Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1984, Síða 6
6
DV. FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER1984.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Nú stendur yfir vertið hjá hjólbarðeverkstæöunum og mikið um að vere þar.
D V-mynd Kristján Ari.
Snjórinn á næsta leiti:
Ökumenn verða að
huga að dekkjunum
Nú er sá tími ársins er bílaeig-
endur veröa aö fara aö huga aö
bílum sínum fyrir veturinn. Þegar
þetta er skrifað er verkfall opinberra
starfsmanna enn i fullum gangi og
vegna þess er að verða vetrar-
dekkja- og naglalaust á flestum hjól-
baröaverkstæöum. Nóg er til af
dekkjum og nöglum í tollvöru-
geymslunni en aögangurinn þangað
er sem stendur lokaður.
Menn eru því uggandi yfir þessu
ástandi og ljóst er að ófremdar-
ástand getur skapast ef skyndilega
fer að snjóa. Sérstaklega á þaö við
um höfuðborgarsvæðið þar sem um-
ferð er mikil.
Hjá Umferðarráði eru menn ugg-
andi yfir þessu.
„Aðalatriðið er að bileigendur
reyni að koma vetrardekkjunum
undir sem allra fyrst, það er að segja
þeir sem eiga dekk. Þaö er einnig
veigamikið atriði að ökumenn ofmeti
ekki þennan útbúnað bifreiða sinna
og reyni eftir fremsta megni að meta
aðstæöur hverju sinni og haga akstr-
inum eftir því,” segir Oli H. Þórðar-
son, framkvæmdastjóri Umferðar-
ráðs.
Hann sagði einnig að við þær
aðstæður sem ríktu nú í þjóðfélaginu
væri nokkuð afbrigðilegt ástand í
umferðinni. Nú mætti t.d. búast við
gangandi vegfarendum á hinum
ýmsu stöðum vegna strætisvagna-
leysis. Það væri ekki eins og við
venjulegar aðstæður þar sem gang-
andi vegfarendur eru helst í kringum
biðstöðvar strætisvagnanna.
Þá væri einnig viss hætta samfara
þvíað ökumenn tækju upp puttalinga
þótt það sé góðra gjalda vert. Þegar
bilar stoppa skyndilega á fjölfömum
götum til þessara hluta getur
skapast hættuástand.
Vetrardekkin undir bifínn
En hvað sem öllu ástandi líður er
ljóst að ökumenn verða að fara að
skipta yfir í vetrardekk og nú þegar
eru þeir framsýnu byrjaðir.
Hér á höfuðborgarsvæðinu og úti á
landi eru fjölmargir staöir sem sjá
um þessa þjónustu og oftast nefndir
hjólbarðaverkstæði.
Vert er að geta þess að ekkert hjól-
barðaverkstæði er lengur opið á
sunnudögum en slíkt hefur verið al-
gengt undanfarin ár á mesta anna-
tíma hjá þessum verkstæðum. En
flestir eru með opið á laugardögum
og einnig f jölmargir með opið fram
eftirkvöldi.
Kostnaður
Venjuleg aögerð á fólksbíl, þ.e. að
skipta á fjórum felgum yfir í vetrar-
dekk og jafnvægisstilla framhjólin
kostar um 644 krónur.
Að negla eitt dekk kostar um 200
krónur. Sólað vetrardekk kostar um
1360 krónur og nýtt dekk kostar um
2100krónur.
-APH.
Kostnaður við að skipta
yfir í vetrardekk
71kr...að skipta yf ir á aöra felgu.
40 kr... aö taka hjól undan og setja
undiraftur.
100 kr... að jafnvægisstilla eitt hjól.
644 krónur kostar þessi aðgerð fyrir
ven julegan fólksbil.
Naglar
200 krónur... að negla venjulegt
dekk.
Vetrardekk
Ca 1360 krónur... sólað dekk.
Ca 2100krónur...nýttdekk.
Það eru vanir menn og snör handtök sem svlpta gömlu dekkjunum af felgunum og setja vetrardekkin á.
Forðíst óþægindi
í f rosthörkunum
látid stilla bflinn
Það er ýmislegt sem ökumenn verða
að ganga úr skugga um áður en
veturinn gengur í garð.
Samkvæmt gildandi reglum áttu
allir bifreiðaeigendur að vera búnir að
láta stilla ljósin á bifreiöum sinum
fyrir 1. október. Að láta ljósastilla er
fljótgert á verkstæðum sem sjá um
slíka þjónustu.
Hjá verkstæöinu Bifreiöastilling i
Kópavogi fengust þær upplýsingar aö
ekki þyrfti að bíða lengi eftir aö láta
stilla ljósin. Flestir gætu ekið beint inn
og fengið þetta gert á svipstundu.
Ljósastilling þar kostar 160 krónur og
er það verð einnig á flestum öðrum
stöðum.
