Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1984, Page 13
DV. FÖSTUDAGUR 26. OKTOBER1984.
HARALDUR BLÖNDAL
LÖGFRÆOINGUR
tryggja samkeppnisstööu hans, þegar
hún hindrar aö skip annarra útgeröar-
manna geti lagst að bryggju.
Og þannig má taka fleiri dæmi um að
verkfaU BSRB bitnar fyrst og fremst á
þriðja aðila. I sumum tilfellum má rök-
styðja að verkfallið sé af hinu góða,
eins og t.d. hjá kennurum, en fram-
koma þeirra í þessu verkfalli hefur
sýnt að nauösynlegt er að fjölga einka-
skólum í landinu til þess að geta valiö
börnum sinum kennara sem misnota
ekki aðstöðu sína til þess aö boöa póli-
tiskt fagnaöarerindi. Eða er þaö til-
hlýöiieg framkoma hjá kennurum aö
flytja bömum fyrirlestra um léleg laun
sín, — hætta kennslu í miðjum tíma
með athugasemd um aö nú dugi kaupið
ekki til meiri kennslu eða hreinlega
stela bókum af börnunum, eins og gert
var í Fossvogsskóla?
Ólögmæt vinnustöðvun
aö t.d. fá ættingjar farþega ekki að
sækja þá eins og alsiða er, — þó mun
Einar örn Stefánsson fréttamaður
hafa fengiö að sækja konu sína enda
bæði í verkfalli og í BSRB.
Tjón
I sjálfu sér snertir þetta ekkert ríkis-
sjóð.
Hins vegar veldur þetta skipafélög-
unum og flugfélögunum mjög miklu
tjóni. Þau verða verr í stakk búin til
þess aö greiða hærra kaup, — en verða
vitanlega að greiða alla sína skatta og
skyldur til ríkissjóös og sveitarfélag-
anna. Dagsbrúnarmenn ættu að hafa
hugfast að verkfallsvarsla BSRB á
hafnarbakkanum í Reykjavík hefur
tvennt, og aðeins tvennt, i för með sér:
Annars vegar minni tekjur Eimskipa-
félagsins, — þar með minni möguleika
á kauphækkun. Hins vegar aukna
skatta á almenningi, — þar með minni
raunverulega kauphækkun þegar sam-
ið verður um hana í kjarasamningum
ASI og VSI. Kristbjörg Kjeld er ekki að
gæta hagsmuna bróður síns, eða
Með sama hætti hefur framkoma út-
varpsstarfsmanna verið. Frá því að
Brota-ögmundur hóf ólögmæta vinnu-
stöðvun i sjónvarpinu í byrjun þessa
mánaðar hefur það orðið æ skýrara aö
einokun útvarpsins verður að rjúfa.
Um þaö er oröin samstaða meðal
stjómarflokkanna og er það tíma-
spursmál hvenær frjálsar útvarps-
stöðvar hefja almennan útvarps-
rekstur.
Víða erlendis hafa verið sett lög til
þess að tryggja hagsmuni þriðja aðila.
Þetta hefur ekki veriö knýjandi á Is-
landi enda hafa verkföll hin síðari ár
farið friðsamlega fram. Verkfalls-
varsla hefur verið gerð með skynsemi
og truntuháttur og þjösnagangur eru
nær óþekkt fyrirbrigði hjá frjálsu
verkalýðsfélögunum. Menn geta velt
því fyrir sér, — af hverju verkfalls-
verðir BSRB hagi sér alls staðar eins
og KGB menn. Ætli skýringin sé ekki
fólgin í því að þeir eru alla daga að
segja fólki fyrir og skýla sér á bak við
vald reglugeröa og fyrirmæla. Nú hafa
þeir ekki stuðning af reglugerðum en
framkoman er sú sama.
Haraldur Blöndal.
Kjallarinn
AÐALHEIÐUR
JÓNSDÓTTIR
VERSLUNARMAÐUR
ekki eins og aörir menn og kannski líka
hitt að honum og Lucy, ásamt öðrum
hundum, hefði auðnast að gera höfuð-
borg Islands að lögverndaöri hunda-
borg.
Hvað geríst / kjaramá/um?
