Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1984, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1984, Qupperneq 6
DV. ÞRIÐJUDAGUR13. NÖVEMBER1984. Utlönd Útlönd Útlönd Útlönd Thatcher hótar strangari lög um eftir kolaróstumar Æ fleiri kolanámumenn snúa aftur til starfa úr 8 mánaða verkfalli en örvænting verkfallsmanna brýst út í of beldisaðgerðum Bretland kann að leiða í gildi ný lög til þess að spoma gegn ofbeldinu sem brotist hefur út í kolaverkfalbnu. Lét Thatcher forsætisráðherra þetta á sér skilja í gærkvöldi eftir róstusaman dag þar sem verkfalls- verðir vörpuðu stálboltum og íkveikju- sprengjum að lögreglu. Verkfallsverðir ætluðu sér að stemma stigu viö því að æ fleiri tækju að nýju til starfa í kolanámunum í Yorkshire. I gær höfðu 1900 náma- menn, sem áður voru í verkfalli, hafið störf aö nýju. — Var það mestur f jöldi, sem tók upp starf aftur á einum degi, síðan kolaverkfallið hófst fyrir átta mánuöum. Thatcher sagð í borgarstjóraveislu í London í gær: „Ofbeldiö hefur risiö upp aftur í koladeilunni vegna þess aö leiðtogar kolanámumanna svífast einskis til að halda áfram vinnu- stöövuninni. En ofbeldið mun ekki sigra. Lögregla og dómstólar munu ekki láta kúga sig. Vanti réttarkerfinu umboö til þess að halda uppi lögum og reglu í frjálsu samfélagi og nauðsyn- legri vemd minnimáttar gegn hinum sterkari, þá munum við veita þeim það semmeöþarf.” Boðaði hún aö fyrir árslok mundi liggja fyrir nýtt lagafrumvarp um breytingar varöandi reglur um hegðan á almannafæri. Um 30 lögreglumenn og sex verk- fallsverðir særðust í róstunum í Suður- Yorkshire í gær. 30 verkfallsverðir voru handteknir eftir innbrot í versl- anir, gripdeildir, spjöll á strætum og uppsetningu vegatálma. Arthur Scargill, leiðtogi náma- manna, sakaði lögregluna að hafa átt upptökin. Af 181 þúsund kolanámumönnum landsins eru nú 57 þúsund aö störfum. 56 af 174 kolanámum, sem eru í rekstri, skila af sér um 500 þúsund málestum á hverri viku. — Um 4000 námamenn hafa snúiö aftur til starfa á síðustu tveim vikum og er- búist við því að miklu fleiri fylgi fordæmi þeirra fyrir næsta mánudag til þess að ná jólabón- usnum. Róstusamt var í Yorkshire í gær þegar verkfallsverðir veltu við bifreiðum og kveiktu í þeim, brutust inn í verslanir og vörpuðu íkveikjuspreng jum að lögreglu. Æ fleiri námamenn snúa nú aftur til starfa eftir átta mánaða verkfall í kola námum Breta. Herútboð í Nicaragua Varnarmálaráðuneyti Nicaragua hefur skipaö her landsins að vera í við- bragðsstöðu og einn foringja sandin- ista segir að landsmenn þurfi aö her- væðast vegna hættunnar á innrás frá Bandaríkjunum. Diplómatar gefa þó í skyn að þetta kunni eins að vera gert í pólitísku skyni frekar en af hemaðarlegri nauösyn. Þetta ber að í sömu mund sem árs- fundur samtaka Ameríkuríkja (OAS) hófst í Brasilíu en þar ber hæst í umræðum vaxandi spennu milli Nicaragua og Bandarikjanna þótt þaö mál hafi verið tekið út af dagskrá fund- arins. Nicaragua hefur æ ofan í æ sakaö Bandaríkin um aö ala á innrásar- áætlunum. Síðast