Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1984, Side 16
16
DV. FIMMTUDAGUR19. JUU1984.
Spurningin I Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Ef þú færir til sólarlanda
á næstunni, hvort mynd-
irðu fara með felenskri
eða erlendri ferðaskrif-
stofu?
Ólafur Rafnsson:
Ég færi meö íslenskri ef ég gæti treyst á
gæöin.
Jón Krístinn Cortes tónlistarkennari:
Ef ég færi meö bömin meö þá myndi ég
fara með íslenskri skrifstofu, annars tæki
ég sénsinn á rauðum apex og færi meö er-
lendri ferðaskrifstofu.
Gunnar Bjamason bifvélavirki:
Ef ég hefði efni á aö fara í sólarlandaferö
þá færi ég meö erlendri feröaskrifstofu.
Drápsaðferðirnar á selum hafa jafnan vakið óhugnað hjá fóiki.
SELADRÁP
Guðrún Runólfsdóttir skrlfar:
Nýlega las ég litla grein í Morgun-
blaöinu þar sem greint var frá friö-
lýsingu selalátra í Austur- og Vestur-
Húnavatnssýslum. Þessi grein mun
hafa komiö frá sýslumanni Húnvetn-
inga. Samþykkt þessi mun hafa verið
gerð á manntalsþingum í vor og nær
til 13 jarða.
Þessi tilkynning gladdi mig mjög
og vil ég senda þeim sem að henni
stóðu hamingjuóskir og einlæga að-
dáun á þessu framtaki þeirra —
megi þeim allt gott af verða.
Ég las einnig í Velvakanda í gær,
miðvikudag 11. júlí, grein sem L.A.
skrifar (hann/hún hefði vel mátt,
greinarinnar vegna, skrifa undir
fullu nafni) um seladráp og reyndar
aðra veiðimennsku sem sögð er í
anda náttúrudýrkunar. Ég vil taka
undir hvert orð sem sagt var í þess-
ari grein og segi um leiö að það var
kominn tími til og meira en það aö
einhver léti sig þetta nógu varða til
aö láta i ljós skömm sina og and-
styggð á atferli þeirra sem þessa ið ju
stunda.
Þeir menn sem hlaupa um fjöll
skjótandi rjúpur og aðra fugla í nafni
þess að vera aö njóta náttúrunnar
eru hræsnarar. Þeir eru að fullnægja
annarri náttúru þaö er aö segja
þeirri löngun sinni aö drepa dýr en
einhverra hluta vegna eru þeir að
dylja þetta með því að bera því við
aö með þessu séu þeir aö „njóta nátt-
úrunnar”. Ef til vill, einhverstaöar
innst inni, skammast þeir sín fyrir
þaö sem þeir eru að gera. Ég vona að
svo sé því þá er ekki öll von úti á
meðan samviskan segir enn til sín.
Selveiöar þær sem stundaðar hafa
verið viö landiö nú undanfarin 2-3 ár
eru svartur blettur á þjóðinni og öll-
um sem að standa til mikillar
skammar. Ég tel viðkomandi ráð-
herra hafa sett stórlega niður við að
láta þetta viðgangast því það er and-
styggð hvemig hefur verið staðið aö
þessummálum.
Það að þeir sem telja sig hafa
„hagsmuna” að gæta geti tekið sig
saman og farið sínu fram í að út-
rýma sel við landið með þeim aöferð-
um sem þeir telja henta, án þess að
sjávarútvegsráðherra segi orð þar
um, er óskiljanlegt. Ríkja ekki nein
lög í þessu landi? Getur hver sá sem
vill gengið fram í því aö drepa dýr og
skemma náttúru landsins án þess að
orð sé um það sagt?
Því er gjarnan borið við að selur-
inn sýki fisk með hringormi. Þetta
hefur alls ekki verið sannaö og ég vil
hvetja til frekari rannsókna svo hægt
verði að sanna eða afsanna meö vis-
indalegum niðurstööum þessa full-
yrðingu margra. Ég vil aö þessar
niðurstöður liggi fyrir áður en ráðist
er á selinn og honum útrýmt. Eða
eru menn ef til vill hræddir við niður-
stöðumar? I öðru lagi hefur það
verið sagt aö selurinn éti feikn af
fiski. Er þar ekki mergurinn málsins
frá sjónarhomi selveiðimanna? Það
er sem sagt eftirsjá eftir fæðu selsins
sem er þeirra kvöl og grýlan um
hringorminn þjónar þeim tilgangi að
fá almenning á móti selnum. Ég hef
til dæmis lesið að ekki sé hringormur
í fiski við Grænland — og ég hef líka
lesið að þar sé mikið af sel.
Hvemig má þetta tvennt fara sam-
an?
Ég vil að lokum benda ykkur skot-
glöðu veiðimönnum á að það er vel
hægt að njóta náttúrunnar og útivist-
ar án þess að drepa dýrin sem á vegi
ykkar verða. Látið þau í friði og ég
lofa ykkur því að lifandi gefa þau
ykkur miklu sannari og dýpri gleði
og ánægju.
