Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1984, Blaðsíða 36
FgÉTTASKOJIÐ 68).(78).(88 SIMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu > eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984. _ ■saass Ríkið vill borga launin Frétt D V afþessu máti frá i gær. „Við höfum viljað borga út laun, sem næst lagi, til þeirra sem eru við störf og gerum þá ekki greinarmun á því hvort um er að ræða fólk í til dæmis BHM, Sóknarkonur eða BSRB-fólk sem vinnur á sjúkrahús- um,” sagði Höskuldur Jónsson, ráöu- neytisstjóri fjármálaráðuneytisins, í samtali við DV er við spuröum hann um þetta atriði í framhaldi af frétt DV i gær um aö BSRB vilji ekki að sitt fólk fái laun fyrir verkfallslok, þ.e.a.s. það fólk sem skyldugt er aö vinnaíverkfallinu. Höskuldur sagðist skilja afstöðu BSRB í þessu máli og vitnaöi meðal annars tO lagaákvæða sem gera ekki ráð fyrir að laun séu greidd fyrr en að verkfalii loknu. Hins vegar benti hann á að ríkisvaldið hefði lagt á þaö áherslu að geta greitt starfsfólki sjúkrahúsa og lögreglumönnum þeim sem vinna í verkfallinu laun fyrir þann tíma sem liðinn er frá upphafiverkfalls. -FRI Dularfullt símarugl á Seltjarnarnesi A Seltjarnamesi búa tveir menn. Annar heitir Einar, hinn Guölaugur. Báöir hafa þeir síma eins og gerist og gengur, Einar númerið 29603 og Guð- laugur 614843. Þá gerist það fyrir 12 dögum aö Ein- ar ætlar að hringja heim til sín og verð- ur að sjálfsögðu hissa þegar Guðlaug- ur svarar, maður sem hann hefur aldrei hitt né heyrt nefndan. Einar biöst afsökunar, leggur á og hringir aftur. Enn svarar Guðlaugur og geng- ur þetta nokkra hríð þar tU Einari þyk- ir fullreynt að Guölaugur sé kominn með símann hans. Símanúmer Guð- laugs er aftur á móti týnt. Heima hjá Einari stendur síminn og þegir þunnu hljóöi þar til allt í einu heyrist hringing og í símanum er maður sem spyr hvort búiö sé að tengja símann sinn. Segir hann þetta vera númer 611221. Einar var þá þrátt fyrir allt meö símanúmer, númer þriðja aðila sem fyrir bragðið er síma- laus og númer Guölaugs er týnt eins og fyrr sagði. Þykir mönnunum þrem og fjöiskyldum þeirra þetta aö sjálfsögðu bagalegt og kunna engin ráð í verkfall- inu. -EIR Jafnt innanlands sem utan. Ingimar Halldórsson, samninganefndarmaður á ísafirði: „EKKITÚLKAÐ SEM VERÐTRYGGING” „Af okkar hálfu var þetta ekkl að í værl fólgið verðtryggingará- elnsþarsemmennvilduveraaðhár- túlkað sem verðtryggingarákvæði, kvæði. toga orðalag samningsins um heldur hPimiiH tii endurskoðunar af þennan endurskoðunarrétt. Verð- beggja hálfu ef kaupmáttur um- Starfsmannafélagið haföi trygging er ekki heimll samkvaHnt aflminnfl launa nú breytist á samþykkt samninginn, svo og gfldandi lögum svo að óþarfi er að samningstímanum,” segir Ingimar Orkubú Vestfjarða. Bæjgrstjórn Isa- deila um þetta. Það þarf hins vegar Halldórsson á ísafiröi, einn af þrem í f jarðar frestaði afgreiðslu í fyrradag ef til vill að breyta orðalaginu svo að samninganefnd bæjarins. Þessi um- eftir að skattatilboö ríkisstjórn- öllum misskilningi verði eytt,” sagði mæli varöa samning við starfs- arinnarkomfram. Ingimar. mapnafélagiö, sem sagt hefui verið „Málinu var frestað út af þessu og -HERB. DV VÍSAR A V0PNIN Lögreglan hefur fundið byssur þær sem stolið var úr versluninni Vestur- röst aðfaranótt miðvikudagsins eftir aö ókunn rödd hringdi á afgreiðslu DV og vísaði á byssurnar skammt frá nýja útvarpshúsinu skömmu fyrir kl. 20 í gærkvöldi. DV hafði þegar samband viö lög- regluna eftir simtalið, sem fór á staðinn og fann byssurnar 10 vaföar inn i lak, en augljóst var að þær höföu legiö þama skamma stund er þær fundust. Auk byssanna fannst á staðnum nokkurt magn skota í íþróttatösku auk annars þýfis. -FRI. Enn óvíst meðbensín Sovéska olíuskipið Lipetsk kom til landsins i gær meö 16 lestir af bensini sem duga ættu landsmönnum i 85 daga. Forstjórar olíufélaganna þriggja sóttu um undanþágu til verk- fallsnefndar BSRB i gær til að losa skipið en þvi erindi var hafnað. „Við leysum eitt vandamál í einu,” sagði Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Esso, í morgun. „Það er gott hvað gengur. Okkur tókst að losa svart- olíuskipið sem legiö haföi hér í 10 daga. Nú vinnum við að því að losa bensín- skgiið.” Ef verkfallsnefnd BSRB stendur föst á sinu og neitar bón olíuféiaganna verður bensinlaust á Islandi um miöja næstuviku. -EIR. Hringið ókeypis til útlanda Það eru biðraðir við ýmsa ónefnda símasjálfsala i höfuðborginni þessa dagana og vafalítið einnig víða úti á landsbyggðinni. Ástæðan er sú að sjálfsalamir eru flestir orðnir stút- fullir af smámynt og sumir fyrir bragðiö þeirrar náttúru að úr þeim er hægt að hringja beint til útlanda. „Þetta getur gerst ef myntin dett- ur ekki lengur ofan í kassann og situr þess í stað föst í rennunni,” sagði Ágúst Einarsson hjá Pósti og síma í samtali við DV. „Þetta á ekki við um alla sjálfsalana, myntin þarf að sitja, á ákveðinn hátt til að þetta gangi. Venjulega er einn starfsmaður í því að tæma og sjá um viöhald á sjálfsöl- um og víða í Reykjavík þarf aö tæma þá tvisvar í viku. Þvi er ekki undar- legt þó að margir þeirra séu nú orðn- ir yfirfullir,” sagði Agúst Einarsson. Mikil aösókn er að ákveðnum veit- ingastaö í Reykjavík þar sem er sjálfsali meö galopna linu til út- landa. Allir eru að bíða eftir að kom- ast í símann og í biðröðinni má jafnt sjá Islendinga, Víetnama og þel- dökka. Til fróðleiks má geta þess að mínútusamtal til Kúbu kostar 122 krónur. Mínúta til Argentínu 100 krónur o.s.frv. Það er Póstur og simi sem sjálfur greiðir fyrir þessa óvæntu þjónustu í verkfallinu. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.