Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1984, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1984, Qupperneq 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 26. OKTOBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd íslenskur yfirmaður hjá FAO: Hátækni- barátta gegn hungri Dr. Björn Sigurbjörnsson er einn af alþjóölegri Islendingum; ekki veröur annað sagt. Hann hefur ferö- ast til 60 landa, hefur skrifstofur í Vin og Róm og er þessa stundina aö vinna aö því aö endurbæta hrís- grjónategundir og að útrýma tse tse flugunni i Afríku. Bjöm er sennilegai háttsettasti Islendingurinn í emb- ættismannakerfi alþjóðastofnana Sameinuðu þjóöanna. Verkefni í 80 löndum Hann er forstjóri stofnunar sem, til aö taka stórt upp í sig, heitir á ensku: Joint FAO/IAEA Division of Isotope and Radiation Applications of Atomic Energy for Food and Agri- cultural Development. Stofnunin er sameiginleg Matvæla- og landbún- aðarstofnun Sameinuöu þjóöanna og Alþjóða kjamorkustofnuninni. Bjöm hefur 100 starfsmenn í aðalstöðvum sínum i Vín en starfsmennimir, sem vinna að ýmsum verkefnum víöa í heiminum, em svo margir að engri tölu verður á þá komið. Alls er Bjöm með verkefnissamninga við yfir 400 rannsóknarstofnanir í um 80 löndum. Á öl/um sviöum landbún- aðar Helsta takmark stofnunarinnar, sem Bjöm hefur stjómað í eitt ogl hálft ár, er að vinna gegn fátækt meö nýjasta hátæknibúnaði. Starfsmenn Björns nota geislavirk efni til að endurbæta matjurtir og til að út- rýma skaðlegum skorkvikindum, svo eitthvað sé nefnt. Ekkert á sviði landbúnaðar er þeim óviðkomandi og alls staðar má nota geislanir til aö, bæta og betrumbæta. „Við vinnum á öllum sviðum land- búnaðar,” segir Bjöm. , ^Eitt verk- efnið er aö bæta notkun áburðar í jarðvegi. Við notum geislavirk áburðarefni svo hægt sé að fylgjast meö tilfærslu næringarefnanna í i jarðveginum inn í hina ýmsu plöntu-! hluta. Við vitum því hvert áburður- inn fer í plöntuna. Við vitum hvort hann nýtist.” Geislavirkni tH plöntukyn- bóta „Við notum líka geislavirk efni í plöntukynbótum. Þá em fræ geisluð með gammageislum eða neutrónum. Við það breytast erfðaeinkenni plönt- unnar og stökkbreytingar eiga sér stað. Hér um bil ÖU hrísgrjón, sem ræktuð em í Kalifomiu, eru afbrigöi sem voru kynbætt með gamma- geislum og hveiti á Italíu, sem búið er tU spaghettí úr, var bætt meö neutrongeislum. Til að ná fram þessum stökk- breytingum ræktum við margar miUjónir plantna. Við geislum aUar og svo er kannski ein af hverjum 100.000 eins og við viljum hafa þær.| Við tökum nokkrar slíkar og ræktum þær. En við vitum ekkert fyrirfram. Það verður bara að prófa sig áfram meðþetta.” Skordýrastríðið Annað verkefni Bjöms er bardag- inn gegn skordýrunum sem bæði bera sjúkdóma og eyðileggja upp- skeru. Hefðbundna baráttuaðferðin er að úða eitri yfir þau svæði þar sem skaöleg skordýr halda sig. En það getur skaðað bæði plöntur, dýr og fólk og drepur aldrei ÖU skordýrin. Helsti óvinur bænda á stórum svæðum í Afríku er tse tse flugan sem er sýklaberi og veldur dauða þúsunda manna og dýra á hverju ári. Sjúkdómurinn, sem hún ber á miUi, er svefnsýki og útbreiðsla flugunnar gerir það aö vericum að gríðarstór svæði eru óbyggUeg. Þegar hún drepur ekki fólk drepur hún húsdýr þess. Útrýma tse tse fíugu á 20 árum „Aðferðin, sem við notum, byggist á þvi að gera tse tse fluguna ófrjóa með gammageislum. Ef við hugsum okkur eins ferkílómetra svæði þar sem eru 1000 flugur þá byggjum við á svæðinu verksmiðju sem framleiðir ófrjóar flugur. Við sleppum síðan 10.000 ófrjóum flugum yfir svæðið.i Þá eru ekki nema 10 prósent líkur til aö kvenfluga finni sér frjóa karl- flugu. Því eru ekki nema 100 sem