Vélastilling
Þá er einnig gott að láta stilla vélina
til aö forðast óþægindi sem kunna að
geta komiö upp þegar frostiö er byrjaö
aö herja á bílinn. Þegar um véla-
stillingu er aö ræða er hleðslan könnuð
og einnig viftureim og fleira.
Algengt verð fyrir vélastillingu með
nauðsynlegum varahlutum er á bilinu
1200—1400 krónur fyrir venjulegan
fólksbíl.
Frostlögurinn
Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma
frostleginum. Allar bensínstöðvar sjá
um að mæla kælivökvann á vatnskass-
anum og gefa upplýsingar um hversu
mikið þarf af frostleginum. Þá verður
einnig að vera frostvarnarefni á rúöu-
pissinu. Svo er bara aðaka af stað.
-APH.
Stærri baukurlnn inniheldur 365 flúortöflur og fékkst hann gefins á Heilsuvernd-
arstöð Reykjavíkur. Minni baukurinn fékkst gegn framvisun lyfseðils og kostaði
um 140 krónur. Hann inniheldur 250 töflur. DV-mynd Kristján Ari.
Flúortöf lur gef ins
fyrir Reykvíkinga
— aðrir greiða fullt verð
Mikil skrif hafa verið um flúortöflur
og eru skiptar skoðanir um hvort beri
að gefa bömum töfiurnar eða ekki.
Vilji foreldrar verða sér úti um flúor-
töflur fá þeir þær fritt ef þeir eru bú-
settir í Reykjavik en íbúar í öðrum
landshlutum þurfa að greiða fyrir þær
fullt verð. Samkvæmt lyfjaskrá, sem
gildir frá júlí til október á þessu ári,
kosta 365 flúortöflur 169 krónur frá
Stefáni Thorarensen en 200,52 frá
Deltahf.
Neytandi, sem búsettur er i Reykja-
vik, þarf aðeins að gera sér ferö á
HeilsuverndarstöðReykjavíkur,á tann-
læknadeild skólabama þar sem
töflumar fást gefins. Það eina sem for-
eldrið þarf að gera er að útfylla eyðu-
blað þar sem helstu upplýsingar koma
fram, meðal annars nafn, heimilisfang
og aldur barns. Uthlutað er 365 töflum í
senn og fylgja helstu upplýsingar með
frá yfirskólatannlækni. Þar stendur
meðal annars: Til þess aö flúortöflur
komi að bestum notum i baráttunni
gegn tannskemmdum þarf að taka þær
reglulega dag hvem og aldrei að
sleppa úr degi. Böm á aldrinum 6—12
ára þurfa 3 töflur á dag. Best er að
taka þærþannig:
1 tafla að morgni, 1 tafla um miðjan
daginn og ein tafla að kvöldi eftir tann-
burstun. 0—3 ára gamalt bam skal
taka eina töflu á dag og 3—6 ára tvær á
dag.
Töflurnar eru bragðdaufar og flest
böm taka þær með glöðu geði. Ef
einhver tregða er hjá barni að taka
sínar töflur má taka þær í mat. Þær
leysast auðveldlega upp og spilla ekki
bragði. Ráðlagt er að gefa aldrei
meira en uppgefinn dagskammt.
Lítið sem ekkert niðurgreitt
Ibúar utan Reykjavíkur þurfa að fá
lyfseðil hjá tannlækni. Ekki er hægt að
fá lyf fyrir tvö börn út á einn lyfseðil,
jafnvel þó um systkin sé að ræða. Fyrir
símsendan lyfseðil greiðast 40 krónur.
Ríkisstjórnin reynir að spara með því
aö auka hlutdeild sjúklings. Þannig
greiðir sjúklingurinn 120 krónur af inn-
lendum lyfjum en 240 krónur af þeim
erlendu ef elnungis er um 120 daga
skammt að ræða eða skammt sem
endist skemur.
Fái sjúklingurinn hins vegar
skammt fyrir fleiri en 120 daga, til
dæmis 150, greiöir hann fastagjald
fyrir 120 daga notkun og siðan annað
fastagjald fyrir þá daga sem umfram
eru. Fyrir 150 töflur af innlendu lyfi
yrðu því greiddar 240 krónur (120X2).
Þegar flúortöflum er úthlutað fær
neytandinn 365 töflur. Eigi bamiö aö
taka eina töflu á dag þá er þar um árs-
úthlutun að ræða og því ekkert greitt
frá sjúkrasamlagi og engar
leiðbeiningarfylgja.
Mörgum þykir nokkuð hart aö vita til
þess að Reykvíkingurinn fær flúor-
töflur gefins en nágrannarnir greiða
fullt gjald og í mörgum tilfellum er
ekkert niöurgreitt frá sjúkrasamlagi.
-RR.