Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1984, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1984, Síða 37
Gísli var ófeiminn við að sýna okkur ofan í nýja frystikistuna. Enda ekki að ástæðulausu þvi hún var full matar. Hér heldur Gisli á pottloki sem hann geymir væn fiskflök á. „Fiskur er góður," segir Gísli. Orfið hans Gísla er sterkleg járnstöng. „Ég hef átt þetta lengi og ætli ég fái mór nokkuð nýtt," segir hann. * . • . • ...: Sumir láta sér það nægja að Jafnvel hundurinn frá Selárdal, hann Vinur, fylgdist andaktugur með spýta á Ijáinn. En Gisli á Uppsöl- likt og aðrir gestir er Gisli brá Ijánum. um hafði hjá sér vatnsdall. og flestir vita. Hann sagðist þó spila lít- ið núna þvi hann ætti bara gamiar nót- ur og að sér hefði gengið erfiðlega að fá nýjar. Það væru helst kvæðalög sem hann hefði gaman af „en ef músOcin er góð þá er þaö alveg eins”, sagði hann. — Það var lagt til þín rafmagn í fyrravetur, Gisli. Heldurðu að þú fáir þér rafmagnsorgel? „Ætli ég geri það nokkuð. En raf- magnið er ágætt. Ég nota það til að elda. Ég kann vel við það og finnst það betra, nema ég hafi átt eldivið. Eg hef notað mó og hann er ekki góður.” — Styttir það ekki veturinn að hafa bjart inni? ,,Nei, það gerir það ekki. Það eru ekki björt ljós inni. Perur brotna. Það er betra að hafa olíulampa. En ég hef ljóslíka. — Hvaðfinnstþérbestviðrafmagn- ið? „Ætli það sé ekki frystikistan. Þaö er mesti munurinn við rafmagnið. Henni væri víst ómögulegt að bæta á þó ég hefði ekki rafmagn? Þær fást víst ekki meðrafhlöðum?” — Nei, viðhöfumekkiheyrtþað. „Það er nefnilega ekki. Viljið þið fá aðsjá kistuna?” Það var ekki laust við aö okkur þætti það forvitnilegt svo Gísli bjóst til að vísa okkur veginn heim að bænum. Hann virtist eitthvað óstyrkur er orf- inusleppti. — Hvernigerheilsan? „Hún er góð svoleiðis. Ég er slæmur í fótunum. Lúinn. Já, ég er ekki góð- ur.” — Þú ættir kannski að fara til læknis. „Nei. Eg fer held ég ekkert. Mig svimar oft. Hafa þeir meðul við því? Já, það held ég hljóti að vera. Ég er nú ekkert forvitinn um það. — Það sullar eitthvað í manni.” Það var ekki langur spölurinn að bænum og er inn í hann kom blasti við okkur hin myndarlegasta frystikista. „Þama er hún nú,” sagði Gísli og opnaði kistuna sem var full matar. „Það er gott að hafa hérna fisk og brauð. Hún er góð. Það syngur svona í henni,” sagði Gísli og vakti athygli okkar á lágu suði í frystikistunni. „Nú geymist maturinn betur. Það held ég nú. Það er betra en skemmt, mengað og úldið,” bætti hann svo við glettnis- lega. Við vildum ekki tef ja Gisla frekar en orðið var. Sláttur var hafinn. Við geng- um með honum að slægjunni þar sem orfið beið hans. Hann veifaði til okkar í kveðjuskyni og hóf síðan að bregða ljánum með sömu hægðinni og áður. Texti: Þórunn J. Hafstein Myndir: Gunnar V. Andrésson ISaTiH MJflMiTTWBHU U-l-m1 illIII H-I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.