Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1984, Síða 40
FRÉTTASKOTIÐ
687858
SÍMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku.
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Frjálst, óháö dagblað
FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1984.
Ingólfur Jóns-
son er látinn
Ingólfur Jónsson, fyrrverandi ráð-
herra, er látinn. Hann varð 75 ára
gamall, fæddist árið 1909. Ingólfur var
um langt skeið einn helsti forystu-
maður Sjálfstæðisflokksins. Hann var
kjörinn á þing árið 1942 og átti þar sæti
samfleytt til ársins 1971, fyrst fyrir
Rangæinga en frá 1959 fyrir Sunnlend-
inga. Ingólfur var viðskipta- og
iðnaðarráðherra 1953—1956 og land-
búnaðar- og samgönguráðherra frá
1959—1971.
Eftirlifandi kona Ingólfs Jónssonar
erEva Jónsdóttir. ás
Kísilmálmviðræðurnar:
Dow Corning
kemur aftur
Fulltrúar bandaríska fyrirtækisins
Dow Coming halda heim á leiö í dag
eftir fjögurra daga viðræður við
samninganefnd iðnaðarráðuneytisins
um kísilmálmvinnsluna.
„Þetta voru ánægjulegar viðræður,”
sagði Birgir Isleifur Gunnarsson, einn
nefndarmanna, í samtali við DV. „Viö
ætlum aö hittast aftur í lok sumars eða
íhaust.”
Dow Corning er stærsti notandi kísil-
málms í veröldinni. Fulltrúar fyrir-
tækisins voru að kanna möguleika á
eignaraöild að kísilmálmverksmiðj-
unni á Reyðarfirði og ræða samstarf
við Islendinga á sviði kísilmálmfram-
leiðslu. Einnig skoðuðu þeir jám-
blendiverksmiðjuna á Gmndartanga
og fóru í gær til Reyðarfjarðar til að
kynnast staðháttum þar.
-EA.
Char/es W. Parry, forstjóri A/coa,
stígur út úr einkaþotu fyrirtækisins á
Reykjavíkurfiugveiii.
D V-mynd: Kristján Ari.
Égvil
engu spá
— sagði forstjóri Alcoa
við komuna til landsins
Aðalforstjóri bandaríska stórfyrir-
tækisins Alcoa, Charles W. Parry, kom
til landsins í gær ásamt föruneytL Til-
gangur f erðarinnar er að ræöa viö full-
trúa islenska ríkisins um hugsanlega
þátttöku Alcoa í rekstri nýrrar álverk-
smiðjuhérálandL
„Eg vil engu spá um útkomuna,”
sagði Parry þegar DV hitti hann að
máli á Reykjavíkurflugvelli í gær.
„Þetta er í fyrsta skipti sem við
ræðumst við. Markmiðið er einfaldlega
að kynna Alcoa og kynnast Islandi. Við
eigum i viðræðum við fólk úti um allan
heim. Þetta er liður í þvL”
Forstjórinn kemur hingaö frá
Frakklandi. Hann hefur farið víða um
Evrópu að undanförnu, meðal annars
til Noregs þar sem Alcoa á 45% í
tveimur álverksmiðjum með Elkem-
Spiegelverket. Reyndar er Alcoa eitt
stærsta fy rirtæki sinnar tegundar, með
um 50 þúsund starfsmenn viöa um
heim.
Með Parry í förínni er aðstoðar-
maður hans, Vincent N. Scorson, og
konur þeirra beggja. Þau halda af
landibrottíkvöld. -EA.
Flokksstjórar
eru að segja
upp vinnu
— segir bæjarstjóri
Akureyrar um verkfall
íVinnuskólanum
Helgi Bergs, bæjarstjóri á Akureyri,
segist líta svo á að með þvi að koma
ekki tfl vinnu eftir helgina séu flokks-
stjórai Vinnuskólans að segja upp
störfum. Þeir boði ekki löglega til
verkfalls.
Bæjarráð Akureyrar mun í dag
fjalla um bréf sem flokksstjóramir
sendu bæjarstjóra fyrir einni viku. Þar
er farið fram á úrbætur í launamálum
og beðið um svar fyrir föstudag. Þeir
hafa sagst ekki ætla að mæta til vinnu
á mánudag verði ekki gengið að
kröfumþeirra. -JBH/Akureyri.
LOKI
Hart var að ve/ja Mortdale
— eða hvað?
