Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1984, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1984, Síða 30
34 DV. FÖSTUDAGUR 26. OKTOBER1984. Sumarmyndakeppni DV: Sigurvegarar í svart/hvítu Síðastliðna mánuöi hefur staðið yfir svokallaða sumarmyndakeppni. Fjöldi myndefnin og mörg þúsund ljósmynd- ina. Hefur þátttaka aldrei áður verið hin árlega Ijósmyndakeppni DV, hin áhugaljósmyndara glimdi við sumar- ir, í svart/hvitu og Iit, bárust i keppn- jafnalmenn í þessari keppni og má tala Þessi nafnlausa mynd Jens Ormslav varð /öðru ssati. um myndaflóð i bókstaflegri merk- ingu. Verðlaun í keppninni eru enda höfð- ingleg; fyrstu verðlaun í báðum flokk- um Nikon 50 mm myndavél, önnur verðlaun í báðum flokkum Polaroid 660 myndavél og þriðju til fimmtu verð- laun Polaroid Viva myndavélar. Allir verðlaunagripirnir eru frá Ljósmynda- þjónustunni hf., Laugavegi 176. Myndefni ljósmyndanna var marg- víslegt og sumarið skoðað út frá fjöl- breytilegum sjónarhornum en mest bar þó á myndum af manninum í sam- spili við náttúruna. Flest myndefnin einkenndust af léttu andrúmslofti, sól og bjartsýni. En fáar ljósmyndir sýndu okkur sumarið í gegnum rign- ingarskrúöann. I dag birtast verölaunamyndir í svart/hvitum flokki keppninnar en lit- myndir, sem til verðlauna unnu, verða birtar í helgarblaði DV sem kemur út á morgun. I svart/hvítum flokki varð mynd Davíös Þorsteinssonar, „Lögreglukór- inn hitar upp”, í fyrsta sæti: Tækni- lega vel samsett mynd þar sem leikur með myndskurð og fókus elur af sér inntakslegt tvíræði. Sterk mynd og jafnframt spaugileg. I 2. sæti varð mynd Jens Ormslevs. Tæknilega og myndrænt séð er þetta einföld mynd en myndefnið er vel valið og hlaðið ótal túlkunarmöguleikum. Hún sýnir okkur mannf jöldann og einstaklinginn á eink- ar táknrænan hátt. 1 3. sæti varð mynd Einars Sveins Jónssonar. „1 leit aö ljósi”. Þetta er ein af þeim fáu mynd- um þar sem myndefnið er sett á svið til að lýsa hugmynd. Myndin er smellin og sýnir sumarið á raunsæjan og jafn- framt kaldranalegan hátt. I 4. sæti varð mynd Sveins Eiríkssonar og sýnir hún íslenska sumarið í svölum skugga. I 5. sæti varð svo mynd Smára Njáls- sonar sem tjáir vel sumarstemmningu yngstu kynslóðarinnar. Verðlaunamyndir i litmyndahluta keppninnar verða kynntar í DV á morgun, eins og áður sagöi, og greint verður frá verðlaunaafhendingu síðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.