Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1984, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1984, Page 8
8 DV. FIMMTUDAGUR19. JULl 1984. Útlönd Útlönd Útlönd j Útlönd Útlönd Bretar og Argentínumenn: VIÐRÆÐUR UM FALKLANDSEYJAR Fulltrúar Breta og Argentínu- manna hófu í gær viðræður um deilu- mál þjóðanna sem risu í kjölfar Falklandseyjastríðsins. Viðræðum- ar fara fram í Bern í Sviss. Fulltrúamir hittust í gærkvöldi og áttu saman nokkurra klukkustunda fund. Lítið er vitað um árangur af þeim fundi. Talsmaður bresku sendinefndar- innar sagði í gær viö fréttamenn að Bretar hefðu gert Argentínumönnum þaö ljóst að þeir væru ekki til viö- ræðu um að Bretar færu frá Falklandseyjum. Fréttaskýrendur telja að þessi yfirlýsing Bretanna hafi valdið Argentínumönnum nokkmm vonbrigðum. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Gunnlaugur S. Gunnlaugsson Mikil eining ríkir nú á flokksþingi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum eftir að Gary Hart kvaðst mundu styðja Walter Mondale af heilum hug hljóti Mondale út- nefningu þingsins. Mondale útnefndur Frá Þóri Guðmundssyni, fréttaritara DV í San Francisco: Walter Mondale var í morgun út- nefndur forsetaefni Demókrataflokks- ins í Bandaríkjunum með miklum meirihluta atkvæða hér í San Francisco. Hann fékk hreinan meiri- hluta í fyrstu atkvæðagreiðslu. Atkvæði féllu þannig að Mondale fékk 2191 atkvæöi, Gary Hart fékk 1200,5 at- kvæði og Jesse Jackson fékk 465,5 at- kvæði. Til aö sigra í kosningunum þurfti Mondale atkvæði 1967 fulltrúa. Þegar úrslitin lágu fyrir viður- kenndi Gary Hart ósigur sinn og hvatti til einingar í baráttunni gegn Ronald Reagan forseta. Hart fékk aö láta ljós sitt skína í langri ræöu í gærkvöldi og var þaö síðasta tækifæri hans til að telja þingfulltrúa á að styöja sig. Það var til einskis eins og áður segir. Mondale hélt tveggja mínútna ræður strax eftir aö úrslitin lágu fyrir. Hafði hann undirbúiö ræðuna og uröu menn fyrir miklum vonbrigöum með hana. Mondale þakkaði stuðninginn og keppinautunum fyrir drengilega bar- áttu. Hann þakkaði einnig stuðnings- mönnum andstæöinga sinna og sagði aö erfitt væri aö tapa í slíkum kosningum og að hann hefði sjálfur fundið fyrir því áöur. Mondale þykir litlaus og slakur ræðumaður. Ræður hans þóttu ómerki- legar miðað við þær sem Cuomo, fylkisstjóri í New York, Gary Hart og Jesse Jackson héldu, en þeim þremur tókst aö skapa mikla stemmningu meðal þingfulltrúa. Mondale fékk að auki langminnst lófatakið. Sovéski bfllinn sendur heim Sovétmenn hafa ákveðið að senda vörubílinn, sem kyrrsettur var af svissneskum yfirvöldum, aftur heim til Sovétrikjanna. Yfirvöld í Sviss neituðu að fallast á að farmur vörubílsins félli undir sendi- ráðspóst og væri því friðhelgur. Hins vegar neituöu Sovétmenn svissneskum yfirvöldum um að skoða farm bílsins. Hefur vörubíllinn nú staðiö innsiglaður í eina viku fyrir utan sendiráö Sovét- ríkjanna í Genf. Farmur bílsins vó níu tonn og vakti strax grunsemdir svissnesku lögregl- unnar. Bandarík- in senda herlið til Vestur- Evrópu Rúmlega 17.000 bandarískir her- menn munu í sumar fljúga til Evrópu og taka þátt í heræfingum á vegum At- lantshafsbandalagsins. Tilgangur her- æfinganna er sá að sýna fram á styrk bandaríska hersins og getu hans til að vernda ríki Vestur-Evrópu gegn hugsanlegri innrás. Hér er um árlegar æfingar að ræða á vegum NATO og er þeim einnig ætlað að prófa samstarf hers og borgaralegra yfirvalda á neyðarstundu. I tilefni æfinganna munu Banda- ríkjamenn flytja 51.000 tonn af her- gögnum til Evrópu og hefur hluti út- búnaðarins aldrei sést í Evrópu fyrr. Æfingamar fara fram í ágúst og september. Fimm fangar strjúka Fimm menn særöust þegar sjö vopn- aðir fangar brutu sér leið út úr fangelsi í Barcelona á Spáni í fyrradag. Fangarnir