Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Blaðsíða 33
33' Buffalo Wayne kántrikappi frá Lúxemborg tekur lagið i Stúdiói Stemmu ásamt aðstoðarmönnum sinum. Frá vinstri: Sigurður Rúnar Jónsson, Björn Thoroddsen, Skúli Svavarsson, Buffalo Wayne og Pétur Hjaltested. Ásgeir Óskarsson trommari sést ekki enda skyggir kántristjarnan á hann. o V-mynd EÓ. Claude Weber alias Buffalo Wayne f rá Lúxemborg: BRÉFTIL ÞORÐAR FRÆNDA — bók Úlfars Þormóðssonar komin út Fáskrúðsfjörður: Mikið um að vera á sjómannadaginn Kántrítónlist frá Lúixemborg tekin upp á Islandi meö íslenskum hljóö- færaleikurum. Hljómar ótrúlega. Engu aö síöur satt. Buffalo Wayne er hann kallaður, heitir raunverulega Claude Weber en eins og allir sjá gengur slíkt nafn ekki á kántrísöngvara. Hann lítur út eins og amerískur kántrísöngvari en vill samt ekki stæla ameríska kántrísöngvara. Hann talar ensku með amerískum hreim. — Eg hef mikiö verið í Bandaríkjun- um og spilað víöa, er einmitt aö koma þaðan eftir tveggja mánaöa dvöi, segir hann. Hingaö til lands er hann kominn til að taka upp lög á sína fyrstu breið- skífu. — Ég kom fyrst hingaö til Islands í fyrra og hélt hér nokkra tónleika í boöi Flugleiöa og Feröamálaráös. I leiöinni tók ég upp nokkur lög í Stúdíói Stemmu og líkaði svo vel að ég ákvaö aö koma aftur. Og nú er hann aö taka upp fleiri lög í Stúdíói Stemmu og nýtur aðstoöar nokkurra valinkunnra íslenskra hljóö- færaleikara. Það eru þeir Ásgeir Oskarsson. trommuleikari, Bjöm Thoroddsen gítarleikari, Pétur Hjaltested hljómborösleikari, Skúli Svavarsson bassaleikari og Siguröur Rúnar Jónsson, alias Diddi fiöla, sem leikur aö sjálfsögöu á fiölu en á ýmis- legt fleira líka. Diddi sér aukinheldur um upptökustjórn og útsetur lögin ásamt Buffalo Wayne. Upptökumaöur er Sveinn Ölafsson. Og fleiri koma viö sögu, þær Jóhanna G. Linnet og Ing- veldur Olafsdóttir syngja bakraddir á plötunni. — Ég hef verið í stúdíóum víöa um heim en hvergi fundið jafngóöan og hressan anda og hér hjá Didda, segir Buffalo Wayne. — Drengurinn er snillingur, þaö fer ekki á milli mála, bætir hann viö. Evrópskt kántrí En þaö er fleira sem dregur Buffalo Wayne hingaö. Hann er að reyna aö gera kántrítónlist sem byggir á hefö- bundinni amerískri kántrítónlist en á samt aö hljóma öömvísi en sú ameríska. — Ég vil gera evrópska kántrítón- list, segirhann. Og aö þeirri reynslu fenginni vestan- hafs aö öll kántrítónlist hljómaöi svo Úlfar Þormóðsson hefur nú gefiö út nýja bók, „Bréf til Þórðar frænda, meö vinsamlegum ábendingum til saksókn- arans”. „Viö erum báðir úr Skagafirði og þar hefur ýmislegt gerst sem ekki er skráð í kirkjubækur,” sagöi Ulfar þegar hann var inntur eftir skyldleika sínum viö Þórö Björnsson ríkissak- sóknara. „Þetta bréf á ekki eingöngu erindi viö Þórö. Ef svo heföi verið heföi ég stungiö því í umslag og sent honum,” sagöi Ulfar. „Þetta eru vangaveltur mínar meðan ég beið eftir dómi út af Spegilsmálinu. Eg er aö velta fyrir mér ýmsum málum sem hafa dottið upp fyrir, ýmsum vandamálum, eins og hálförvæntingarfullum klámhundi og guölastara sæmir. Ulfar er sjálfur útgefandi bókarinn- ar og hyggst selja hana næstu daga á torgum og þar sem menn eru líklegir til aö safnast saman. „Eg fékk ekki útgefanda aö bókinni og varö aö f jármagna hana sjálfur. Ég legg mikla áherslu á aö selja hana sem fyrst því aö ég get búist viö aö frændi geri hana upptæka þegar hann hefur lesið hana. Ég hef þó dálítinn tíma til stefnu, hann er ekki hraðlæs karlinn, eins og dæmin sanna,” og þar meö heldur Ulfar Þormóösson út til aö selja bókinaá Lækjartorgi. / gær stóð Úlfar Þormóðsson á Lækjartorgi og seldi grimmt Bréf Þórðar frænda og áritaði. Frá Ægi Kristinssyni, fréttaritara DV á Fáskrúðsfirði: Hátíðardagskrá sjómannadagsins á Fáskrúösfiröi hófst kl. 9 á sjómanna- dag meö siglingu skipa um fjöröinn og var þar margt um manninn. Kl. 11 messaði sóknarpresturinn í Fáskrúösfjaröarkirkju. Eftir messu