Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1984, Blaðsíða 10
10 ^■■■■■^■■■■l IMHi Frjáíst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUM5ULA12—14. SÍMI 86Í11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuöi 250 kr. Verö i lausasölu 22 kr. Helgarblað 25 kr. Olafur Jóhannesson Ölafur Jóhannesson var ekki leikbrúöa í stjórnmálum. Hann var heldur ekki ímynd þess stjórnmálamanns sem menn velja sem sjónvarpsstjörnu eöa augastein fyrir kjósendur. Hann var dulur, jafnvel feiminn, þungur á bárunni og hæggeröur að eðlisfari. Engu aö síður var Olafur Jóhannesson þungavigtarmaöur í íslenskum stjórnmálum og allt frá því aö hann var kosinn formaöur Framsóknarflokksins og ráðherra í ríkisstjórn réö þaö úrslitum mála hvaöa skoðun Ölafur haföi. Styrkleiki hans fólst í góðum gáfum, þrautseigju, orðheldni og miklu skapi. í Framsóknarflokknum réöi hann því sem hann vildi ráöa og sama má segja um ríkisstjórn og þjóðarskútu meðan Olafur var forsætisráöherra. Hann fór sínu fram og hafði sitt fram. Stundum meö ráðríki, stundum með lagni, en alltaf aö yfirlögðu og þaulhugsuöu ráöi. Maður hafði á tilf inningunni að hvert orð sem Olafur lét út úr sér hefði verið hugsað út í ystu æsar, enda var honum orða- gjálfur og lausmælgi lítt aö skapi. Ölafur var eftir- minnilegur ræðumaður þegar honum tókst vel upp. Jafn dauflegur og hann gat veriö í ræðustóli þegar lítið lá við, jafn kraftmikill gat hann verið þegar allt var undir. A árunum 1971 til 1974, þegar Olafur Jóhannesson leiddi vinstri stjórnina, reyndi mjög á hann . Bæði vegna hinna skörpu skila, sem þá urðu í íslenskum stjórnmálum eftir langan valdaferil viöreisnarstjórnarinnar, og eins vegna útfærslu landhelginnar í fimmtíu mílur. Þá var Ólafur foringi fyrir sínu liði, fastur fyrir, sterkur í vörn og sókn og kjölfesta á sviptisömum tímum. Aftur í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar, þegar Olafur varð fyrir aðkasti vegna meintra tengsla við ýmis sakamál, kom styrkur Olafs í ljós. Hann reis til varna, bar af sér atlöguna og kom úr þeirri orrahríð með hreinan skjöld og sterkari stjómmálamaður en nokkru sinni fyrr. Ovíst er að nokkur frambjóöandi hafi verið vinsælli í kosningunum í desember 1979 en Olafur Jóhannesson, þegar hann bauð sig fram til sigurs í höfuðborginni. Onnur ríkisstjóm Olafs Jóhannessonar varð ekki langlíf, en hann tók síðan sæti utanríkisráðherra í stjóm Gunnars Thoroddsen og enn einu sinni sýndi Ölafur manndóm sinn og staðfestu, þegar hann stóö traustan vörð um utanríkisstefnu íslendinga eins og klettur í hafinu. Síðasta árið hafði hann dregiö sig í hlé. Hafði látiö af formennsku í Framsóknarflokknum og gegndi ekki ráðherrastöðu. En hann sat enn á þingi fyrir flokk sinn og var eini fulltrúi hans á öllu höfuðborgarsvæðinu. Skarð hans veröur vandfyllt og ekki heiglum hent að verja vígið. Sannleikurinn var nefnilega sá að Ólafur naut fylgis langt út fyrir flokksraöir. Stjórnmálaskoðanir Ólafs voru aldrei eftir kokkabókum flokkslegra forskrifta. Hann var næmur fyrir almenningsáliti, mannlegur og manneskjulegur ef því var að skipta og talaði til fólksins með þeim hætti að íslendingar höfðu traust og trú á Olafi. Nú er kempan fallin frá. Ferill Olafs Jóhannessonar er langur og merkur í stjórnmálasögunni, en hann er ekki síðri í fræöistörfum. Sú afrekaskrá verður ekki rakin hér, en við lát hans er Olafi Jóhannessyni vottuð virðing og væntumþykja fyrir hlut hans í íslandssögunni. Hann starfaði á vegum Háskólans og Framsóknarflokksins en hann var þjóðarinnar allrar. Fyrir það er honum þakkað og minnst. Fjölskyldu Ölafs og aðstandendum er vottuð samúð. -ebs bv jiotmrvA rrxn «vorff \/c’ . ÞRIÐJUDAGUR 29. MAI1984. Margt býr í þokunni Helgin var fremur drungaleg á Samlagssvæðinu og sumaríö er áfram kalt, þó ekki snjóaöi nú aö ráði nema einn dag í liöinni viku.