I umræöum um kjaramálin hefir
þess mjög gætt að félagsmenn BSRB
teldu sig hafa dregist langt aftur úr í
kjaramálum vegna yfirborgana á al-
mennum vinnumarkaði. En loks virð-
ist formaður BSRB haf a áttað sig á því
að það séu fleiri en opinberir starfs-
menn sem mega bíta í það súra epli að
vera ekki yfirborgað vinnuafl. — Þá
kemur það fram að lægsti launataxti
sem BSRB auglýsti var töluvert yfir 16
þús. kr. — En krafa verkamannasam-
bandsins nú er 14 þús. Eitt þús. kr.
lægri en farið var fram á fyrir samn-
ingana í vetur. Verður trúlega 13 þús.
næst. — En hvað um það. Þarna hlýtur
eitthvað að spila inn í sem ekki er unnt
að skilgreina. Er þar um að ræða yfir-
borgað vinnuafl eöa eru þessir menn
orðnir svo dauökúgaðir vinnuþrælar að
v
þeir telji sig ekki hafa nokkum rétt til
mannsæmandi lífskjara? — En hvað
sem þessum ósköpum veldur hlýtur aö
teljast óheilbrigt og óraunhæft að stilla
kröfum sínum langt neðan við það sem
talið er að nægi til lífsframfæris. — En
auðvitað þurfa toppamir ekkert að ótt-
ast. Þeir munu aö sjálfsögðu alltaf
standa upp úr.
Formaður BSRB sagði í áðurnefnd-
um sjónvarpsþætti aö þeir sem þar
væru saman komnir hefðu allir dágóð
laun. En geta þessir heiöursmenn þá
ekki áttaö sig á því aö þeir þurfi ekki
jafnmiklar kauphækkanir og hinir sem
lægst laun hafa?
Hvaö gerist í kjaramálum er spurn-
ing sem vafalaust brennur á mörgum
nú um stundir. Talaö er um að margir
sjái ekki fram á annaö en missa íbúðir
sínar og öll nauðungaruppboðin sem
auglýst eru dag hvem benda ótvírætt í
þá átt. — Þá sýnir mikið fylgishrun
ríkisstjómarinnar einnig að fólk er
orðið mjög aðþrengt og er að læra að
meta á hlutlægan hátt vinnubrögð
hennar, sem er góðra gjalda vert, og
vonandi slær ekki í baksegl meö það.
Nú heyrist frá ríkisstjómarherbúð-
unum minnst á kjarabætur með lækk-
un skatta. Það veit ríkisstjómin ofur
vel að táknar kjaraskerðingu í formi
dulbúinna skatta sem harðast kæmi
niður á þeim sem hafa svo lág laun að
þeir borga lítinn eða engan tekjuskatt.
Og þá hefir heyrst minnst á Trygginga-
stofnun ríkisins í þessu sambandi.
Nú ættu heiðursmennirnir aö láta
leiftursóknina slá í gegn. Leggja niður
alla heilbrigðisþjónustu og taka að sér
fleiri á vinnumarkaðinum en einstæöa
foreldra og barnmargar fjölskyldur.
Helst af öllu losa atvinnurekendur við
allar kaupgreiðslur.
En hvað gerir verkalýðshreyfingin
nú? Lætur hún snúa á sig eða myndar
hún órofa heild gegn ranglæti og fjand-
samlegu ríkisvaldi? I áratugi hefir hún
verið að grafa sína eigin gröf. Barist
við sjálfa sig og barist gegn launajafn-
rétti. Ef hún getur ekki látið af þessari
iðju sinni — snúið við og náð áttum,
hlýtur mælirinn að vera fullur og það
besta senj hún getur gert að leggjast út
af og deyja — biðja atvinnurekendur
aö kasta yfir sig rekunum og syngja
sálumessu.
Aðalheiður Jónsdóttir.
13
Hálfkommakirkja
hálfkommakristni
Kjallarinn
• „íslenzkir lútherstrúarmenn ættu að
íhuga, hvað þar með hefur gerzt. Þeir eru
orðnir aðilar að alþjóðasamtökum, sem er
stýrt austan yfir járntjald.”