ná að fjölda sér. Og þá sleppum við aftur 10.000 ófrjóum flugum. Nú er ekki nema eitt prósent sem nær aö fjöiga sér. Eftir þrjár slíkar umferð- ir eru venjulega allar flugur á svæðinu dauðar. Með eitri er aldrei hægt að eyða þeim aigerlega. Þetta er útrýming. Eftir 20 ár verðum við sennilega búnir að útrýma tse tse flugunni. Verksmiðjuframleiðsla á ófrjóum fíugum önnur fluga, sem við berjumst Dr. Bjöm S/gurbjömsson er e/nn enna sem er stærsta stofnun SÞ. gegn, er ávaxtaflugan. Hún eyði- leggur alla steinávexti sem þrífast á Miðjarðarhafssvæðinu. Árið 1955 kom hún til Suður-Ameríku. Tíu árum síðar var hún komin til Miö- Ameríku. Árið 1975 varð fyrst vart við hana i Mexíkó. Þá hótuöu Banda- ríkjamenn að hætta öllum ávaxta- eeöstu yfirmanna Matvæ/a- og /andbúnaöarstofnunar Sameinuöu þjóö- DV-myndir KAE. BJÖm rrnölr viö eriendan gest á Evrópuþlngi FAOó Islandi i septembar. innflutningi frá Mexíkó. Mexíkanar hófu því að byggja risaverksmiðju með hjálp frá minni stofnun. Þessi verksmiðja framleiðir 700 milljón flugur á viku eða sjö tonn. A hver jum degi er dreift um 150 milljón ófr jóum flugum. Árið 1983 var ekki til ein ein- asta ávaxtafluga í landinu. Mexíkanar telja sig spara um 800 milljón dollara á ári meö þessu móti og rekstrarkostnaöur verksmiðjunn- ar er ekki nema fjórar til fimm milljónir dollara á ári. Upphaflega kostaði um 60 milljónir að byggja hana. Og nú erum við að byrja á svona verkefni í Egyptalandi. Þegar vinnum við aö þessu í Nígeríu og Kenya og víðar. Styrkja Keldnaholt Viö stundum lfka rannsóknir á frjósemi búfjár og fóðrunarrann- sóknir. Við styrkjum til dæmis verk- efni uppi á Keldnaholti. Þar á að setja saman fjórar gervikýr. Melt- ingarfærin í þeim eiga að vera næst- um nákvæmlega eins og í jórturdýri, kú eöa kind. Viö notum geislavirka ísótópa til að fylgjast með hvernig næringarefnin nýtast skepnunni. Það er voðalega dýrt að gera þetta í lif- andi skepnu. Þarna er hægt að mæla orkuna sem kemur úr fóðrinu. Þetta er glersílindir með stimpli. Siðan er vökvi úr kú settur ofan í og loks heyið. Þetta er nákvæmlega það sama og er að gerast í kúnni. Síðan getur maður sett ný efni í grasið og prófað sig áfram. Ef þetta virkar í gervikúnni þá er hægt aö prófa þetta á alvörukú.” Kjarnorkufræöingur Bjöm lagði stund á kjamorkufræði í Bandaríkjunum og tók þar próf í notkun geislavirkra efna. Það var árið 1957. „Þetta var rétt að byrja þá. Eg byrjaði í þessari stofnun, sem ég er nú hjá, árið ’63. Eg var yfirmaður jurtakynbótadeildarinnar í fimm ár. Síðan var ég varaforstjóri stofnunar- innar í sex ár. Þá kom ég heim og var forstjóri Rannsóknastofnunar land- búnaðarins til ’83. Síðan fékk ég leyfi frá störfum og var ráðinn við stofn- unina úti og þar er ég búinn að vera í eitt og hálft ár. Eg á að vera þama í eitt og hálft ár enn. Þetta er voðalega skemmtilegt starf.” Forstjóri FAO íslandsvinur Heyrst hefur að forstjóri Matvæla- og landbúnaðarstof nunar Sameinuöu þjóðanna, sem er yfirmaður Bjöms, sé hinn mesti harðstjóri. Sá heitir EdouardSaouma. „Hann er mjög ákveðinn og vill beina sem mest athyglinni að fátæk- ustu þjóðunum. Afríka og sum Asíu- lönd njóta forgangs. Það er númer eitt að fólk svelti ekki. Um leiö er lögð áhersla á samvinnu allra þjóða. Stofnunin lítur vægari augum á Evrópu. Það er betra að þurfa að fara i megrunarkúr en að þurfa að betlafyrirmat. Saouma er mikill Islandsvinur og þykir við vera til mikillar fyrirmynd- ar fyrir þróunarríki. Við höfum unnið okkur upp úr fátækt í vel- ferðarríki. Hann þakkar þetta menntun, kunnáttu og dugnaöi því þrátt fyrir erfið skilyrði getum við framleitthérmeiraennóg.” -Þó.G.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.