Guðnl Guðmundsson, vinnur hjá vega-
gerðinni:
Ég færi með íslenskri. Veljum íslenskt.
Smellur var það, heillin
Gunnar skrifar:
Að undanfömu hafa nokkur ágætis
íslensk nýyrði veriö að ryðja sér inn í
tungumálið og er það vel. Þessi orð eru
eitt eða tvö atkvæði og ekki samsett, en
slík orð, eins og hár-þvotta-lögur, eru
hreint og beint óþolandi. Það veldur
því að fólk notar frekar erlendu orðin
(sjampó) sem eru mun þjálli og auð-
veldari viðfangs.
Skrykkur er nýjasta orðið, notað fyr-
ir breakdansinn svokallaða. Nú hafa
útvarpsmenn rásar 2 auglýst eftir ný-
yrði yfir orðiö Hit-song, þ.e. lag sem
slær í gegn. Ekki ætla ég að koma meö
tillögu en vil eindregið lýsa stuðningi
mínum við tillöguna: smeUur. Þetta
er algjör smeUur eða nýjasti smeUur-
inn frá Wham!
Eiríkur Þórarinsson bakari:
Ég færi með þeim sem byði ódýrustu ferö-
ina.
Jón Ottó Rögnvaldsson, vinnur i BUa-
naustt:
ÆtU ég færi ekki bara meðlngólfi. Hann
var svo ægUega sniðugur í sjónvarps-
þættinum.
Breakdans
fyrir alla
— ekki bara þá svörtu eða Puerto Ricana
PDMKskrifar:
Ég hef áhuga á breakdansi en dansa
hann ekki sjálf. I grein Brands þann
12.7. ’84 (Islenskir skrykkir: Ekki einu
sinni hlægUega misheppnaöir) segir
orðrétt: „Á skemmtistaöarölti mínu
hef ég séð tU þessara tslendinga greyja
sem þykjast vera að framleiða skrykk.
Ég get ekki annað en vorkennt þessum
greyjum. Upp tU hópa eru þeir lélegir,
svo lélegir að þeir eru ekki einu sinni
fyndnir.
Hættið þessu bara, þeir sem geta
þetta eru svarta fólkið, það hefur þess-
ar hreyfingar innbyggðar og þarf að-
eins aö framkaUa þær á meðan hinir
rembast eins og rjúpa við staur og eru
ekki einu sinni hlægUega misheppnað-
ir.”
Ég vU benda höfundi þessa bréfs á aö
athuga hvaö hann er að skrifa áður en
hann sendir það. Þetta er tómt rugl.
Það er langt frá því að dansinn sé að-
eins ætlaöur svarta fólkinu og hafa má
í huga að þeir sem dansa í myndinni
Breakdance eru búnir að dansa break í
6-10 ár en Islendingar eru á fyrsta ári
og verð ég að segja eins og er að árang-
urinn er góöur á þessu fyrsta ári. Og
eftir 6-10 ár verða þeir ekki síðri því æf-
ingin skapar meistarann, ekki satt?
I viötaU við söngvarana og break-
dansarana svörtu í Break Machine
Hestarogmótorhjól:
Sínum
augum lítur
hverámállð
E.Þ. skrlfar:
I bréfi í DV þann 5.7. sl. lýsir Moto-
crossaðdáandi áhyggjum sinum vegna
þess að sett hefur verið upp girðing við
aðalæfingasvæði þeirra í Garðabæn-
um. Nær þessi girðing inn á braut
þeirra og segir hann að mikU óþægindi
og slysahætta fylgi þessari girðingu.
Sínum augum Utur hver á máUð. Þaö
er hestamannafélagið Andvari í
Garðabæ sem reisti þessa girðingu tU
að forða svæði sínu frá átroðningi mót-
orhjólakappanna. I fimm ár höfum við
þurft að þola átroöning þeirra og
meöal annars kom eitt sinn bUl inn á
svæðið og rótaði upp grasinu og að því
er virtist var þetta gert af ásettu ráði.
TU að foröast að svona hlutir endur-
tækju sig var þessi girðing sett upp.
segja þeir að breakdance sé fyrir aUa,
ekki bara þá svörtu eða Puerto
Ricana, það er yfir aUt hafið og skipta
þjóðflokkar og menning ekki máU.
Á þeim skemmtistöðum, þar sem ég
hef horft á breakdance, hafa alUr tekið
því mjög vel og oftast eru dansararnir
klappaðir upp og varla eru þeir klapp-
aðir upp fyrir að vera ekki einu sinni
hlægilega misheppnaðir.
Að lokum vU ég hvetja aUa breakara
tU að halda áfram svo æðið svokaUaöa
gangiekkiyfir.
Það er hljómsveitin Whaml sem á aðalsmellinn þessr dagana hór á iandi.
Orðiö er mun betra en önnur tiUaga málinu tU þess að hægt sé að nota það,
s.e?1 er slagur. Slagpr er.aUtof fast.í svosmeUurerþað,heUlin.....