Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1984, Side 18
18
(þróttii
(þróttir
DV. FÖSTUDAGUR 26. OKTOBER1984.
íþróttir
íþróttir
lþ
• GlennHoddle.
Hoddle
ogNeill
íleikbann
Frá Sigurbirni Aöalsteinssyni, frétta-
manni DV í London:
Eins og skýrt var frá í DV í gœr voru
þeir Glenn Hoddle, Tottenham, og
Warren Neill, QPR, reknir af leikvelli í
Evrópuleikjum félaganna í fyrra-
kvöld.
Þeir félagar hafa nú verið dæmdir í
tveggja leikja bann. Það þýðir að þeir
missa báðir af síðari leikjum liða sinna
í 2. umferðinni og fyrri leikjunum i 3.
umferðef liðin komast áfram. -SK.
Dómarinn
hengdi
bakara
fyrir smið
Peter White, Aston Villa, var rekinn
af leikvelli í leik Aston Villa og Nor-
wich á laugardaginn var. Það kom þó í
Ijós eftir leikinn að dómarinn hafði
hengt bakara fyrir smiö. Paul Rideout,
Aston Villa, viðurkenndi eftir leikinn
að hafa hrópað ókvæðisorð að dómar-
anum. Dómarinn hélt að Peter White
hefði veriö að opna munninn en svo var
ekki í þetta skiptiö. Rideout hefur nú
verið dæmdur í eins leiks keppnisbann
og 150 punda sekt að auki. -SK.
Kviknaði f
Carrow
Road
Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta-
manni DV í London:
Það varð uppi fótur og fit í Norwich í
gærmorgun þegar i ljós kom að
kviknað var í áhorfendastæðum á
heimavelli Norwich, Carrow Road.
Fljótlega tókst að slökkva eldinn en
ekki þó áður en 2500 sæti höföu
eyðilagst. Þetta er gífurlegt tjón fyrir
félagið og er það talið nema um einni
milljón punda eða um 40 milljónum
islenskra króna. -SK.
Eínnig íþróttir
á bls. 16 og 17
íslendingar léku
sér að Finnum
eins og köttur að mús í Helsinki á NM í gær — og unnu stórsigur, 32:13
— Þetta var sigur liðsheildarinnar.
Finnar áttu aldrei svar við leik okkar
og vlö vorum heilum gæðaflokki betri
en Finnarnir, sagði Jón Hjaltalin
Magnússon, formaður HSÍ, eftir að
islenska landsliðið hafði unnið stór-
sigur, 32:13, yfir Finnum i fyrsta leik
Norðurlandamótsins í handknattleik
sem hófst i Helsinki i gær.
— Það kom greinilega fram að við
búum enn að hinum góða undirbúningi
fyrir OL í Los Angeles. Við erum búnir
aö fínpússa leikkerfin sem við æföum
fyrir OL og leikurinn gekk eins og vel
smurð vél. Mikil barátta var í vöminni
og sóknarleikurinn var skipulega leik-
inn. Strákarnir gáfu aldrei eftir þótt
þeir næðu yfirburðum strax í byrjun —
Kæmust yfir, 13-4, fyrir leikhlé, sagöi
JónHjaltalín.
— Þetta var auðveldur sigur hjá
okkur. Mótspyman var aldrei mikil,
sagði Þorbergur Aðalsteinsson sem
skoraði 8 mörk í leiknum.
Karl Þráinsson úr Víkingi lék sinn
fyrsta landsleik — og stóð hann sig vel.
Karl skoraði þrjú mörk úr hornum.
Markverðirnir Einar Þorvarðarson og
Kristján Sigmundsson vörðu vel í
markinu.
Þeir sem skoruðu mörk Islands í
leiknum, voru:
Þorbergur 8, Kristján Arason 8,
Þorgils Ottar 4, Karl 3, Viggó Sigurðs-
son 3, Steinar Birgisson 2, Páll Olafs-
son 2, Jakob Sigurðsson 1 og Hans
Guðmundsson 1.
Sigurður með gegn Svíum
- Það er mikill hugur í strákunum
og það verður ekkert gefið eftir í leikn-
um gegn Svíum þótt okkur hafi gengið
erfiðlega gegn þeim í gegnum árin,
sagði Jón Hjaltalín.
Jón sagði að Sigurður Gunnarsson
væri oröinn góður af meiðslunum í hné
og hann myndi leika meö gegn Svíum.
Island mætir Svíþjóð í Helsinki í
dag.
-SOS
• Þorbergur Aðalsteinsson—skoraði 8 mö
Móther
■
| Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta-
Imanni DV f Svíþjóð:
Mótherjar Valsmanna i
IEvrópukeppninnl í handknattleik,
Ystad frá Sviþjóð, hafa átt mjög
I erfitt uppdráttar það sem af er
“ keppnistímabilinu.
Siggi og Raggi
beint til Spánar
Eftir keppnina í Worid Cup á
ítalíu halda þeir Ragnar Ölafsson
og Sigurður Pétursson strax til
Spánar þar sem þeir ásamt ívari
Haukssyní taka þátt í Evrópu-
keppni félagsliða (áhugamenn).
Leikið verður á Aloha golfveUinum
á MarbeUa. Þeir Ragnar og
Sigurður hafa áður tekið þátt í
samskonar Evrópumóti og stóðu
sig þá mjög vel.
-SK.
íþróttir
h
íþróttir
íþróttir
íþróttir