Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1984, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1984, Page 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR13. NOVEMBER1984. 3 Húsnæðislánin: Vonir bundnar við lífeyrissjóðina Fjárhagsleg geta Húsnæöisstofn- unar til aö greiöa húsbyggjendum lán hefur verið nokkuð bágborin að undanfömu eins og mörgum er eflaustkunnugtum. Fyrir nokkru var ákveöiö að greiða út lán aö andvirði 174 milljón- ir króna. Þessi lánsfjárveiting dugöi til aö greiöa út f jórar lánveitingar og var reynt að hlaupa undir bagga hjá þeim sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn. En þessi lánveiting hrekkur skammt. ,,Síðan hefur ekki verið hægt að greiða út nein lán. En nú er verið að reyna að afla fjár með skuldabréfa- sölu til lifeyrissjóðanna,” segir Siguröur E. Guðmundsson, for- stööumaður Húsnæðisstofnunar. 1 lánsfjáráætlun ríkisstjórn- arinnar var gert ráð fyrir því að líf- eyrissjóöimir keyptu skuldabréf fyrir 525 milljónir. Sú hefur ekki orðið raunin og vantar rúmlega 200 milljónir upp á aðsvo sé. Nú mun ríkisvaldið ætla að bjóða lífeyrissjóðunum upp á betri kjör í þessum kaupum og eru vonir um að salan glæðist við það. , ,Það aö líf ey rissjóðirnir hafa ekki keypt þessi skuldabréf á sinn þátt í því að viö erum verulega á eftir áætlun og ég geri mér vonir um að nú verði fleiri skuldabréf keypt og fjárhagsleg staða okkar batni,” segir Siguröur. ,,En em lífeyrissjóðirnir tilbúnir til aðkaupa skuldabréf af ríkinu?” „Lífeyrissjóðimir hafa alltaf keypt af byggingasjóði, fram- kvæmdasjóði og öðrum fjárfestinga- lánasjóðum á kjörum sem hafa verið besthverjusinni. Nú hefur orðið breyting á því og fjármálaráðuneytið býður aðeins upp á 5 prósent vexti ofan á láns- kjaravísitölu. Sjóðimir geta hins vegar keypt skuldabréf annars staðar með 8 prósent vöxtum til langs tíma. Sjóðirnir hafa þess vegna ekki verið ginnkeyptir fyrir þessum skuldabréfakaupum. Þeir hafa krafist þess að vextirnir verði 7,5 prósent og mér skilst að það sé verið að vinna að þessum málum í fj ármálaráðuneytinu. Þaö kemur ekki til með að standa á lífeyrissjóöunum ef vextirnir verða jafnháir eða betri en gerist annars staðar. Því skyldu þeir vera að kaupa skuldabréf með 5 prósent vöxtum þegar þeir lána sjóðfélögum á 7 prósent vöxtum?” segir Pétur Blöndal, formaður stjórnar Lands- sambands lífeyrissjóða. -APH. Útsala á demöntum oggulli Nýstárleg útsala stendur nú yfir á Hverfisgötu númer 49. Þar eru seldir gullskartgripir, úr og klukkur með 30% afslætti. Ástæöa þessa er sú að nýlega urðu eigendaskipti á skartgripaverslun Jóhannesar Norðfjörö sem starfrækt hefur verið í 82 ár. Verslunina keypti hlutafélagiðE.G.G. „Við ætlum að breyta rekstrarfyrir- komulaginu og því erum við nú með þessa útsölu á gulli, demöntum, úrum og klukkum,” sagði Grétar Bergmann, einn hinna nýju eigenda. „Við verðum eingöngu með postulínsvörur, silfur og fleira í þeim dúr í framtíðinni, en eng- an gullvarning né klukkur. Því var nauðsynlegt aö rýma til á þennan máta.” Utsalan hófst í gærmorgun. Sagði Grétar aö fólk hefði sýnt þessu nýmæli mikinn áhuga og þarna hefðu farið fram „hörkuviöskipti”, eins og hann orðaði það. -JSS. Um 50.000 hafaséð Dalalíf Um 50.000 manns hafa nú séð kvik- myndina Dalalíf. Myndin hefur verið sýnd víða um land við frábærar undir- tektir að því er segir í frétt frá aöstand- endum hennar. Sýningar eru nú að hef jast á Suður- og Austurlandi. Næsta verkefni hjá Nýju lífi sf„ sem framleiðir Dalalíf, er kvikmyndin Skammdegi sem tekin var í febrúar og mars sl. vestur í Arnarfirði. Hún verður frumsýnd snemma á næsta ári. -JSS. Sumarmynda- keppni lokið Vinningshöfum í sumarmynda- keppni DV hafa nú verið afhent verðlaun og keppnin því formlega til lykta leidd. Gífurlegur fjöldi mynda . barst. Þátttakendur voru um 1500 og myndimar enn fleiri því sumir sendu bæði inn svart/hvítar myndir og lit- myndir. Þær myndir sem ekki hlutu verðlaun hafa nú verið sendar eig- endum og vill DV ítreka þakklæti til þeirra fyrir þátttökuna. Við lokaflokkun myndanna kom í ljós að vegna tilfærslna hér á ritstjórn DV, lentu 200 til 300 myndir með af- gangspappír sem fluttur var á sorp- haugana í Gufunesi. Sem betur fer sendu þátttakendur ekki filmur með myndum sínum þannig að væntanlega má bæta skaðann. DV harmar þessi mistök og biður þá afsökunar sem f yrir þessu urðu. Blaöið mun að sjálfsögöu verða þeim sem þess óska innan hand- ar um nýja kópíeringu. Tmustþjónustu ímtuguúr Þaö er meö sérstakri ánægju að Iðnaðarbankinn í Hafnarfirði minnist í dag tuttugu ára afmælis. Saga okkar í Hafnarfirði er saga tuttugu ára þjónustu og ánægjulegs samstarfs við Hafnfirðinga. Þetta er einnig saga tuttugu ára þátttöku í uppbyggingu hafnfirsks atvinnulífs. Af þessari þátttöku erum við stolt — og horfum fram á við, — full bjartsýni. í dag bjóðum við Hafnfirðinga og aðra velkomna í heimsókn til okkar, halda upp á daginn með okkur og þiggja kaffiveitingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.