Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1984, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 26. OKTOBER1984. DV yfirheyrsla DV-yfirheyrsla DV-yfirheyrsla DV yfirheyrsla Haraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri BSRB, í DV-yfirheyrslu ff BSRB er talið krefjast 30—40% beinna kauphækkana. Nú hefur kröfu um kauptryggingu út samn- ingstimann verið bætt vlð. Er það viðurkenning á því að þið teljið að væntanlegir samningar muni auka verðbólguna? Þessi krafa um kauptryggingu er fyrst og fremst komin til vegna um- ræðna um lengra samningstímabil, út næsta ár í staöinn fyrir til 1. apríl. En hvers vegna þessar báu kaupkröfur? Af þrennum ástæðum. Viö teljum að kaupmátturinn sem um var samiö fyrir nokkrum mánuðum hafi ekki haldist vegna opinberra álaga, vegna almennra verðhækkana og síðan er staðreynd að yfirborganir og launaskriö í þjóðfélaginu var mik- ið og hefur stóraukist nú síöustu mánuði. Þetta er samanlagt vegið af okkur í kröfugerð sem mæld er 30%. Aöferðir við að ná þessu eru hins vegar margvíslegar þannig að sér- hvert það atriði sem kæmi í stað beinna launahækkana yrði fyllilega metið af okkur. t sambandi við kauptryggingar- kröfuna. Finnst ykkur frekari ástæða til þess að hræðast verðbólgu eftir 1. april en til 1. apríl? Það hefur verið gefiö í skyn aö samningar sem aðrir hafa gert og þaö að verða við okkar kröfum myndi hafa í för með sér aukna verð- bólgu. Þess vegna þykir okkur þessi varnagli nauðsynlegur. Bandalagið hefur hagfræðing á sinum snærum. Er þaö mat hans og stjórnar BSRB að efnahagskerfiö þoli þær kauphækkanir sem krafist er? Já, með breytingum, í launamál- um, lánamálum, í fjárfestingu og á ýmsum fleiri sviðum. Með slíkum breytingum gætu okkar kröfur fylli- lega staðist. Kauphækkun hjá rikisstarfs- mönnum einum um hvert 1% er metin á 60 milljónir króna. Þarf ekki miklar breytingar til þess að vega upp kauphækkanir i tugum prósenta? Það er eins og að hlaupa á vegg” Vissulega. Og þá á að gera þær. I þessu sambandi vil ég einnig benda á að þær skattalækkanir sem fram- kvæmdar voru í fyrra til handa öðrum en einstaklingum hefðu einar getaö boriö uppi þá launahækkun til opinberra starfsmanna sem við förum fram á núna. Eg tel full efni til þess að fullnægja okkar kröfum og að allt launafólk á Islandi geti búið við betri kjör en það gerir nú. Nærri allir kjarasamningar i land- inu eru lausir nú i einu og líklega fá allir svipaðar hækkanir. Standast slikar hækkanir i anda ykkar krafna með tilliti til þess aö undirstöðu- greinar atvinnulifsins eru allar reknar með tapi eða styrkjum áður en samið er? Mér þykir þessi spurning pinulitið leiðandi. Sko, ef við byggjum stóran hluta af kröfum okkar á því að aðrir hafi fengið meira en viö þýðir það að aðrir ættu ekki að fá sömu prósentu- hækkun og við. Ef yfirborganir og launaskrið hjá öðrum yrði dregið frá, kæmi allt annaö út. Hverju munaði það f prósentum? Þetta er nú umdeilanlegt og við höfum ekki nægar upplýsingar. Hvað teljiö þiö? Við höfum ekki reiknaö neina meðaltalsprósentu á þetta. Mér er sagt að kjararannsóknar- nefnd hafi reiknað þennan mun 3— 4%, varla telst þaö mjög stórvægi- ______________legt?____________ Já, bara á nokkrum mánuðum. En þetta á sér miklu lengri sögu aftur í tímann auk þess sem við teljum þessar tölur mjög óeðlilega lágar miðað viö upplýsingar sem við telj- umokkurhafa. Þið talið mikið um launaskrið á al- mennum vinnumarkaði. Hvers vegna skipta opinberir starfsmenn þá ekki um vinnu og færa sig á þennan hálaunamarkað? Það er nú áreiðanlega of mikið aö tala um hálaunamarkað annars staö- ar þótt launin þar séu betri en hjá okkur. Annars er þetta ekki svona einfalt, þetta er að sjálfsögöu ekki síður sálfræðilegt atriði. Tökum sem dæmi kennara og aðrar stéttir sem ríkið eitt hefur í þjónustu sinni, eöa svo að segja. Fólkið hefur menntað sig til þessara starfa og áreiöanlega sækjast flestir eftir að starfa við það sem þeir kunna og hafa ánægju af að starfa við. Og þarf ekki ríkiö á þessu fólki að halda hvort sem er? Má þaö kannski missa rjómann af því? BSRB er orðið heimsfrægt siðan það fékk verkfailsrétt fyrir hörku og óbilglrni í verkföllum. Það er álitið að 2% árslauna tapist á viku í verkföil- um. Reyndari verkalýðssamtök í landinu hafa notað aðrar aðferðir fremur á seinni árum og eru samt á undan ykkur að ykkar eigin mati. Eruð þið ekki á rangri braut? Sko, ég held nú að öll orsök þeirrar hörku, sem er í þessu verkfalli, liggi hjá fjármálaráðuneytinu. Þaðhöfum