Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1984, Qupperneq 9
DV. FÖSTUDAGUR 26. OKTÖBER1984.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Danir hóta
verkfóllum
út af at-
vinnuleysis-
bótunum
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni í Lundi:
Stór hluti dönsku verkalýðshreyf-
ingarinnar hótar hinni borgaralegu
samsteypustjórn landsins allsherjar-
verkfalli í sambandi við kjarasamn-
inga næsta árs.
Knud Heinesen, einn af leiðtogum
sósíaldemókrata (fyrrverandi fjár-
málaráðherra) hefur tekið undir hót-
anir verkalýðshreyfingarinnar.
Þaö er samkomulag ríkisstjórnar-
flokkanna fjögurra (íhaldsmanna,
Vinstri flokksins, Kristiiega þjóöar-
flokksins og miðdemókrata) ásamt
Róttæka flokknum, sem er ástæðan til
„stríðsins” milli ríkisstjómarinnar og
verkalýðshreyfingarinnar. Samkomu-
lagið varðar hina atvinnulausu. Til-
laga ríkisstjómarinnar þýðir að þeir
sem hafa verið atvinnulausir í langan
tíma geta ekki verið endalaust á at-
vinnuleysisbótum. Þeir muni fá eitt
starfstilboð og missi þeir þá atvinnu
býðst þeim ný starfsmenntun og fái
þeir ekki atvinnu þá, missa þeir bæt-
umar og verða að leita á náðir félags-
málastofnunarinnar.
Hanby Hansen, formaður stærstu
verkalýðssamtaka landsins, tók tillög-
unni svo illa að hann hótaði allsherjar-
verkfalli. „Ríkisstjórnin vill hrekja
hina atvinnulausu ofan í f jöldagröf fé-
lagsmálastofnunar,” sagði Hansen. —
Heinesen tók í sama streng. „Þetta er
dropinn sem fyllir mælinn,” sagði
hann.
Poul Schliiter forsætisráöherra læt-
ur sér hins vegar hvergi bregöa. „Rík-
isstjórnin stendur fast við sínar tillög-
ur, sem raunar hafa verið misskildar.
Hér er um að ræða hið ágætasta tilboð
til handa hinum atvinnulausu.”
Svíþjóð:
Nýir skattar
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta-
manni DV í Sviþjóð:
Kjell Olav Feldt, f jármálaráðherra
Svíþjóðar kynnti í fyrradag nýjar efna-
hagsaðgerðir sænsku ríkisstjómarinn-
ar. Aðgerðirnar felast fyrst og fremst í
nýjum sköttum sem gefa eiga ríkis-
stjórninni fjóra milijarða sænskra
króna. Af þeim verður 1750 milljónum
variö til aö auka atvinnu I landinu.
Skattarnir verða einkum teknir af
bensíni, rafmagni, ferðalögum, áfengi
og tóbaki. Rikisstjómin hefur náð sam-
komulagi viö vinstri flokkinn, komm-
únistana, um þessar aðgerðir og taka
þær gildi 1. desember næstkomandi.
Ljóst er nú að verðbólga fer langt
yfir það 4% mark sem ríkisstjórnin
hafði sett sér. Talið er að við árslok
1984 verði hún að minnsta kosti 7%.
Ríkisstjómin segir hins vegar að tak-
markið sé að koma verðbólgunni niður
í 3% á næsta ári.
Barzel: Flæmdist úr embætti fyrir áburð um mútur.
ann
lausan
Utvarpið í Afganistan greindi frá
þvi í morgun aö franski blaðamaður-
inn Jacques Abouchar hefði verið lát-
inn laus úr fangelsi og mundi fá aö fara
úr landi með franskri þingmannanefnd
sem væntanleg er til Afganistans
vegna málsins.
Babrak Karmal forseti hafði í gær
sagt að hann mundi náða blaðamann-
inn af mannúðarástæðum og í vináttu-
skyni við Frakkland.