yfirbuguðu verðina og særðu tvo menn sem voru við gæslu viö útidyr fangelsisins. Lögreglan skaut á fangana þegar þeir hlupu á brott frá fangelsinu og særðist einn fanganna. Auk þess særð- ust tveir vegfarendur í skotárásinni. Annar fangi náöist þar sem hann reyndi að stela bifreið. Fanginn sem særðist heitir Jose Aduardo og er frá Argentínu. Er hann sagður valdamikill í undirheimunum þar í landi. Samkvæmt heimildum lög- reglunnar heitir einn fanganna sem slapp Paul Abbato. Hann er talinn samstarfsmaður franska glæpafor- ingjans Raymonds Vaccarizi. Vaccarizi réð yfir harðsnúnum hópi glæpamanna í Frakklandi. Hann var skotinn til bana á laugardaginn. Vaccarizi dvaldist í þessu sama fang- elsi. Hann var skotinn til bana þegar hann var á tali við konu sína sem stóð fyrir neöan fangelsisgluggann. Til- ræðismaðurinn beið fyrir utan fangels- ið og þegar Vaccarizi teygði höfuöið út um gluggann var hann skotinn í enniö og lést samstundiS.* Bandaríkin: Byssumað- ur verður 20 manns að bana Hér sést sovéski geimfarinn Svetlana Savitskaya á æfingu fyrir sína fyrstu geim- ferð. SOVÉSK KONA í GEIMFERÐ Að minnsta kosti 20 létust og 20 særð- ust þegar maöur hóf skothríð á mat- sölustað í San Ysidro í Kalifomíu i Bandaríkjunum í gær. Lögreglan skaut byssumanninn til bana eftir einnar klukkustundar umsátur. Maðurinn var vopnaöur ísraelskri vél- byssu en ekki er vitað hvaða ástæðu hann hafði til að fremja þennan hroða- lega glæp. Matsölustaðurinn, sem maðurinn var staddur í, er hamborgarastaður i eigu McDonalds og er hann nálægt landamærum Bandaríkjanna og Mexícó. Morðinginn var 41 árs og hét James Huberty. Vitni segja að Huberty hafi verið klæddur í hermannaföt og aö hann hafi öskraö til lögreglunnar aö hann hafi drepiö þúsundir manna og ættir eftir að drepa fleiri þúsundir. Lögreglan kvað þetta vera ein hrylli- legustu fjöldamorð í sögu Bandaríkj- Sovétmenn hafa skotið á loft geim- fari og mun það heimsækja Salyut-7 geimstöðina. Meö geimfarinu er ein kona og er það í annaðsinn sem hún fer í geimferð. Heitir konan Svetlana Savitskaya og er 36 ára gömul, verk- fræöingur að mennt. Ennfremur eru tveir karlmenn um borð í geimfarinu, Vladimir Dzhanibekhov, 42 ára, og IgorVolk,47ára. Er ætlunin að geimfaramir heim- sæki félaga sína sem dvaliö hafa um borð í Salyut-7 geimstöðinni frá því í febrúar síðastliðnum. Geimfarið ber heitið Soyuz t-12 og flytur ýmsan tækni- búnað til geimstöövarinnar. Bæði Savitskaya og Dzhanibekhov hafa áður heimsótt Salyut-7 geimstöð- ina. Skotið á þingmann Þrír menn, vopnaðir byssum, særðu alvarlega hægri sinnaðan þingmann í E1 Salvador í gær. Þingmaðurinn heitir Jesus Alberto Villacorta og er 72 ára að aidri. Hann er þingmaður Arena flokksins. Villacorta var stadd- ur á veitingastað í San Salvador þegar mennirnir þrír ruddust þar inn og hófu skothríðina. Howe skorar á Reagan Geoffrey Howe, utanríkisráðherra retlands, skoraði í gær á Ronald eagan að berjast gegn hugmyndum 7i tollaverndanir og innflutningshöft. Aö undanfömu hefur þrýstingur ikist mjög á Reagan frá ýmsum igsmunahópum í Bandaríkjunum. álframleiðendur og framleiðendur í taiðnaöi leggja nú hart að Reagan að grípa til aðgerða til stuðnings innlendri framleiðslu og magnast kröfumar 'eftir þvi sem nær dregur kosningum í Bandaríkjunum en þær munu fara fram í nóvember næstkomandi. Howe sagði að ef Bandaríkjastjóm gripi til vemdaraðgerða gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir þróun efnahagsmála í heiminum. Howe benti á að innflutningstakmarkanir væm ráðstafanir sem í raun leystu engan vanda en gætu hins vegar skapað gífur- leg vandamál. Sir Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Bretlands, hvetur Bandarikjastjóm til að berjast gegn innflutningshöftum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.