Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1984, Blaðsíða 2
2
DV. FÖSTUDAGUR 26. OKTOBER1984.
Skoðanakönnunin:
Meirihluti studdi
málstað BSRB
— Mjög skiptar skoðanir um verkfallsvörsluna
Mikill meirihluti landsmanna studdi
málstað BSRB frekar en fjármála-
ráðuneytisins samkvæmt skoðana-
könnun, sem DV lét gera fyrir sig
meö DV-aöferðum dagana 12,—14.
þessa mánaöar eða fyrir 12—14
dögum. Þegar spurt var um verkfalls-
vörslu BSRB reyndust skoöanir mjög
skiptar.
Annars vegar var spurt: Hvort
styður þú frekar málstaö BSRB eða
fjármálaráöuneytisins í yfirstandandi
kjaradeilu? 53,5 prósent af öllu úrtak-
inu sögðust frekar styöja málstaö
BSRB. 13,8% kváöust frekar styöja
málstaö f jármálaráðuneytisins. Marg-
ir, eða 21,2% voru óákveðnir og 11,5%
vildu ekki svara. Þetta þýðir að BSRB
hafði stuðning 79,5% þeirra sem af-
stöðu tóku en f jármálaráðuneytiö naut
stuðnings20,5%.
Ennfremur var spurt: Telur þú, að
BSRB hafi gengið hæfilega langt, of
langt eöa of skammt í verkfallsvörslu?
Þá sögðust 36 prósent telja, að BSRB
hefði gengið of langt í verkfalls-
vörslunni. 31,8% töldu BSRB hafa
gengið hæfilega langt og 6,2% álitu
BSRB hafa gengiö of skammt í verk-
fallsvörslu. 14,3% voru óákveðnir og
11,7% vildu ekki svara. Þetta þýðir, að
af þeim sem tóku afstööu álitu 48,6%
að BSRB hefði gengið of langt, 43%
hæfilega langt og 8,3%,of skammt.
Urtakið í könnuninni var 600 manns,
og var jafnt skipt milli kynja og jafnt
milli Reykjavíkursvæðisins og lands-
byggðarinnar.
-HH.
Verkfallsvarsla BSRB. „Styð BSRB þótt margt hafi klúðrast hjá þeim.
Ummælifólks:
Persónulegar athugasemdir
.í'ylgjandi því aö BSRB fái leiörétt-
ingu á launum sínum,” sagði karl á
Reykjavíkursvæðinu í könnuninni.
„VU helst sjá Albert keyrðan út í
hafsauga,” sagði kona á Reykjavíkur-
svæðinu. ,,Eg er viss um að Albert gæti
engan veginn lifað af lægstu iaununum
jafnvel ekki hundurinn hans,” sagði
karl á Reykjavíkursvæðinu. ,díg ætla
að biöja þig að tala ekki um Albert i
min eyru. Ég get ekki einu sinni hugs-
að mér að sjá mynd af honum,” sagði
kona á Reykjavíkursvæöinu. „Myndi
ekki kjósa lista sem Aibert væri á,”
sagði kona á Reykjavíkursvæðinu.
„Finnst fjármálaráöuneytið ekki hafa
komið rétt fram við fólkiö,” sagði karl
í Olafsvík. „Styð BSRB þótt sumt hafi
klúðrast hjá þeim,” sagði karl á Suður-
landi. „Eg held ég styðji frekar BSRB.
Ef Albert hefði þagað hefði ég stutt
hann,” sagðikona útiá landi.
„Kristján Thorlacius er alveg úti að
aka. Frekjan orðin óhófleg,” sagði
karl úti á landi. „BSRB hefur veriö
með alltof miklar öfgar,” sagði karl á
Reykjavíkursvæðinu. „Oraunhæft með
öUu hjá BSRB. Það er heimskreppa,”
sagði karl á Sauðárkróki. „Eg stóð
með BSRB en eftir að hafa hlustaö á
málstað þeirra i sjálfu verkfalUnu
snerist mér hugur,” sagði karl á
Suöuriandi. „Það verður að átta sig á
að það er ekki hægt að heimta peninga
sem eru ekki til,” sagði kona á Reyk ja-
vUcursvæðinu. ,,Kristján Thoriacius er
eins og pelikani,” sagði kona á Reykja-
víkursvæðinu. „Mér finnst verkföU
alltaf jaöra viö hafís eöa eldgos.
