunnugt er lýst því yfir að þær muni ekki taka þátt í ólympíu- leikunum í Los Angeles vegna þess aö öryggi keppenda sé þar ekki nægilega tryggt og aö leikarnir veröi vettvangur andsovésks áróöurs. Juan Antonio, forseti alþjóöa- ólympíunefndarinnar IOC, mun í dag fljúga til Moskvu til aö freista þess að fá Sovétmenn til aö skipta um skoöun. Samaranch mun taka meö sér bréf til Tsjemenkos, forseta Sovétríkjanna, og er talið að þaö bréf hafi að geyma nýj- ar upplýsingar er sýni Sovétmönnum fram á aö öryggi keppenda veröi tryggt á leikunum eins og frekast er kostur. Fornleifafræðingar að störfum við grafhýsið hjá Rio Azul. Eru þetta fyrstu meiriháttar kuml maja-indíána sem fundist hafa í tuttugu ár. Fornleifafræðingarnir njóta verndar vopnaðra hermanna við störf sin. FUNDU1500 ÁRA KUML MAJA-INDÍÁNA Fomleifafræöingar hafa fundiö kuml eftir maja-indíána á hinu afskekkta Petan-frumskógasvæði í noröurhluta Guatemala og eru þau talin vera meir en 1500 ára gömul. Þykjast þeir aldeil- is hafa komist í feitt því aö grafhýsiö er ósnert af graf arræningjum. Grafhýsiö er málaö litum og er hið fyrsta sem finnst í svo góöu ásigkomu- lagi síðan á sjötta áratugnum. Þykir þaö mikilvægur fornleifafundur og hyggja fræöimenn um menningu maj- anna gott til glóðarinnar. A meöal þess sem þegar er búið aö grafa upp og ná fram í dagsljósið eru dularfullar veggmyndir, leirker, beinagrind af karlmanni í likklæöum, fallega gerð leirkrakka meö hýróglífri og áskrúfuöu loki, sem vekur mikla undrun fomleifagrúskara. Þaö þykjast fomleifafræðingar vita Umsjón: Guðmundur Pétursson GunnlaugurA. Jónsson ----------------------:t?iíwít‘ j'ti’i að gröfin hafi hýst ættingja eins af höföingjum maja, sem grafinn var í Evrópuför til að f egra S-Af ríku stórum píramída skammt frá þessu grafhýsi. P.W. Botha, forsætisráöherra Suöur- Afríku, kemur í opinbera heimsókn til Portúgals í dag og er þaö fyrsti viðkomustaður hans í ferö sem er farin í þeim tilgangi aö bæta ásjónu lands hans. Botha mun í dag ræöa viö Mario Soares, forsætisráðherra Portúgals, og Eanes Portúgalsforseta á morgun. Síö- an mun Botha heimsækja Sviss, Belgíu, Bretland, Vestur-Þýskaland og Frakkland. Viöræður Botha við ráðamenn í Portúgal munu vafalaust snúast mjög um samskipti Suður-Afríku viö Mozambique og Angóla, fyrrum ný- lendur Portúgala. Ekki var skýrt frá dagskrá heim- sóknar Bothas fyrr en á síðustu stundu vegna ótta við mótmæli. Palesf ínuskæruliðar barðir til bana: Veróum aö tryggja að slíkt gerist ekki í framtíöinni" Opinber rannsókn sem leitt hefur í ljós að tveir palestínskir skæraliðar vora baröir til dauöa eftir aö þeir vora handteknir af ísraelskum her- mönnum í síðasta mánuöi hefur hins vegar ekki upplýst almenning um hver bar ábyrgö á dauða skæraliö- anna. Samantekt var birt úr hinni leyni- legu rannsókn málsins í gær. Þar sagöi aö tveir skæruliöar sem rændu ísraelskum strætisvagni þann 12. apríl heföu látist af völdum höfuö- högga er þeir heföu hlotiö. Ekki kom fram hverjir væra ábyrgir en sagt aö þeir yröu beittir refsingum. Moshe Arens, vamarmálaráö- herra Israels, sagði: „Viöverðumaö tryggja aö slíkt gerist ekki í framtíð- inni.” Fjórir skæraliöar rændu strætis- vagninum fyrir sunnan Tel Aviv og héldu 35 farþegum hans næturlangt í gíslingu á Gaza-svæðinu. Israelskar hersveitir réöust síðan á vagninn og frelsuöu skæruliðana. Fyrstu opinberu fréttir af málinui greindu að skæruliöamir f jórir hefðu látist í áhlaupi ísraelsku hermann- anna svo og einn farþeganna. Moshe Ahrens vamarmálaráðherra skipaöi síöan rannsóknarnefnd í málið í k jöl- far frétta um að ljósmynd heföi verið tekin er sýndi a.m.k. einn skæru- liöanna leiddan ósæröan á brott eftir áhlaup Israelsmanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.