Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Blaðsíða 34
34
Hverja telur þú sigurmöguleika
KA vera í 1. deildinni í knatt-
spyrnu? (Spurt á Akureyri.)
Nanna Svavarsdótttr, atvinnu-
laus:
„Hef ekki hugmynd um það. Ég
hugsa að þeir séu litlir en þeir'
iafa í deUdinni.”
LUja Bjarnadéttir,
pylsuvagninum:
,,Ég veit það nú ekki. Þeir eru ef J
til vill litlir en ég vona aö þeir
haldi sérídeUdinni.”
Magnús Kristinsson kennari:
„KA-menn standa sig vei eins og
þeir hafa raunar alltaf gert. Þaö
verður engin breyting þar á.”
Gunnar Gunnarsson versiunar-
maður:
„Möguleikar KA eru litlir. En
með smávægUegum breytingum
á liðinu ætti KA að ná langt næsta
sumar.”
Ánii Kristinsson, sjómaður frá
Hrisey:
„MöguleUtar KA eru ekki miklir
en ég hef þó trú á að þeir spjari
sigstrákarnir.”
í"-
Jóhanna Hartmannsdóttir, vinn-
uráBautanum:
„Bg tel þá litla. Likur á meist-
aratitli eru ekki fyrir hendi,
hvorki hjá KA né Þór.”
KA Akureyri—KA Akureyri—KA Akureyri—KA Akureyri—K/
„Spái KA-liðinu 3. sæti —
þori ekki að fara ofar'’
—segir Kári Árnason sem gerði garðinn f rægan með ÍBA í „gamla daga”
„Ég var mjög óánægður
með fyrsta leik KA í sumar
en síðan kom liðið
skemmtilega á óvart í
leiknum gegn Víkingi þar
sem varð jafntefli 3:3,”
sagði Kári Ámason en
margir knattspymuunn-
endur ættu að kannast við
Kára því hann var um ára-
bil einn besti leikmaður
ÍBA en hætti í knattspyra-
unni þegar ÍBA var skipt í
KA og Þór.
„Helsti veikleUii liðsins er eflaust sá
hversu margir nýir leikmenn eru nú í
liðinu. Fjórir reyndir leikmenn hafa
horfiö á braut. Það er þó ekki þar meö
sagt að þeir nýju séu verri en þeir sem
fyrir voru. Þaö verður að koma í ljós.
Erlingur Kristjánsson er burðarás
liösins í vörninni og hefur leikið mjög
vel þaö sem af er sumri. I liöinu eru
margir aðrir góðir leikmenn og sókn-
armenn liðsins eru eldsnöggir og ég er
viss um að KA-liðið á eftir aö spjara
sig vel í sumar. Ég spái KA-liðinu 3.
........
Kári Árnason, hinn gamalkunni ki
spyrnukappi með ÍBA og íþró
kennari á Akureyri.
C,.........—.............—
Leikmenn KA
sumarið 1984
Fimm nýir leikmenn leika með KA í sumar. Það
em þeir Njáll Eiðsson, sem lék áður með Val,
Gústaf Baldvinsson, sem þjálfar liðið og lék áður og
þjálfaði Einherja frá Vopnafirði, Birkir Kristinsson
markvörður, Mark Duffield og Hafþór Kolbeinsson,
en þeir léku báðir áður með KS frá Siglufirði.
Þeir sem horfið hafa á braut eru: Haraldur Har-
aldsson, Gunnar Gíslason, Ragnar Rögnvaldsson og
Jóhann Jakobsson. Eftirtaldir leikmenn leika með
KAísumar:
Gústaf Bldinsson, 26 ára þjálfari og varnarmaður, 6 leikír.
Hinrik Þórhallsson, 30 ára sóknarmaöur og íþróttakennari, 72 Ieikir.
Birkir Kristinsson, 19 ára markvörður og nemi, enginn leikur.
Bjarni Jónsson, 18 ára nemi, sóknarmaður, 7 leikir.
Bjarni Jóhannsson, 26 ára íþróttakennari og tengiliður, 3 leikir.
Þorvaldur Jónsson, 19 ára markvörður og nemi, 32 leikir.
Ormarr Örlygsson, 21 árs varnarmaður og nemi, 59 leikir.
Þorvaldur örlygsson, 17 ára nemi, sóknarmaður, 6 ieikir.
Njáll Eiðsson, 25 ára íþróttakennari og tengiliður, 30 leikir.
Friðfinnur Hermannsson, 21 árs varnarmaður og nemi, 39 leikir.
Erlingur Kristjánsson, 21 árs varnar- og verslunarmaður, 103 leikir.
Þórarinn Þórhallsson, 23 ára kjötiðnaðarmaður og varnarmaður, 26
leikir.
Stefán Ólafsson, 19 ára nemi og tengiliður, 4 leikir.