Verkfóll ættu að vera óþörf í dag,”
sagði kona úti á landi. „Styö Albert al-
gjörlega í þessu máli,” sagði karl á
Reykjavíkursvæðinu. „Þaö er ekki
mönnum sæmandi að koma fram eins
og BSRB-menn hafa gert,” sagði kona
á Reykjavíkursvæðinu.
„Mér finnst báðir aöUar ósann-
gjarnir,” sagöi karl úti á landi. „Mér
finnst þessi samningamál vera orðin
hreinn skrípaleikur. Þessir menn sem
standa í þessu eru eins og sandkassa-
börn,” sagði kona á Reykjavíkur-
svæðinu. ,3SRB-fólkið á ekkert sam-
eiginlegt,” sagði kona á Reykjavíkur-
svæðinu. „Báðir aöUar hafa komið slæ-
lega fram í vinnudeilunni,” sagði kari
á Reykjavíkursvæðinu. „Báöir aöilar
hafa nokkuð tU síns máls,” sagði
annar. „Það hafa báðir aðilar mikið tU
síns máls í þessari deilu svo að ég er
hlutlaus,” sagði kona á Norðurlandi.
,3tyð hvorki BSRB né fjármálaráðu-
neytið en þeir hafa hvor um sig mikið
tU síns máls. Eg held að við verðum
bráöum seld á uppboöi því rUciskassinn
hlýtur að vera orðinn löngu tómur,”
sagði karl úti á landi. ,,Ég veit ekki
hvorn málstaðinn ég styð. Ég er farin
að halda að þetta sé að verða eitthvað
persónulegt á mUli toppanna sem
semja,” sagöi kona úti á landi. „Þetta
er komiö út í rugl,” sagði karl úti á
landi.
Verkfallsvarslan
„Mætti segja mér að BSRB hafi
gengiö of langt,” sagði karl á Norður-
landi. „BSRB hefur farið langt út fyrir
sitt sviö,” sagði karl á Reykjavíkur-
svæðinu. „Þetta hefur gengið of langt
og bitnað á gamla fólkinu og bömunum
mest, eða þeim sem síst skyldi,” sagði
kona á Suöurlandi. „BSRB gekk of
langt í Háskólanum,” sagði karl á
Reykjavíkursvæöinu. „BSRB gekk of
langt varðandi Háskólann,” sagöi
annar. „Þrátt fyrir stuðning við BSRB
hafa þeir gengiö aö mínu mati heist til
langt við verkfaUsvörslu,” sagði kona
á Reykjavíkursvæðinu.
„Það er búið að sýna þaö mikið um-
buröarlyndi fram tU þessa að nú
verður að sýna einhverja hörku,”
sagði karl á Reykjavíkursvæðinu.
„Þetta hefur gengið of langt en ríkis-
stjórnin hefur gefið tilefni til þess,”
sagði annar. „Ég tel að þeir hafi átt að
komast inn á Keflavíkurflugvöll,”
sagði karl á Suöurnesjum. „BSRB
hefði mátt ganga lengra til að knýja
fram lausn sem fyrst,” sagði kona á
Reykjavíkursvæðinu.
„Við heyrum ekkert hér og vitum því
lítið,” sagði karl í sveit á Norðurlandi.
„Heyrum lítiö af fréttum og vitum því
ekki um aðgerðir BSRB,” sagði kona á
Suðurlandi.” -HH.
Spurt var: Hvort styður þú frekar málstað BSRB eða fjármálaráðuneytisins í yfirstand-
andi kjaradeilu?
NIÐURSTÖÐUR SKODANAKÖNNUNARINNAR
URÐU ÞESSAR:
BSRB 321 eða 53,5%
Fjármálaráðuneytið 83 eða 13,8%
Óákveðnir 127 eða 21,2%
Vilja ekki svara 69eða 11,5%
EFAÐEINS ERU TEKNIR ÞEIR SEM AFSTÖDU TÓKU:
BSRB 79,5%
Fjármálaráðuneytið 20,5%
Spurt var: Telur þú, að BSRB hafi gengið
hœfilega langt, verkfallsvörslu? of langt eða of skammt i
NIDURSTÖÐUR SKODANAKÖNNUNARINNAR
URÐU ÞESSAR: Hœfílega langt 191 eða31,8%
Of langt 216 eða 36,0%
Of skammt 37 eða 6,2%
Óókveðnir 86eða 14,3%
Vilja ekki svara 70 eða 11,7%
EFADEINS ERU TEKN/R ÞE/R SEM TÓKU AFSTÖDU:
Hæfilega langt 43%
Of langt 48,6%
Of skammt 8,3%
Höskuldur
Jónsson
ráðuneyt-
isstjóri:
Miklu meiri hraðí
áverðbólguhjólinu
,3amkvæmt þessum niöurstöðum
má ætla að rúmlega 53% þeirra sem
spurðir voru styðji kaupkröfur upp á
34% og verötryggingu launa,” sagði
Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri í
fjármálaráðuneytinu.