-Tún eru orðin græn, en þungavörubílar svamla eðjuna í uppsveitum til þess aö koma tilbúnum áburöi til bænda. Klaki er enn ekki alveg farinn úr jöröu. Fíngert regn og suddi lá yfir iáglendinu. Svo kom þoka, sem minnti á rétt bókhald: Þaö augljósa varö óljóst, það smáa stækkaöi og sláturhúsið hvarf. I þorpinu viö ströndina var allt við sama. Þorskurinn les greinilega ekki hagtölur mánaöarins og erfarinn, og ef þaö væri ekki humarinn, þá væri ekkert viö aö vera. Og humarinn virðist ekki heldur lesa rétta hag- fræöi, því meö sama áframhaldi munu humarbátar klára kvóta sinn í næsta mánuöi, þar eö kvóti hefur veriö dreginn saman á suövestur- hominu, en var aukinn aö sama skapi í hentugra kjördæmi, eystra. En allt um þaö. Vinna er guösgjöf og unnið var í húsinu f rameftir degi á laugardag í réttum bónusi. Höftin í Hvíta húsinu Umræðuefni helgarinnar voru fjöl- skrúöug. Menn ræddu um einokun og batnandi stöðu í sjávarútvegi, sem því miður er þó einvöröungu aö finna i bókhaldi og tilfinningalifi Þjóö- hagsstofnunar. Þeir sem vinna í fiski, hafa allt aöra sögu aö segja. Þar er útgeröin nefnilega rekin meö tapi. Skipum hefur veriö lagt í kjör- dæmum meö daufa þingmenn og bullandi tap er á fiskvinnslunni, jafn- vel hjá arösömustu stöövum. Vestur í Bandaríkjunum varö tap á fiskkökum og jukki hjá sölufyrirtæki SH, sem þó er fremur sjaldgæft. Þetta em vel rekin fyrirtæki meö góða æru, sem nú eiga í vök aö verj- ast vegna samkeppni frá Kanada, þar sem stjómvöld verka fisk sér til skemmtunar, aö því er virðist og til að dylja atvinnuleysi. Þjóðhagsstofnun metur stööuna á Islandi samt heldur skárri en hún var í febrúar, síðastliönum, eða sem nemur 1—2% af tekjum, en fiskafli á skrifboröum stofnunarinnar, „sam- kvsemt nýjum áætlunum”, hefur aukist vemlega meö auknum kvóta, sem er auövitaö töluverð sárabót, þegar fiskiskipin er veiðarnar stunda fá ekki bein úr sjó. Nóg um það. En þaö er víðar en í kartöflu- bransanum, sem viö einokunaröflin er að fást, en eins og flestir vita þá er nú útlit fyrir þaö, aö islensku skipa- félögin missi af flutningum fyrir vamarliölð, vegna einokunarlaga frá árinu 1904 vestur í Bandaríkjun- um, er mæia svo fyrir að aöföng varnarliðsins skuli sigla með banda- rískum skipum. Þaö er vissulega athyglisvert, aö eiriokunarlög af þessum toga skuli vera í giidi í heimaríki fr jálsrar sam- keppni og einstaklingsframtaks. Að þaö virðast sumsé vera fleiri en við Framsóknarmenn og Austur-Þjóö- verjar, sem telja að lög veröi aö setja um réttlætiö, ef vel á aö fara. Islensku skipafélögin hafa um tveggja áratuga skeiö stundað þessa flutninga, sem veriö hafa buröarás í tíðum siglingum yfir þetta öröuga Eftir helgina JONAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR hafsvæði, eöa N-Atlantshafiö. Breyt- ing mun því — ef af veröur, raska siglingatíöni og farmgjöldum vem- lega, þar eö einokunin hefur í f ör meö sér verulegan