TÍU FÉLÖG SAGT
UPP SAMNINGUM
— Dagsbrún ellefta
Borgarfógetamálið:
TVEIR JÁTA
Tveir menn hafa játað aðild sína að
bankabókastuldinum hjá Borgar-
fógetaembættinu. Annar þeirra, sem
situr í gæsluvarðhaldi, hefur játað að
hafa stolið bókunum og þriðji aðili,
sem ekki hefur setið inni, hefur játað
að hafa aöstoðað við að fylla út út-
tektarmiöa á bankareikningana.
Annar þeirra, sem nú situr í gæslu-
varðhaldi, hefur hins vegar neitað.
Að sögn Erlu Jónsdóttur, deildar-
stjóra hjá RLR, nær stuldurinn úr
bankabókunum allt aftur til ársbyr jun-
ar í ár. Hún sagði einnig hvaö varðaði
aöferðina, sem notuð var til að ná
bókunum, að sá, sem játað hefur,
hefði, vegna starfa síns sem lausráð-
inn starfsmaður embættisins, lykfl að
embættinu. -FRI
Abnennur félagsfundur í verka-
mannafélaginu Dagsbrún samþykkti
í gærkvöldi að fela stjóm og
trúnaöarmannaráði félagsins að
segja upp kaupliöum samninga frá
og meö 1. ágúst. Em samningar því
lausir 1. september.
Reiknað er með aö stjóm Dags-
brúnar tilkynni Vinnuveitendasam-
bandinu þessa ákvörðun fundarins
um helgina. Aö sögn Magnúsar
Gunnarssonar, framkvæmdastjóra
Vinnuveitendasambandsins, hafa tíu
verkalýðsfélög á landinu sagt upp
samningum til þessa. Dagsbrún yrði
væntanlega það ellefta. Magnús
sagði að Vinnuveitendasambandiö
hefði enn ekki boðað nein verkalýðs-
félög á sinn fund. Það yrði ekki gert
fyrreníágúst. ea
Hjónin Guðný Lára og Þórður Petersen sem senn halda tiiársvistar íóbyggðum.
DV-mynd: Einar Óiason.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
„Fegin að komast
burt úr stressinu”
— segja Guðný og Þórður Petersen, nýju
veðurathugunarmennirnir á Hveravöllum
„Við hræðumst ekki einangrunina,
höfum engar áhyggjur af hennL Viö
erum fegin að komast burt frá þessu
stressi.” Það er Guðný Petersen sem
mælir þessi orð en hún og eigin-
maður hennar, Þórður Petersen,
hafa ráðið sig tfl eins árs sem veður-
athugunarmenn á Hveravöllum. Þau
hjónin leysa af þau Jóhönnu Sigríði
Einarsdóttur og Olaf Jónsson sem
verið hafa á Hveravöllum í þrjú ár.
„Það má segja að þetta sé sjálf-
skipuð útlegö, það er ekki ætlast til
aö maður sé á neinu flandri þama
enda eins gott að vera við þvi að
veðurathuganir fara fram á þriggja
tima fresti allan sólarhringinn, allt
áriö um kring,” sagði Guðný.
Auk þess að sinna veðurathugun-
um, sem er vitaskuld aðalstarfið,
mæla Hvervellingar ís og snjó á
vetrum og kanna gróöurfar á
sumrum.
Guðný og Þórður em bæði vél-
stjórar aö mennt, hún er 26 ára
gömul og kennir viö Vélskólann en
hann er 29 ára og starfar hjá
Kælitækjaviðgerðum á Keflavfkur-
flugvellL I lok mánaöarins snúa þau
baki við fyrri störfum og halda út í
óbyggðimar því að á Hveravöllum
hefja þau störf 1. ágúst næstkom-
andi. „Við vildum breyta til, prófa
eitthvað nýtt og komast í nýtt um-
hverfi — og okkur virtist starfið á
Hveravöllum vera kjörið tækifæri.
Nei, við eigum ekki böm enda er
barnafólk sjálfsagt ekki ráðið í þetta
starf því að erfitt er og dýrt að
komast til byggða ef eitthvað kemur
upp,” sagöi Guðný Petersen.
-ás.
LUKKUDAGAR
19. júlí
19933
DÚKKUKERRA FRÁ
I.H. HF. AÐ
VERÐMÆTI KR. 800,-
Vinningshafar hringi í síma 20068