í gær fullyrti stjómin í Managua aö 25 bandarísk herskip stefndu að ströndum landsins meö fimmtán þúsund manna herliö innan- borös. I Washington er því haldið fram að herskipasiglingar á þessum slóðum séu hluti af flotaæfingum á Atlantshafi og Kyrrahafi og þar á meöal í Fonseca- flóa en innrás væri alls ekki markmiðið og ekkert slíkt í undirbúningi. I höfuðborginni Managua var um að iitast í gær líkt og striðsástand rikti. Sovéskir T-55 skriðdrekar skröltu þar um stræti, grafnar vom skotgrafir og hermenn unnu að því að koma fyrir fallbyssum undir felunetum. Leticia Herrera, einn foringja sandinista, sagði að íbúar Nicaragua væru reiðurbúnir að fórna sínum síðasta blóðdropa til varna landsins. „Það vamarliö mun mynda orjúfanlegan vegg gegn árásarstefnu heimsvaldasinna.” Sagði hann að yfir 95% þeirra, sem náð hefðu 14 ára aldri, hefðu gefið sig fram við skrifstofur sandinista og boðið sig til herþjálfunar. „Á sömu stundu sem einn Gringói stígur fæti sínum á okkar strendur munu landsmenn komnir í vamar- stööur,” sagðiHerrera. Sandinistar segja hvern landsmann reiðubúlnn til varnar ef Bandaríkin reyniinnrás. STÓRIÐJA í FÍKNIEFNAFRAMLEIÐSLU — 5000 kotbændur í nauðungarvinnu við framleiðslu á maríjúana Mexikanska lögreglan hefur iagt hald á meira en átta þúsund lestir af maríjúana eftir að hún fann af- skekkta fíkniefnaverksmiðju í eyði- mörkinni. Þar fann hún um leið um 5000 smábændur sem neyddir höfðu verið til starfa í verksmiðjunni. Atta menn voru handteknir fyrir að reka verksmiðjuna og vom sjö þeirra úr öryggislögreglu Mexíkó. Kotungamir sættu einskonar þrælavist við fíkniefnaframleiðsl- una. Sögöust þeir hafa verið blekktir til starfa en síðan meinaö að snúa aftur heim til sín. Bjuggu þeir við þröngan kost og voru iila vannæröir þegar aö var komiö. 1 þessari herferð fann lögreglan akra, þurrkunar- og pökkunarverk- smiðju og bílastæöi fyrir þrjátíu vörubíla. Þessi athafnasemi var dreifð á nokkra búgarða í Chihuahua í Norður-Mexíkó. h /# L /.-1 Ums Guðm Pétu ijón: undur rsson Vetursnemma áferðíSíberíu Vetrarsnjórinn er óvænt snemma á ferðinni í Síberíu og frosthörkur. Tutt- ugu timburflutningaprammar hafa setið fastir í tvær vikur í þykkum ís á ánni Ket í vesturhluta Síberíu. Þyrlur hafa þurft að flytja nauösynj- ar til áhafna prammanna, en dráttar- bátar hafa nú náö prömmunum laus- um. Sovéska blaðiö Isvestia greinir frá því að í norðausturhluta Síberíu hafi fljótaprammar setiö fastir í ís í enn fleiri vikur á ánni Lena, sem rennur norður í Ishafiö. Marokko sagdisigúr Einingarsam- tökumAfnku Marokkó yfirgaf fund einingarsam- taka Afríkuríkja í gærkvöldi þegar skæruliðum Polisario, andstæðingum Marokkóstjórnar, var leyfð seta á fundinum. Polisario hefur barist við Marokkó- st jórn um yfirráö Vestur-Sahara, síðan Spánverjar slepptu tökum á nýlend- unni1976. Marokkó lýsti því yfir að þaö segði sig endanlega úr samtökunum. Hefur sh'kt ekki gerst áður í samtökunum þau 21 ár sem þau hafa verið við lýði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.