Abouchar hafði verið dæmdur í
átján ára fangelsi fýrir að hafa komið
inn í landiö með ólöglegum hætti til að
stunda njósnir og hryðjuverkastarf-
semi. Hann hafði verið tekinn til fanga
í f ylgd með nokkrum skæruliðum.
Dómur þessi hafði valdið mikiili
óánægju i Frakklandi og þá ekki sist
meðal franskra kommúnista sem jafn-
an hafa þótt fylgispakir við Moskvulín-
una. Haföi mjög kólnað sambúö
iFrakklands og Sovétrikjanna vegna
Imálsins.
Barzel sagði af sér
Rainer Barzel, fyrrum kanslaraefni
kristilegra demókrata í V-Þýskalandi,
sagði í gær af sér embætti þingforseta
sambandsþingsins í Bonn vegna ásak-
ana um að hafa þegið mútur af Flick-
fyrirtækjasamsteypunni.
Barzel heldur fast fram sakleysi
sínu en segist neyddur til að vikja á
meðan málið er í rannsókn svo aö þing-
ið geti starfað eðlilega. — Mætti hann
ekki á þingfund í gær.
Honum hefur verið boriö á brýn að
hafa þegið 1,7 milljónir marka í mútur
fyrir að draga sig út úr samkeppni við
Helmut Kohl um kanslaraframboð.
Flick-mútumálið virðist enn eiga
eftir að draga æöi mikinn dilk á eftir
sér fyrir frammámenn flokkanna í V-
Þýskalandi. Einn ráðherra Kohls
kanslara, Otto Lambsdorf efnahags-
málaráðherra og einn af leiötogum
frjálslyndra demókrata, neyddist til
þess að segja af sér síðasta vetur.
Rannsókn lokið á páfatilræðinu
Búist er við því að þrír Búlgarir og
fjórir Tyrkir verði í dag opinberlega
ákærðir fyrir hlutdeild í samsærinu um
tilræðiö við páfann 19. maí 1981.
Dómarinn, sem síðustu þrjú árin
hefur stjómaö rannsókninni á þessu
dularfulla máli, mun í dag gera niður-
stöður rannsóknar sinnar kunnar. Rík-
issaksóknari hefur lagt til að sjö menn
verði sóttir til saka fyrir að vera í vit-
orði með Tyrkjanum Ali Agca sem
særði Jóhannes Pál páfa skotsári á
Péturstorginu þennan maídag.
Framan af í fangavistinni mun Ali
Agca hafa verið þögull sem gröfin um
samsærið en sagt er að hann hafi síðar
leyst frá skjóðunni. Mjög hefur verið
að búlgörsku leyniþjónustunni bent í
málinu en hún starfar eins og dóttur-
fyrirtæki sovésku leyniþjónustunnar.
Einn starfsmanna á skrifstofu búlg-
arska flugfélagsins í Róm var handtek-
inn og hefur verið í gæslu síöan í nóv-
ember 1982 en tveir aðrir sem grunur
Pólsk yfirvöld hafa greint frá
því að þrír menn séu nú í haldi
grunaöir um aðild aö ráni prests-
ins, Jerzy Popieluszko.
Hár, sem talið er af höfði prests-
ins, fannst í farangursrými emb-
beindist að höfðu náð að forða sér heim
til Búlgaríu í tæka tiö.
Tveir Tyrkjanna, sem viðriðnir eru
máliö, sitja í ítölskum fangelsum. Sá
þriöji er í haldi í Búlgaríu en sá f jórði
fer huldu höfði. — Bekir Celenk, sem er
í haldi í Búlgaríu, er sagður æðstráð-
andi tyrknesku mafíunnar.
ættisbíls eins starfsmanna innan-
rikisráöuneytisins og kvisast hefur
að fingraför starfsmannsins hafi
fundist í bifreiöinni sem prestinum
var rænt úr síðasta föstudag.
Er prestsránið að upplýsast?
Þarftu að se/ja bít?
Vantarþig bíi?
SMÁ-AUGLÝSING IDV
GETUR LEYST VANDANN.
SMÁAUGLÝSINGADEILD -
ÞVERHOLT111 - SÍMI27022.
Bílar til sölu