„Sé þetta rétt ber það vott um aö
meirihlutinn óski eftir miklu meiri
hraöa á verðbólguhjólinu en menn
hafa áöur látiö sér til hugar koma.
Varðandi afstöðuna til fjármála-
ráðuneytisins er hins vegar ekki ljóst
hvort fólki finnst ríkið hafa boöiö of
mikiðeðaof lítiö.”
Varðandi verkfallsvörslu BSRB
kvaðst Höskuldur ólíta að þar hefði
verið „gengiöalltof, alltof langt”. Hins
vegar bæri að hafa í huga að fjár-
málaráöuneytiö væri annar aöili máls-
ins og hlyti afstaða hans að mótast af
því.
-JSS.
Þórður
Sverrisson,
fulltrúi hjá
Eimskip:
„Athyglisverðar
niðurstöður”
„Þetta eru athyglisveröar niður-
stöður,” sagði Þórður Sverrisson, full-
trúi framkvstjóra. hjá Eimskip, um
skoðanakönnun DV.
„Við teljum að BSRB hafi gengið of
langt gagnvart okkur. Bandalagið á í
deilu við ríkisvaldið en ekki okkur. Þaö •
má alltaf gera ráð fyrir að slík vinnu-
deila trufli starfsemi utan ríkiskerf-
isins. En við teljum að verkfallsvarsla
BSRB hafi gengið það langt að brotið
haf i verið á okkur ólöglega.
Við höfum haldið starfsemi okkar í
hvívetna innan ramma laganna. Við
höfum ekkert gert nema með heimild
viðkomandi embættismanna. Því
hefur okkur þótt það afar sérstakt að
BSRB skuli stööva okkur þegar slíkar
heimildir liggja fyrir.
Niðurstaða skoðanakönnunarinnar
kemur því síst á óvart. Hún sýnir að
almenningur í landinu samþykkir ekki
að einn aðili, í þessu tilviki stéttarfé-
lag, gangi fram á verkfallstímum og
takivöldinísínarhendur.” -JSS.
Haraldur
Steinþórs-
f son,fram-
kvæmda-
stjóri BSRB:
Kjarabarátta fyrir
opnumtjöldum
„Við höfum rekiö okkar kjarabar-
áttu og síðar verkfall fyrir opnum
tjöldum. Rök okkar fyrir þörfinni á
kjarabótum eru augljós og ég fagna
þeim skilningi sem þau virðast mæta,”
sagði Haraldur Steinþórsson.
„Varðandi framkvæmd verkfallsins
þá hefur oft verið ruglað saman annars
vegar baráttu BSRB fyrir framkvæmd
verkfallsins og hinsvegar mótmælum
okkar gegn því að kjaradeilunefnd taki
sér vald sem hún ekki hefur. Ég hygg
að skoðun þeirra sem telja okkur hafa
gengið of langt byggist á því að þeir
átti sig ekki á hörku f jármálaráðuneyt-
isins í okkar garð og að kjaradeilu-
nefnd hefur því miður reynst verkfæri
stjómvalda.”
-EH.
Guðrún
Árnadóttir,
formaður
verkfalls-
stjórnar
BSRB:
Vanþekkingað
halda að við
göngumof langt
„Ég eraðsjálfsögðuafaránægðmeð
útkomu BSRB í þessari skoðana-
könnun. Hvaö varðar verkfalls-
vörsluna þá er mjótt á milli þeirra sem
telja aö það sé farið of langt og þeirra
sem telja að farið sé hæfilega langt,”
sagði Guðrún Amadóttir.
„Það er mitt álit að það sé af van-
þekkingu að fólk heldur að við göngum
of langt. Staðan er oft mjög flókin hvaö
varðar verkfallsbrotin og það liggur
ekki ljóst fyrir almenningi að þarna sé
um verkfallsbrot að ræða og þaö oft
mjöggrófaðokkarmati.” _eh