var afhjúpaður minnisvaröi um drukknaöa Fáskrúösfirðinga. Minnis- varöann afhjúpaöi Svanhvít Guö- mundsdóttir frá Þórshamri. Aöal- hvatamaður aö byggingu minnisvarö- ans var séra Þorleifur Kjartan Krist- mundsson, sóknarprestur á Kolfreyju- staö. Fé til byggingar minnisvaröans, sem er úr austfirskum gabbrósteini úr Hornafirði, en krossmynd og tákn úr blágrýti, var gefiö af áhöfnum Hoffells SU—80, LjósafellsSU—70; Lionsklúbbi Fáskrúðsfjarðar, varasjóði sparisjóös Fáskrúösf jaröar, UMF: Leikni, Verkalýös- og sjómannafélagi Fá- skrúösfjarðar og Birgi Ágústssyni frá Biæðraborg sem gaf álitlega upphæö. Var minnisvarðanum valinn staöur viö suðurhlið Fáskrúösfjaröarkirkju. Minnisvarðinn er gerður af Steiniöj- unni í Kópavogi en er ekki alveg fullbú- inn. Eftir hádegi hófst skemmtun viö höfnina. Þar flutti Agnar Jónsson há- tíöarræðu, síöan hófst kappróöur og hinn vinsæli plankaslagur og skemmtu menn sér vel þegar ein hetjan sem i sjónum lenti kom meö nærbuxurnar á hælunum úr sjónum. I kappróöri sigraði sveit Kára Jóns- sonar aö venju og hlaut bikarinn sem nú er keppt uin í annað sinn, en sveitin hefur veriö nær ósigrandi á undanförn- um árum, hefur sigraö alls átta sinn- um og unnið sér til eignar tvo bikara og ætlar að tryggja sér bikarinn til eignar á næsta ári. I kappróðri kvenna sigraði sveit Pól- arsíldar h/f. A íþróttavellinum var keppt í knattspyrnu, landsmenn unnu sjómenn, ógiftar konur unnu giftar. Síðan var kaffisala i Skrúö. Unglinga- dansleikur hófst í Skrúö kl. 18 og sá hljómsveitin Upplyfting um aö allir skemmtu sér. Um kvöldið buðu áhafnir Ljósafells og Hoffells eiginkonum og kærustum til matarveislu í félagsheimilinu Skrúö. Þar var ýmislegt sér til gainans gert sagðir brandarar og togarakvart- ettinn söng viö góöar undirtektir veislugesta. Kl. 22 hófst almennur dansleikur í félagsheimilinu og sóttu liann um 300 manns. Hljómsveitin Upplyfting lék á dansleiknum sem var hinn fjörugasti. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra flutti ræöu á dansleiknum og afhenti síöan verðlaun þau sem unnið var til fyrr um daginn. D.V. Ægir Kristinsson, Fáskrúösfirði Svanhvit Guðmundsdóttir afhjúpar minnisvarða um drukknaða Fáskrúðsfirðinga á sjómannadaginn. Buffalo „strýkur"hálsinn og Ásgeir er úti undir vegg. aö segja eins og amerískir kántrítón- listarmenn lentu ósjálfrátt í sama gamla farinu ákvaö Buffalo Wayne aö taka plötu sína upp þar sem kántrítón- list á sér engar heföir og tónlistarmenn ekki fastir í gömlum töktum. — Mér likar alveg geysilega vel aö starfa meö þessu fólki hérna og ég er viss um aö ég finn hvergi betri staö til að taka plötuna upp en hér í Stemmu. Munurinn á því að taka upp hér og í Bandaríkjunum er sá aö hér ræö ég meira yfir hljóðfæraleikurunum og þeir hlusta meira á mig. Og þannig er auðveldara aö fá þann blæ á tónlistina semégvil hafa. Tískuteiknari Buffalo Wayne hefur leikið kántrí- tónlist frá unga aldri. Hún er þó ekki hans eina lifibrauö því hann er jafn- framt tískuteiknari og stundar þá vinnu í París. Tónlistin hefur á undan- fömum árum sífellt tekiö meira af tíma tískuteiknarans en með fullu samþykki hans. — Eftir aö mér tókst aö skapa mér nafn sem kántrísöngvari bæði heima í Lúxemborg og í Belgíu og Þýskalandi var það engin spuming aö leggja meiri áherslu á tónlistina. Ég hef þó alls ekki sagt skilið viö tískuteiknarann. Er þú, lesandi góöur, lest þetta, er Buffalo Wayne horfinn af landi brott í þetta sinn en hann hefurhug áaökoma aftur einn góöan veðurdag. Næst á dagskránni hjá honum er hljómleika- ferö um Þýskaland og síöan ætlar hann aö koma fram á útihljómleikahátíðum sem haldnar eru víöa um Evrópu um sumartímann. Aö því loknu ætlar hann aftur til Bandaríkjanna því eins og alla góða kántrítónlistarmenn dreymir Buffalo Wayne um aö veröa þekktur í föðurlandi kántrítónlistarinnar. -SþS. TEKUR UPP KÁNTRÍ- TÓNLIST Á ÍSLANDI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.