Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Síða 20
20 DV. MÁNUDAGUR 25. JUNI1984. Nú er ástæða til að endurnýja baðblöndunartækið og fá hitastillf"7JU^^í staðinn = HEÐINN = ______SELJAVEGl 2, SÍMI 24260 Þeir Halldór Ulfarsson og Hjörleifur Hilmarsson á fleygiferð á siðustu sérleiðinni i Dalarallinu. A þessari sérleið, sem er Berserkjahraun i nágrenni Stykkishólms, tókst þeim að tryggja sér sigur eftir tvísýna keppni. Mynd ÓG DALARALL1984 SíÖumúla33 simar 81722 og 38125 - HALLDÓR ÚLFARSSON 0G HJÖRLEIFUR HILMARSSON Á T0Y0TA C0R0LLA SIGRUÐU Fyrsta rallkeppnin sem haldin er á Snæfellsnesi var haldin dagana 15. og 16. júní síðastliðinn. Það var Dalarall 1984 sem Bifreiöaíþróttaklúbbur Reykjavíkur og Bifreiðaíþróttaklúbb- ur Olafsvíkur stóöu að í sameiningu. Keppnin, sem hófst við Dalabúð í Búð- ardal, átti upphaflega að vera 890 km löng en þar sem Kaldidalur var ófær styttist keppnisleiöin um 150 km. Var því keppt á 23 sérleiðum sem alls voru um200kmaðlengd. Keppnin hófst síðdegis föstudaginn 15. júní og var í fyrri áfanga ekið um Dali og yfir í Borgarf jörð þar sem ekn- ar voru sérleiðir um Svartagil, Hest- háis, Bæ og Bröttubrekku, sem nú var ekin sem sérleiö í fyrsta sinn. Eftir tveggja tíma hvíld í Búðardal var síð- an ekiö út á Snæfelisnes þar sem leiöir um Berserkjahraun, Kerlingarskarð og Utnesveg voru eknar ásamt tveimur styttri leiðum og voru þær allar eknar tvisvar. Keppninni lauk við Dalabúð umkl. 15 laugardaginn 16. júni. 15 bílar hófu keppnina og 8 komust í mark. Aðallega voru það smærri bilan- ir sem ollu því að keppendur heltust úr lestinni en einn fór á kaf í á og fékk vatn inn á vélina. Það voru þeir Oskar F. Jónsson og Þorvaldur Jensson sem óku Renault bíl þeim sem þeú- bræður Omar og Jón Ragnarssynir óku áður. Oskar, sem er nýbyrjaður í rallakstri, hefur sýnt mikla leikni í akstri á Renaultinum og var því miður að hann fékk ekki tækifæri í Dalarallinu að sýna betur hvað í honum býr. Mikil barátta stóö um fyrstu þrjú sætin í keppninni sem sést best á því að einungis rúm mínúta skildi að fýrsta og þriðja bíl og réðust úrsiitin ekki fyrr en á síðustu sérleiðinni. Lengst af höfðu Halldór Ulfarsson og Hjörleifur Hilm- arsson forystuna en undir lokin voru þeir bræður Omar og Jón fyrstir, en á síðustu sérleiðinni ók Omar full utar- lega í kantinn og sprengdi afturdekk á Toyota bíl þeirra bræðra. Við það náðu Halldór og Hjörleifur aftur forystunni. Þeir Birgir Þór Bragason og Eiríkur Friðriksson á Ford Escort voru álitnir sigurstranglegastir í upphafi keppn- rnnar en þeir urðu fyrir því óláni að festa bílinn í á í upphafi keppninnar og þeim tókst ekki að vinna sig ofar en í þriðja sætið aö þessu sinni. Urslit í Dalaralli 1984 urðu því sem hérsegir: 1. Halldór Ulfarsson og Hjörleifur Hilmarsson, Toyota Corolla, 16:11 mínútur í ref sistig. 2. Omar Ragnarsson og Jón Ragnars- son, Toyota Corolla, 16:33 mínútur í refsistig. 3. Birgir Þór Bragason og Eiríkur Friðriksson, Ford Escort, 17:46 mínút- urírefsistig. 4. Guðni Amarson og Haildór Sigdórs- son,Saab99,19:05mínúturírefsistig. 5. Auöunn Þorsteinsson ogSteingrímur Ingason, Ford Escort, 28:25 mínútur í refsistig. Kristján Halldórsson og Gunnlaug- ur Björnsson urðu fyrir þvi óhappi að velta BMW bíl sinum yst á Snæ- fellsnesi. 6. Auðunn B. Olafsson og Haukur Sig- urðarson, Opel Manta, 33:05 mínútur í refsistig. 7. Kritján Halldórsson og Gunnlaugur Bjömsson, BMW, 50:32 mínútur í refsistig. 8. öm Ingólfsson (Dali) og Halldór Arnarsson, Trabant, 50:52 mínútur í refsistig. I sveitakeppninni sigraði sveit Bíla- ryðvarnar en allir þrir fyrstu bílarnir voru í þeirri sveit. Þeir Auöunn B. Olafsson og Haukur Sigurðarson hlutu jafnframt viðurkenningu sem kepp- endur sjálfir veita fyrir góðan íþrótta- anda og Stokkfiskur hf. gefur til minn- ingar um Hafstein Hauksson rallöku- mann sem fórst í keppni erlendis á þessu ári. Ólafur Guðmundsson. K0NUR Á ÖLLUM ALDRI ATHUGIÐ Vinnum allt í sambandi viö hár meó vörum sem eru viðurkenndar um allan heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.