Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Page 14
14 Skeljungsbúðin< ÍSSKÁPAR FYRIR 12V, 220V, OG GAS ERU FYRIRLIGGJAIMDI SíÖumúla33 simar 81722 og 38125 ITT Ideal Color 3304, -íjárfesting í gæöum á stórlækkuöu veröi. ITT Vegna sérsamninga við ITT verksmiðjurnar í Vestur Þýskaíandi, hefur okkur tekist að fá takmarkað magn af 20" litasjónvörpum á stórlækkuðu verði. VERÐ A 20" ITT LITASJÓNVARPI STÆR. Sambærileg tæki fást ekki ódýrari ITT er fjárfesting í gæðum. SKIPHOLTI 7 • SIMAR 20080 & 26800 MtprrvrflT. r? HHOAniTVtÁM vn DV. MÁNUDAGUR 25. JUNI1984. Menning Menning Menning LIFANDILEIR Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Um sýningu Leirlistar- félagsins í Listasafni ASÍ Þaö er merkileg staöreynd að land, sem á sér engan brúklegan keramík- leir, skuli engu aö síöur geta státaö af næstum hálfrar aldar gamalli leir- listarhefö. Svo er fyrir aö þakka elju og útsjónarsemi nokkurra fram- sýnna einstaklinga sem lögöu á sig að kenna Islendingum aö nota og meta ílát og leirmuni mörkuð list- rænu handbragði, í staö fjöldafram- leiddra iönaöarvara. Sá sem einu sinni hefur haft undir höndum skál eftir Jónínu Guönadóttur eða Hauk Dór tekur ekki til handargagns sál- arlausar kimur stórverslananna. En barátta handverksmanna hefur ver- ið löng og ströng, á köflum vonlítil. Upp úr síöara stríöi leit t.d. út fyrir aö verk frumherjanna, Guömundar frá Miödal og þeirra Gests og Rúnu, heföu verið unnin fyrir gýg, þar sem ódýr iðnaðarvara af ýmsu tagi flæddi yfir landiö. I kjölfar endurvakningar hand- verksgildanna og uppgangs stúdíó- hreyfingarinnar í hinum vestræna heimi í byrjun sjöunda áratugarins, fóru íslenskir leirlistarmenn aftur aö láta að sér kveöa og varð fordæmi Ragnars Kjartanssonar mörgum þeirra aflvaki. Allar götur síðan hef- ur leirlistin veriö traust í sessi á landinu og hefur blómi hennar aldrei verið meiri en nú. Starfandi leirlist- armenn fylla nú annan tuginn og von er á fleirum úr listaskólum, innlend- um sem erlendum. Sýning Leirlistarfélagsins, ,,Líf í leir”, sem haldin er í Listasafni ASI, endurspeglar þessa grósku. Aö vísu hefði hún haft á sér sterkara og heil- legra yfirbragö ef verk þeirra Hauks Dór og Kólbrúnar Björgólfs- dóttur heföu fengist til hennar, en ágæt sýning á litskyggnum bætir úr skák. Vítt svið Heiðursgestur sýningarinnar er svo nestor leirlistarmanna, Ragnar Kjartansson, en rúm tylft verka hans frá tímabilinu 1957—1967 er meö því fyrsta sem sýningargestur- inn rekur augun í. Leirlist Ragnars hefur ævinlega spannað vítt sviö, bæði í formmyndum og skreytingu, Fyrstu hraunhlutirnir eftir Ragnar Kjartansson. allt frá þungum og mikilúðlegum ilátum til fínlegra stilka, eftir þeim efnivið sem hann haföi undir höndum hverju sinni og hræringum í mynd- list samtímans. Því miður eru ein- stakir munir hans hér ekki tímasett- ir, sem gerir áhorfandanum erfitt fyrir að rekja þá þróun sem á sér staö í þeim. Þess er t.d. ekki getið í annars prýðilegri skrá sýnmgarinn- ar, sem Ragnar yröi sjálfur fýrstur til aö samsinna, aö leirlist hans tók stakkaskiptum við samstarf þeirra Diter Rots 1959—60. Keramíktilraun- ir Diters heföu einnig verðskuldað umgetningu í skránni. Rétt er aö geta þess í leiöinni aö sýning þeirra Ragnars og Diters í Asmundarsal var haldin 1960 — ekki 1961, eins og skráin hermir. Fiskar á þurru Þegar litið er yfir afganginn af sýningunni viröist hún skiptast nokkuð skýrt í tvennt. Annars vegar er keramík ílátsins, hins vegar er skúlptúrkeramík af ýmsu tagi. Miöja vegu standa svo gripir Gests Þor- grímssonar sem bæöi eru fígúratíf minni og ílát. þótt formgildi þeirra sé oftast mikilvægara en ,,notagildið”. Annars er nýtingarhugtakiö ansi teygjanlegt. Eg tel mig t.d. hafa full not af góöri skúlptúrkeramík þótt ég geri ekki annað en horfa á og hand- leika slík verk. Ekki er því aö neita að margir leirlistarmenn, utan sýningarinnar sem innan, ráða misjafnlega viö frjálsa formgerð. Sumir þeirra eru eins og fiskar á þurru landi er þeir hverfa frá hinu sígilda íláti og taka til viö aö keppa viö myndhöggvara. Ég held t.d. aö Edda Oskarsdóttir sé bæði meö rangar hugmyndir og rangan efniviö þar sem hún reynir að vekja dormandi Islendinga til póli- tískrar meðvitundar. Mér þykir líka ofhlæði einum of stór þáttur í tillög- um Steinunnar Marteinsdóttur að veggskreytingu fyrir Póst og síma. Umbreyting á grunnformi Hins vegar er hin óbeina skírskot- un í verkum Jónu Guövaröardóttur ótrúlega áleitin, ekki síst þar sem hún fer hönd í glófa meö þroskuðu formskyni. Verk Borghildar Oskars- dóttur mundu einnig sóma sér vel innan um hinn nýja og ágenga skúlp- túr sem þróast hefur viö hlið málara- listarinnar. Leirskúlptúr Eh'sabetar Haraldsdóttur heldur einnig þeún dampi sem einkennt hefur verk lista- konunnar frá upphafi. Lífræn og munaðarfull formgerö helst þar í hendur viö innilega kímni. Verk Jón- ínu Guönadóttur þykja mér einum of einhæf. Endurnýjun eöa umbreyting grunnforms hefur þar vikið fyrir smávægilegum tilraunum með ólík efni og áferö. Sóley Eiríksdóttir ber á þessum vettvangi höfuö og herðar yfir þá leirlistarmenn sem láta hiö sigilda ílát aga sig. Skálar hennar eru ílát sem kalla á handfjötlun og glóandi epli, og gera manni um leið bilt viö. Utan á þeim og innan í þeim eru furðuverur sem gera sig þar heima- komnar. Áhorfandinn nálgast skálar Sóleyjar meö tilhlýöilegri varúö, a.m.k. þangað til hann skynjar bros- ið í augnakrókum andanna i þeim. AI ONKYO R) GÆÐATÆKI Slmi (96) 23626 Glerárgötu 32 • Akureyri Týsgata 1. Pösthólf 1071.121 Reykjavik. Simar 10450 & 20610. SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN® Síðumúlo 2 — Simor 39090, verslun og 39091, verkstaeði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.