Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1984, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1984, Side 1
ÐAGBLAÐIÐ — VISIR 246. TBL.—74. og 10.—ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984. Raf magnsverð þyrfti að hækka um 25 prósent Ef Landsvirkjun keypti Kröflu- virkjun á kostnaðarverði, 3.000 milljónir, þyrfti að hækka rafmagns- verð í landinu um nálægt 25%. Stjómendur Landsvirkjunar telja hámarkskaupverð 700—800 milljónir svo að ekki þurfi að hækka raf- magnsverðið. Hjá fjármálaráðu- neyti mun talið að 1.000—1.200 milljónir séu það kaupverð sem ef Landsvirkjun keypti Kröfluvirkjun á kostnaðarverði Landsvirkjun geti ráðið við án raf- magnshækkunar. Þarna ber því á milli allt að því 500 milljónir króna. Landsvirkjun nefnir 700 en fjármálaráðuneytið jafnvel. 1.200. Það liggur því ekki ennþá fyrir hvort skattgreiðendur verða að taka á sig beint 1.800 eöa jafnvel 2.300 milljónir af kostnaðar- verðiKröflu. Til samanburðar við þessar stóm tölur í dæminu um ráðstöfun Kröflu- virkjunar er að allar tekjur Lands- virkjunar af rafmagnssölu verða 2.220 milljónir í ár, þar af 1.636 vegna sölu til almenningsveitna og 584 vegna sölu til stóriðju. Af þessum tekjum fara raunar 123 milljónir til þess að borga það rafmagn sem Kröfluvirkjun selur Landsvirkjun á árinu. „1 okkar útreikningum höfum við miðað við að það verð sem við tökum Kröfluvirkjun á borgist með 25 ára annuitetsláni sem beri 6% vexti. Há- marksverð samkvæmt því er 700— 800 milljónir enda er það jafnframt skilyrði aö rafmagnsverð hækki ekki af þessum sökum,” segir Halldór Jónatansson, forstjóri Lands- virkjunar. „Hitt er svo annað mál að eins og orkubúskap okkar er háttað er Kröfluvirk jun alveg óþörf. Hún tekur einfaldlega af okkur þennan 100 milljóna króna markað og í staðinn sitjum við uppi með ónotaöa orku- getu í okkar eigin virkjunum,” segir Halldór. HERB Formannskjörið í Alþýðuflokknum: Ræður landsbyggðin úrslitum? £ '•> Næsti formaöur BSRB — sjá bls.29 Krabbadans ogerótík — sjá bls. 13 Of/ágt orkuverö - sjá bls. 10 Fríhafnir: Samanburöur á veröihér ogerlendis — sjá bls. 8-9 NúerBorg hjónunum borgiö — sjá bls. 14 Fyratu vfsbendingar um að fsaflingarhðtifl f ralsarans si f nðnd birtast vanjulaga f glugga Rammagarflar- innar f Hafnarstrœti. Þð kætast bðmin og kaupmennimir an hinn siigafli iaunþegi, nýstaflinn upp úr vark- falli, andumýjar krftarkortifl sitt. DV-mynd GVA. Sumir spámenn hafa spáð Jóni Bald- vini Hannibalssyni 40% atkvæða í for- mannskjöri Alþýðuflokksins um næstu helgi og Kjartan standi uppi með sigur- inn og 60% atkvæða. Um 250 fulltrúar munu sitja þingið, þar af eru tæplega 50 fulltrúar frá Reykjavík og álíka margir frá Reykjaneskjördæimi. „Þaö er landsbyggðin sem ræður þessu,” sagði einn viðmælandi DV, verðandi flokksþingsfulltrúi. Það hefur vakið athygli að Magnús H. Magnússon, núverandi varaformað- ur, hefur ekki gefið upp hvorn fram- bjóðandann hann muni styðja. Jó- hanna Sigurðardóttir, sem býður sig fram sem varaformann, eini fram- bjóðandinn, hefur ekki heldur gefið upp hvom hún styðji. „Sterkasta vopn Jóns Baldvins er hin mikla óánægja sem er í flokknum,” sagði annar viðmælandi. En Reykja- víkurliðið í Alþýðuflokknum hefur löngum átt erfitt uppdráttar — því verður róðurinn um helgina erfiður. —ÞG Húsnæðislánin: Vonir bundnarviö lífeyrissjóöina — sjá bls. 3 Rushhyggst skoramörg mörkgegn íslendingum — sjá íþróttir bls. 16-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.