Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1984, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1984, Síða 2
2 Það er dýrt að fljúga til sólarlanda frá Íslandi þótt enginn viti i raun hvers vegna. Margir verða þvi að neita sér um þá ánægju þó að sárt sé eins og t.d. þessi fjölskylda sem reyndi að komast i Spanar- stemmningu i rigningunni i Reykjavík. Það er ekki rauðvin á borðum og hvað þá grísaveisla á næsta horni. Bananar og mjólk verða að nægja ogjógúrt handa bömunum. DV-mynd Kristján Ari. Sólarlandaferðirnar hitamál í nýjum skilningi: Magnús Oddsson, Arnarflugi: Við semjum ekki yfir koníaksglasi „Það er alrangt að við hittumst og semjum um verð á leiguflugi til sólar- landa yfir koniaksglasi eins og sumir vilja halda fram,” sagði Magnús Oddsson hjá Arnarflugi. „Ef tilboð okkar um sætaverö eru svipuð er ekki hægt að skýra það með öðru en tilvilj- un.” Magnús kvað útilokað aö flugfélögin gætu lækkað tilboð sin um 30% eins og ferðaskrifstof umenn hafa haldið fram, til þess væru flugtímar á þessum markaði of fáir. „Með minni þjónustu gætum við lækkaö okkur um 9% og enn um önnur 4% með því að fljúga á nætumar. En ég vil taka það fram að við erum stöðugt að fá leiguflug erlendis og þar bjóðum við síst lægra verð en hér heima,” sagði Magnús. -EIR. SUKKAÐ MED SÓLARFERDIRNAR Sólarlandaferðir eru orðnar hitamál Ljóst er að ef staöhæfingar ferða- hefur samkeppnislöggjöfin verið í öðrum skilningi en þeim að sólin sé skrifstofumanna um samráð flugfélag- brotin. heitari á Spáni en hér heima á Islandi. arma um verð á leiguflugi standast þá -EIR. Útreikningar fjölmiðla og nú síðast Verðlagsstofnunarinnar sýna svo ekki verður um villst að Islendingar greiða hærra verð fyrir sólarlandaferðir en aðrar þjóðir, yfirleitt helmingi hærra. I beinni útsendingu í sjónvaipinu var málið tekið fyrir, könnun Verðlagsstofii- unar kynnt og forráðamenn ferða- og flugfélaga deildu um hvort sólarlanda- farar ættu aö borða þriréttað um borð í flugvélum á leið suður á bóginn eða þá láta sér nægja tebolla og kexbita. For- maður Neytendasamtakanna vildi aftur á móti fá að vita hvernig það mætti vera að með því að fljúga á ódýr- asta flugfari frá landinu og síðan með erlendri ferðaskrifstofu til sólarianda væri hægt að komast af með minna fé en venjulegur sólarlandapakki kostar hjá Úrvali, Útsýn, Samvinnuferðum og öðrum sem stunda sólariandaviðskipti hér á landi. Fátt var um svör en eftir því sem leið á útsendinguna hölluðust menn aö því aö leiguflug islensku flugfélaganna væri of dýrt og tilboð erlendra flugfé- laga um sambærilegt flug lægi á borð- um ferðaskrif stofa og væri það yf irleitt 30% lægra en tilboö þeirra islensku. I DV í gær segir svo Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferöa, aö ýmislegt bendi til þess að Flugleiðir og Amarflug komi sér saman um á hvaða verði skuli selja leiguflugiö þvi að þeir óttist enga samkeppni á því sviði. Ef flugfélögin slá ekki af verði sinu muni ferðaskrifstofa sín sjá sig tilneydda til að beina viöskiptum sinum hvað varöar leiguflug til útlanda. Undir þaö taka aðrir ferðaskrifstof umenn. Spánn, Costa del Sol, Torremolinos, Santa Clara í 2 vikur: Útsýn Spies (Khöfn) Brottför/verð brottför/verð Verðmunur i % 6. júni, 20.805 7. júní, 9.420 103,2% 18. júlí, 21.945 17. júlí, 13.023 63,0% 22. ágúst, 21.945 21. ágúst, 10.386 111,3% • Júgóslavía, Dubrovnik, Hotel Libertas, dvöl í 2 vikur 1/2 fæði: Samvinnuferðir Vingreiser (Osló) brottför/verð brottför/verð Verðmunur í % 5. júní, 22.600 2. júni, 12.093 86,9% 17. júlí, 25.300 14. júli, 16.257 55,6% 21. ágúst, 24.100 18. ágúst, 12.093 99,3% • Spánn, Ibiza, Rialto Fiugeretas, þrjár vikur, tveir íbúð: Úrval Spies brottför/verð brottför/verð Verðmunur i % 28. maí, 24.472 28. maí, 9.068 169,9% 11. júlí, 23.552 9. júlí, 13.170 78,8% 22. ágúst, 25.852 20. ágúst, 9.947 159,9% Helgi Jóhannsson, Sam- vinnuf erdir/ Landsýn: Flugfélögin verða að lækka verðið „Nú verða flugfélögin að lækka verð- ið á leigufluginu, ef ekki þá færast þessi viðskipti út úr landinu,” sagði Helgi Jóhannsson hjá Samvinnuferð- um/Landsýn og bætti því við að sú lækkun yrði að vera veruleg. „Við er- um með tilboð í Júgóslaviuflug sem er 30% undir verði íslensku flugfélaganna og það stendur. Þau viðskipti hæfust þá strax á næsta ári. ” I fréttum DV í gær var eftir Helga haft aö tilboð íslensku flugfélaganna um leiguflug væru svo grunsamlega áþekk að engu væri líkara en forráða- menn þeirra kæmu sér saman um verð fyrirfram. -EIR. Jón Magnússon, formaður Neytendasamtakanna: Er okrið not- að til niður- greiðslna? „Eg veit ekkert um það hvort flug- félögin koma sér saman um verð á leiguflugi en staöhæfingar ferðaskrif- stofumanna þar að lútandi benda til aö einhvers staðar sé maökur í mysunni. Þeir eiga jú að vita manna best út á hvað þetta gengur,” sagði Jón Magnússon, formaður Neytendasam- takanna. „Aftur á móti er Ijóst að ef þannig er í pottinn búið þá krefst málið rannsóknar og það strax.” Jón Magnússon sagði ennfremur að ekki þyrfti aö búast við mikilli sam- keppni á milli Flugleiða og Arnarflugs varðandi tilboð um hagstætt leiguflug eöa flug yfirieitt, til þess væru félögin allt of tengd. „Á meðan f jármálastjóri Flugleiða situr í stjóm Arnarflugs þarf ekki að búast við miklum átökum,” sagði Jón, „en það væri gaman að vita hvað félögin eru að niðurgreiða með þviaöokra á sólarlandaferöum.” -EK Böðvar Valgeirsson, ferðaskrifstofan Atlantik: Flugfélögin skammta okkur verðið „Eg þori að fullyrða að flugfélögin skammta okkur verðið á leigufluginu og þaö gætu þau ekki gert nema ákvarða það í sameiningu. Enda hefur verið erfltt að semja við þau,” sagði Böðvar Valgeirsson, framkvæmda- stjóri ferðaskrifstofunnar Atlantik, að- spurður um sukkið með sólarlanda- ferðirnar. „Menn geta spurt sig þeirr- ar spumingar hvernig á því standi að tilboð Flugleiða og Arnarflugs séu yflr- leitt alltaf samhljóða.” Böðvar sagði það skyldu allra ferða- skrifstofa að leita hagstæðustu kjara fyrir viðskiptavini sína og ef þeir möguleikar fyrirfyndust ekki innan- lands yrði að leita út fýrir landstein- ana. ,Jíf ég fengi tilboð um ódýrara leiguflug en islensku flugfélögin bjóða þá teldi ég ekki forsvaranlegt að hafna því ef það gæti orðið til að lækka vtrð á sólarlandaferðiun,” sagði Böðvar og bætti því við að 10% lægra tilboð frá útlendingum réttlætti fullkomlega að leiguflugsviöskiptin yrðu flutt úr landi. -EK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.