ARNÓR
HANNiBALSSON,
málefni kirkjunnar svo mikið sem
meö litlaputta. Um leið og það
gerðist væri kirkjan að velli hnigin;
þjóðlif og þúsund ára menning
þjóðarinnar í tætlum. Það er þessi
staðfesta pólsku kirkjunnar, sem
gerir hana að öflugastu stofnun
þjóðarinnar.
Hin „nýja þjónustuguðfræði” (eða
„díakónía”) Káldys biskups heldur
því að vísu ekki fram, að guö hafi
skapað heiminn undir forystu
Sú ákvörðun heimsþings lúthers-|
trúarmanna að kjósa biskup þennan
forseta sinn er hnefahögg í andlit
allra þeirra austantjaldsmanna, sem J
reyna við erfiðar aðstæður að varð-1
veita sitt andlega frelsi.
Mótmæli og þögn
Ætla hefði mátt, aö heimsþingiðl
hefði nú notað tækifærið og sam-1
þykkt skorinorðan stuðning við ,
ofsótta trúbræður austantjalds. Enj
ekki i
KIRKJUÞINGIÐ ( BÚDAPEST
Það var eitt sinn sagt um Krist, að
hann væri átvagl og vínsvelgur
(Matth. 11:19) vegna þess, aö hann
sat veislu og neytti víns! Með hlið-
stæöri forsendu á að stimpla lúth-
ersku kirkjuna kommúnisma, vegna
þess að hún hél.t 7. heimsþing sitt i
Ungverjalandi og valdi sér forseta
eftir þeirri reglu, sem gilt hefir nær
undantekningarlaust i allri sögunni
frá stofnun sambandsins 1947, að for-
seti sé kosinn sá sem er yfirmaður
þeirrar kirkjudeildar, þar sem þing-
iö er haldið. Heimsþing lúthersku
kirkjunnar eru haldin á 7 ára fresti.
Þingstaðurinn færist jafnan til milli
landa og heimsálfa. Þetta var í
fyrsta sinn, sem heimsþing var
haldið i landi austan jámtjalds, 22.
júli til 5. ágúst í sumar.
Þennan stimpil sinn vill Arnór
Hannibalsson setja á Lútherska
heimssambandiö í grein sinni í Dag-
blaöinu Vísi, þriðjudaginn 23. okt. sl.
Þar sem hér er um mjög svo villandi
getsakir að ræða, er ástæða til þess
að andmæla fullyrðingum greinar-
höfundar.
Sambandsleysi
Ein höfuöorsök þeirrar óaldar,
sem yfir heiminn gengur, er
sambandsleysið milli austurs og
vesturs og sú þvergiröing, sem jám-
tjaldið hefir haft i för meö sér. Þessi
stirfni kom fljótt i Ijós að lokinni
seinni heimsstyrjöld. Þegar ég sótti
2. heimsþing kirkjunnar i Hannover í
Vestur-Þýskalandi 1952, var þaö
átakanlegt að engum fulltrúa
Austur-Evrópuríkja skyldi leyft að
sækja þaö. Austan við jámtjaldið em
um 16 lútherskar kirkjudeildir í sam-
bandinu og þeim megin eru hinir
sögufrægu staöir siðbótarmannsins
Marteins Lúthers.
Eg minnist þess hvernig Hans
Lilje biskup tók á þessu ógnþrungna
viðhorfi í upphafsræðu sinni, er hann
lagði út af oröunum: „Ekki með
valdi né krafti, heldur fyrir anda
minn, segir Drottinn allsherjar.”
(Sak. 4:6) Um leið og Hans Lilje lýsti
yfir einnar mínútu þögn til þess að
minnast fjarverandi fulltrúa í bæn,
sagði hann um hið rikjandi ástand,
að hér væri þingheimur saman kom-
inn „án alls haturs án ótta við vald-
beitingu, en í trausti þess samfélags,
sem ekkert afl á jörðinni gæti eyði-
lagt.”