við útskýrt meöal annars í bréfi til alþingismanna. Eg tel að ef verk- fallsréttur okkar yrði viðurkenndur að fullu mótaðist baráttan talsvert öðru vísi. Og við teljum okkur til dæmis ekki hafa brotið nokkur lög. Og munum ekki gera. En með baráttukostnaðinn og aðferðir annarra? Já, sko við teljum okkur hafa reynt allt og lagt fram niðurstöður kjara- rannsókna bæði frá Vinnuveitenda- sambandinu, kjararannsóknameúid og fleirum sem állar styðja okkar mál. En þaö er eins og að hlaupa á vegg. Við höfum ekki fengið nein andsvör eða neina umræðu um þetta. Verkfallsvopnið er eina vörn okkar að svo komnu máli og auðvitað nauðvörn. Við höfum meira að segja útskýrt fyrir gerðardómi að viö þyrftum hlutfallslega meira. En hann hefur ekki staðist það aö fella hlutlægan dóm.Þvímiöur. En er þá rétt staðið að viöræðum. Hver vika kostar ykkar fólk 2% og annaðhvort þurfið þið að bæta þeim við í hverri viku eða umsamdar kjarabætur rýrna þannig hlutfalls- lega viku fró viku? Viö erum náttúrlega í þeirri stöðu að viðsemjandi okkar er aðeins einn, ríkisstjórnin meö fjármálaráðherra sem málsvara. Og þar fáum við ekkert mismunandi viöbrögð heldur eitt einasta nei. Þetta er því ekki á okkar valdi. Nú var síðasta boð fjármálaráð- herra 14% kauphækkun og síðasta gagnboð ykkar enn 30%. Haldið þið ykkur við það mark? Eg vil vekja athygli á að siðasta svar okkar var aö við þyrftum meira en hann bauð. Það held ég að sýni vilja okkar. Hvað viltu slaka mikið á hérna í viðtalinu? Eg fer ekki að semja um það við DV með fullri virðingu fyrir blaðinu. En segðu mér þá, hvers vegna er ekki höfð uppi nein viðleitni núna til þess að bæta kjör þeirra lægra launuðu umfram kjör þelrra hærri? Við gerðum þetta í samningunum 1977 og sömdum um mest fyrir lægstu hópana og töldum raunar að við værum þá um leiö að gjaida verkalýðshreyfmgunni nokkra þakkarskuld fyrir margra áratuga baráttu. Síðan sýnir ailur saman- burður að munurinn er jafnvel ennþá meiri um miðbik og í efri hluta launastigans hjá okkur. Og ef við ætlum að fá upp hliðstæða mynd og er í þjóðfélaginu almennt þá erum við eiginlega neyddir inn á þessa braut sem við förum nú. Það er ljóst að lægst launuðu starfsmenn hins opinbera lenda fyrst í erfiðleikum persónulega í verkfalli eins og því sem nú er rekið. Hafa stjórn og samninganefndir BSRB engar áhyggjur af þessu fólki? Vissulega. Og sú aðstoð sem við reynum aö veita í gegnum okkar verkfaOssjóð er ekki til allra félags- manna. Við reynum að meta þörfina og menn veröa að sækja um greiðslur úr sjóðnum. Aðstæður fólks eru þannig metnar miðað viö stöðu hvers og eins. Hvað er verkfallssjóðurinn stór? Hann var fimm milljónir í upphafi. Síðan hefur hann líklega tvöfaldast. Hvaðan kemur það fé? Bæöi frá aðilum innanlands og utan. Það er búið að tilkynna okkur um þónokkuð stórar upphæðir utan- lands frá. Aðallega frá Svíþjóð enn semkomiðer. Hve margir rOdsstarfsmenn vinna í verkfallinu? Eg hef giskað á aö af 15 þúsund manns sem um er aö ræða séu 9—10 þúsund beinlínis í verkfalii, sumir hinna þó einnig að einhverju leyti. Víkjum aftur að hörkunni. Kjara- deilunefnd, meðal annarra skipuð ykkar fulltrúa, kveöur upp úrskurði sem báðum deiiuaðilum ber að hlíta skilyrðislaust samkvæmt landslög- um. En þið hunsið þá ef ykkur sýnist svo. Er það ekki augljóst lögbrot og því farið þlð ekki dómstólaleiðína eins og löghlýðnir borgarar? Lögin kveða afdráttarlaust á um verksvið nefndarinnar og það er aöeins í fáeinum tilvikum þar sem úrskurðir hennar eru alveg augljós- lega í bága við það sem við höfum neitaö að fara eftir þeim. Ef viö erum taldir hafa brotið lög þá á að kæra okkur, en mér er ekki kunnugt um að slík kæra hafi borist. Þjónar það einhverjum tilgangi i kjarabaráttu opinberra starfsmanna að skapa neyö hjá almenningi, til dæmis vöruskort eða öngþveiti í simamálum? Ef við fengjum að stjórna okkar verkfalli þá myndum við firra alla neyð meö undanþágum. En það er sjónarmið hins aðilans aö neita aö viðurkenna okkar verkfallsstjórn, jafnvel tilveru hennar. Væru þá allar búðir fullar af lauk og sigarettum, ef þið réðuð þessu? Nú skal ég ekkert fullyrða, en það hafa veriö veittar alls konar undanþágur þegar því hefur veriö við komið þegar sótt hefur verið um þaö til okkar verkfallsstjórnar og hún metiö þær þess eðlis. Við erum ekki að skapa neyð þótt við séum knúðir til þess að beita okkar neyðar- rétti. Viðtal: Herbert Guðmundsson Mynd: Sveinn Þormóðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.