Hafþór Kolbelnsson, 19 ára nemi og sóknarmaður, 7 leikir.
Tómas L. Vilbergsson, 25 ára íþróttakennari og varnarmaður, 10 leikir.
Ásbjörn Björnsson, 21 árs tengilióur og nemi, 95 leikir.
Steingrímur Birgisson, 19 ára nemi og sóknarmaður, 16 leikir.
Jón Kristjánsson, 16 ára nemi og varnarmaður, enginn leikur, yngsti leik-
maður liðsins.
Mark Duffield, 20 ára nemi og tengiliður, 6 leikir.
sæti á yfirstandandi Islandsmóti en
þori ekki að fara ofar. Það er líka oft
betra að vera frekar svartsýnn en
bjartsýnn, sagði Kári Árnason.
Við spurðum Kára í lokin um álit
hans á Þórsliöinu og möguleika helsta
andstæðingsins á Akureyri.
Sagöi hann að Þórsliðið yrði um
miöja deild en liðiö hefði ekki náö aö
sýna sitt rétta andlit í sumar. „Ég er
mikill KA-maður en ég reyni alltaf aö
vera sanngjam þegar verið er að ræða
umKA ogÞór.”
—SK.
|r Sexbræður !
— æfaogleikamedKA-liðinu j
Það er ekki algengt að þrjú pör af Kristjánsson og Ormarr örlygsson 1
1 bræðrum æfi og leiki með einu og og Þorvaldur örlygsson.
Isama féiaginu. Þetta á sér þó stað Þeir Erlingur, Hinrik, Ormarr eru ®
hjáKA. þrír af bestu mönnum liðsins en I
Þeir sem um er að ræða em Hinrik bræður þeirra og félagar standa *
| Þórhallsson og Þórhallur Þórhalls- þeim ekki langt aö baki.
son, Erlingur Kristjánsson og Jón —SK.
Þeir falla ekki,
karlagreyin
— segir Gunnar Austf jörð
Það er öruggt að þeir verða ekki
neðstir karlagreyin. Þeir eru með of
sterkt lið til þess,” sagði Gunnar Aust-
fjörð í samtali við DV en hann var um
árabil einn sterkasti vamarmaður
sem við höfum átt og lék Iengst af með
ÍBA og Þór. Gunnar er landsþekktur
fyrir mikla hörku og gaf aldrei tommu
eftir í baráttunni við andstæðinginn,
sama hver hann var.
„Mér leist alls ekki illa á leik KA
gegn Víkingum. KA-liðið er með sterka
einstaklinga en Erlingur Kristjánsson
er þó þeirra bestur. Liðið er þokkalega
gott að mínu mati og ætti að hafna um
miðja deild eöa rétt neðan við það.
Mér finnst knattspyrnan betri en hún
var í fyrra. Leikirnir eru skemmtilegri
og ég er þess fullviss að þeir eiga eftir
að verða enn betri. Annars verður þú
að taka meö í reikninginn aö ég hef að-
eins séð þá leiki sem fram hafa farið
hér fyrir norðan.
„Nú ert þú gamall Þórsari. Hvemig
iístþéráþina menn?
„Strákamir hafa verið dæmalausir
skussar uppi við mark andstæðingsins.
Þá vil ég fá Þorstein Olafsson í markið.
Þaö myndi aö mínum dómi breyta öll
Gunnar Austfjörð, vamarmaðunnn
sterki hér ó árum áður með ÍBA og
Þór.
DV-mynd JBH/Akureyri.
um leik liðsins. Þá virðist það há liðinu
að nokkrir af leikmönnum liðsins virð-
ast ekki vera í nægilega góðri æfingu
og nefni ég þar Áma Stefánsson sem
dæmi. Hann á að geta gert betur. Árni
hefur verið viö nám syðra en er nú
kominn hingaö norður og þá ætti þetta
allt að lagast,” sagði Gunnar Aust-
fjörð.
—SK.
Góðan dag, góðir les-
endur. Þá erum við að
hugsa um að kynna fyr-
ir ykkur lið KA í sum-
ar. DV brá undir sig
betri fætinum og Akur-
eyri varð fyrir valinu.
Lið KA hefur oft sýnt
góða knattspymu og
eins hefur leikur liðsins
oft dottið langt niður. í
liðinu em margir
snjallir leikmenn og
fljótir era þeir, það
hafa andstæðingar
þeirra fengið að reyna í
þeim leikjum sem liðið
hefur nú þegar leikið í
sumar. Erfitt er að
segja fyrir um stöðu
liðsins að mótinu loknu
en það kæmi ekki
mörgum á óvart þótt
liðið hafnaði í efri hluta
deildarinnar.
Um næstu helgi
kynnum við lið Fram.
—SK.
KA Akureyri—KA Akureyri—KA Akureyri—KA Akureyri