Síðan þetta var hefir viðhorfið tals-
vert breyst eins og í Ungverjalandi,
þó að yfirlýst andstaða stjórnvalda í
Austur-Evrópu sé fyrir hendi og
kristnir menn þar víða ofsóttir
vægðariaust fyrir trúarskoðanir sín-
ar. Þetta breytta viðhorf kemur
glöggt í ljós í ummælum Poul Han-
sens, fyrrv. Evrópuritara Lútherska
Kjallarinn
HERRA PETUR
SIGURGEIRSSON
BISKUP
heimssambandsins, sem undanfarin
20 ár hefir unnið að samstarfi milli
kirkna í Austur- og Vestur-Evrópu.
Hann sagði, að ef sér heföi verið sagt
fyrir 10 árum, að heimsþingið ætti að
halda i Búdapest, þá heföi hann taliö
það hrein ósannindi. „Þá heföi þetta
verið óhugsandi,” sagði Poul Han-
sen. Og um þingiö í Búdapest sagði
áður nefnt. Það kom vel í ljós, að
Kaldy, sem hefir átt sæti í stjóm
sambandsins, gerir sér fyllilega
grein fyrir þeim vanda, sem hann er
settur i og hann tók þaö skýrt fram
að hann myndi vinna störf sín i sam-
ráði og samvinnu viö þá aðra, sem
hafa með höndum forustu í mál-
efnum lúthersku kirjunnar. Annars
er embætti hans ekki stefnumótandi.
Þingið og miðstjórn Lútherska
heimssambandsins tekur allar
meiriháttar ákvarðanir í málefnum
kirkjusambandsins, en í stjóminni
eru 29 manns frá kirkjudeildum víða
að úr heiminum. Ohætt er að segja,
að áhrifamesta staða í þessum sam-
tökum er hjá framkvæmdastjóra
sambandsins, sem nú er bandariskur
prestur að nafni Carl Mau, og þjónað
hefir sambandinu mörg undanfarin
ár.
Fagnaðareríndið / fyrirrúmi
Reynsla min af störfum Lútherska
heimssambandsins, allar götur frá
þinginu í Hannover og á þremur
öðrum þingum sem og persónulegum
kynnum við þá menn er leiða hinar
ýmsu starfsgreinar með höfuð-
stöðvar í Genf í Sviss, er alfarið á
þann veg, aö boðun fagnaðarerindis-
™ „Þátttakendum á þinginu í Búdapest kom
saman um þaö, að gildi þingsins og þýð-
ing fyrir batnandi ástand í hinum stríðsæsta
heimi fólst einmitt í því, að þingið var hægt að
halda í Ungver jalandi...”
hann: „Eg get ekki litið á það öðru
visi en guðdómlega handleiðslu, aö
þaðgeturnúskeð.”
Giidi þingsins
Þátttakendum á þinginu í Búda-
pest kom saman um þaö, að gildi
þingsins og þýöing fyrir batnandi
ástand í hinum stríðsæstá heimi
fólst einmitt í því, að þingið var hægt
að halda i Ungverjalandi, þar sem
tekið var á móti þingheimi af vin-
áttuhug og gestrisni og án þess að
hægt væri að finna fyrir þeim jám-
kalda farartálma, sem aðskilur
austur og vestur.
Eg ætla ekki að legg ja stríðan dóm
á kosningu Kaldys í embætti forseta
heimssambandsins. Hann haföi fylgi
meirihluta þingfulltrúa í það emb-
ætti og m.a. af ástæðu, sem ég hefi
ins situr þar í fyrirrúmi og samhjálp
til þess að firra heiminn böli sundur-
lyndis og blóösúthellinga. Þann veg
valdt Kristur lærisveinum sínum, er
hann fól þeim að boða kærleika Guðs
og frið á jörð. Sá vegur hefir þaö
fram yfir allar aðrar leiöir, sem
famar eru heiminum til bjargar, að
þar sundurgreinast menn ekki eftir
landamærum og þar aöskilur ekkert
járntjald. Þjóöir heims þarfnast þess
meir en nokkru sinni fyrr að ganga á
þeirri braut. Yfirskrift þingsins var
I Kristi von heimsins. I þeirri von
lýsir lútherska kirkjan fram á leið.
Að það tókst að rjúfa jámtjaldið
geta menn svo kallað „hálfkommún-
isma” eða hvaö annaö. Oneitanlega
minnir þaö á uppnefniö, sem Kristi
var gefið forðum daga.
Pétur Sigurgelrsson.