tekjumissi fyrir skipa- félögin. An efa telja margir bandarískir út- geröarmenn aö þetta sé eölileg og sjálfsögð stefna; sumsé að styöja siglingar bandariskra kaupskipa, en meö tilliti til margskonar ivilnana frá íslenskri iöggjöf, vegna vamar- iiðsins, veröur naumast annaö séö en aö einhliöa ákvæöi banda- riskra laga kalli á endurskoöun vissra laga á Islandi, er varða aö- föng vamarliðsins, því aö á Islandi setja Islendingar þó enn lög. Ef til vill ættum við því aö setja lög um þettalika. Menn munu nú fylgjast gjörla með árangri af viðræðum Geirs Hall- grímssonar, utanríkisráðherra, er nú fara fram um þessi mál í Washington, þar sem hann talar við bandariska starfsbræður sína. Við tvíhliða samningi er ekkert að segja, en einokun mega Islendingar aldreiþola. Islensk fyrirtæki í Bandaríkjunum starfa eftir bandariskum lögum út í hörgul. Njóta ekki forréttinda — og eiga ekki að gjöra þaö, og það sama áaðgildaálslandi. Það er vitað, að margir telja mái þetta „viðkvæmt”, en það er yfirleitt skráð vörumerki á þeim málum, sem stjómvöld á Islandi treysta sér ekki til að leysa með röggsemi. En von- andi kemst þetta brýna mál þó af hinu viðkvæma stigi, áður en það skapar fleiri vandamál en fyrir vom. Og sú stefna er hér hefur verið ráö- andi, aö ekki megi móðga þjóðir sem kaupa af okkur gaffalbita, hefur aöallega fært okkur vandræði til þessa. ökuljós og belti Umferöarmenning Islendinga var einnig í umræðunni um helgina, þvi ef frá eru dregnir venjulegir um- feröardagar upp á tvö hundmö árekstra eða svo, veltur og útaf- keyrslur, þá virðist sérstök hætta steðja að íslenskum ökumönnum í sólskini, eöa þegar skyggni verður meira en eitt hundrað kílómetrar. Vælandi lögreglu- og sjúkrabílar, hjartabílar og bmnabilar em þá, aö því er virðist alltaf á þönum. I útlöndum heyra slys af þessu tagi hinsvegar til algjörra undantekn- inga. Og er mér það t.d. minnisstætt að eftir tíu þúsund kílómetra öku- ferð frá Danmörku og suöur um Evrópu sá ég aðeins einu sinni árekstur, en það var í Kaupmanna- höfn, á bak við Royal hótelið. Og viti menn. Annar bilanna í þeim árekstri varfrálslandi. Þaö er aö vísu með hálfum huga, sem svo vondur ökumaður, sem undirritaður, áræðir að minnast á umferöarmál i blöðunum. En þó fannst mér það athyglisvert sem maöur sagöi viö mig um daginn, en hann hélt því fram aö Umferðarráð (vonandi rétt stofnun?) ætti nokkra sök á sólskinsárekstrunum, sem viö lesum s,vo oft um í blöðunum: — „Maðurinn á litla bílnum kom ekki auga á strætisvagninn” o.s. frv. — Þetta er alveg eins og á sjónum, sagði hann. Þar skilja menn ekki að skipið s jálft er besta b jörgunartækið. Núna hvetja þeir menn til þess aö aka meö ljósum á sumrin líka. Annar hver bíll gerir þaö, og svo verður þaö til þess aö ljóslausu bílamir sjást ekki. Og svo þetta eilífa stagl um belti, sem eru lögboðin og undanþeg- inlögunumísenn. — Það er umferðarmenningin sjálf, sem þarfnast breytinga, sagði hann, eða með öðrum orðum, að ein- asta leiðin út úr vandanum væri sú að f á Islendinga til þess að aka bílum eins og gjört er í öðrum löndum. Þá fyrst munu menn hætta að aka útaf Miklubrautinni og velta yfir graseyjarnar, í veg fyrir bílana, sem 1 þar koma úr gagnstæðri átt. Helgin leiðíinnisetu. Mér þótti grein Kristínar Halldórs- dótturíDVlíkagóð. Jónas Guömundsson, rithöfundur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.