Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1984, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1984, Síða 5
DV. FÖSTUDAGUR 26. OKTOBER1984. 5 timskip kænr úrskuröinn Eimskipafélag Islands kraföist lögbanns á aðgerðir BSRB-verkfalls- varöa við Urriðafoss á Grundar- tanga í síðustu yiku. Fógetaréttur synjaði lögbannskröfunni á þriöju- dag. I úrskurðarorðum, sem Eggert Oskarsson setudómari kvað upp, er ekki talið eðiilegt að beita lögbanni sem réttarúrræði vegna þess að deiluaðilar eiga þess kost aö fá úr- lausn í venjulegu dómsmáli. Eimskip hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Aðalkrafan er að um- beðið lögbann verði lagt á en til vara er gerð sú krafa að úrskurður réttar- ins í málinu verði felldur úr gildi og að umbeðin lögbannskrafa verði lögð fyrir fógeta til efnislegrar úrlausnar. FLUGLEIÐIR BÆTA VIÐ BORG I dag hefja Flugleiðir reglulegt áætlunarflug á milli Lúxemborgar og Orlando á Flórídaskaga í Banda- ríkjunum. Framan af verður aðeins flogið einu sinni í viku á milli borganna og að sögn Sæmundar Guð- vinssonar, fréttafulltrúa Flugleiða, eru bókanir þegar í góðu lagi. Evrópubúar sækja i sandinn og sól- ina á Flórída yfir vetrarmánuðina og Flórídabúar eru áhugamenn um skíðaf eröir á gamla meginlandinu. Flugleiðir eru fyrsta alþjóðaflug- 'félagið sem hefur áætlunarflug milli Evrópu og Orlando og sem dæmi má nefna að British Airways hefur ekki sína áætlun fyrr en í april. -EIR. Veröbólgan ykist um 10 prosentustig Ef kjarasamningur Félags bóka- gerðarmanna yrði almenn regla á vinnumarkaði myndi það gera það að verkum að verðbólga á þessu ári og því næsta yrði um 10 prósentustigum hærri en gert er ráð fyrir í þjóðhagsáætlun. Ef samið yrði um þessar hækkanir á almennum vinnumarkaði yrði verð- bólga á þessu ári, frá upphafi til loka árs, um 23%. Verðbólga frá upphafi til loka árs 1985 yrði þá um 19% eða um 10 prósentustigum hærri hvert ár en rík- isstjómin hefur gert ráð fyrir. I þjóð- hagsáætlun er gert ráð fyrir áð verð- bólguhraðinn í lok næsta árs verði kominn niður í 9%. Ef þetta gengi fram yrði meðal hækkun verðbólgunnar milli áranna 1984 og 1985 um 26%. Þessi spá er byggð á þeirri forsendu að strax aö loknum samningum yrði gengið fellt um 15% til að mæta þessum launabreytingum og síðan kæmi önnur 8% gengisfelling um næstu áramót til að mæta vanda sjávarút- vegsins. Þjóöhagsstofnun hefur enn ekki viljað gefa opinberlega út mat á áhrifum þess að k jarasamningur bóka- gerðarmanna yrði almenn regla á vinnumarkaði. Jón Sigurösson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði þó í samtali við DV að þaö gæfi augaleið aö þar sem sá samningur fæli í sér tvöfalt meiri launabreytingar en gert væri ráð fyrir í þjóðhagsáætlun þá stæðust varla forsendur um gengi ef hann yrði aimenn regla. Kjarasamningur bókagerðarmanna gerir ráð fyrir 22,5% hækkun launa frá upphafi til loka samningstimabils en tilboð það sem VSI hefur gert ASI felur i sér um 11% hækkun launa auk skatta- lækkana sem metnar eru á um 7 til 8% að meðaltali. Jón Sigurösson sagði að þótt tilboð VSI yrði grundvöllur al- mennra kjarasamninga þá kæmi öll þéssi 11% kauphækkun strax í upphafi samningstímans og slíkir samningar myndu verða ákaflega erfiðir fyrir sjávarútveginn og mikil áraun fyrir gengisstefnu ríkisstjómarinnar. ÖEF VIUA SETJA ÚTVARPSSTÖD Á STOFN STRAX Undirbúningsnefnd að stofnun Islenska útvarpsfélagsins hf. hefur sent menntamálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir leyfi nú þegar til aö setja á stofn útvarpsstöð. Nefndin hefur einnig ritað póst- og símamálastjóra. Er hann beðinn um aö hafa tæknibúnaö tilbúinn til notkunar ef af leyfisveitingu verður. Loks hefur nefndin óskað eftir stuðn- ingsyfirlýsingu borgarráös vegna þeirrar þjónustu sem rekstur útvarps- stöðvar hefur í för með sér. Framhaldsstofnfundur Islenska út- varpsfélagsins hf. verður haldinn 30. október næstkomandi. Er þá fyrirhug- að aökjósa stjórn félagsins. -JSS \ Fullkomin aldeyris- jór er ekki lengur einkamál ríkisbankanna ^jaldeyrts Banki Þaö er með sérstakri ánægju að við skýrum frá því, að frá og með 1. október veitir Iðnaðarbankinn, fyrstur einkabanka, fulla og ótakmarkaða gjaldeyrisþjónustu. Þjónusta okkar eykst því verulega. • Við opnum ábyrgðir vegna innflutnings. • Við önnumst innheimtur vegna innflutnings. • Við veitum aðstoð og höfum milligöngu við opnun ábyrgða vegna útflutnings. • Við sjáum um innheimtur vegna útflutnings gegnum erlenda banka. • Við kaupum og seljum erlendan gjaldeyri til ferðamanna, námsmanna og annarra, samkvæmt reglum þarað lútandi. Tilgangurinn með þessum breytingum er að sjálfsögðu sá að koma til móts við viðskiptavini bankans og aðra sem kjósa að nota þjónustu hans. Verið velkomin til viðskipta. Iðnaðarbankinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.