Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1984, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1984, Page 7
DV. ÞRIÐJ UDAGUR13. NOVEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd sömuleiðis er á rangri braut. Er það fjarskiptahnötturinn Westar. Er búist við því að skutlan verði í námunda við gervihnöttinn á morgun. — Geimfar- amir fimm um borð í „Discovery” eiga að vera átta daga alls í þessari ferð, sem brýtur blað í sögu geimferð- anna með björgun hinna dýru gervi- hnatta. Ný tækni í hjarta- lækningu Nýtt blóðþynningarlyf var meðal nýmæla sem athygli vakti á ársþingi bandarísku hjartaverndarsamtak- anna í gær. Lyf þetta er gefið við blóðtappa en hefur þann kost fram yfir önnur blóðþynningarefni að ekki er hætt við að sjúklingi blæði út þótt opna þurfi honum æð. Einnig var á þinginu kynnt nýtt lasergeislatæki, sem nota má til þess að eyða kalkandi efni i kransæðum án hættu á að brenna aðra vefi. Utanríkisstefnan verdur óbreytt — sagði Rajiv Gandhi sem f etar „Það er rúm fyrir alla trúflokka í Indlandl,” seglr Rajiv Gandhi, en þessi hópur sikka bíður i flóttamannabúðum þar sem hann leitaði hslis undan ofsóknum hindúa. Eftir að geimförunum í skutlunni .JDiscovery" tókst í gær að bjarga um borð gervihnetti, sem fyrr á þessu ári hafði verið sendur á loft en hafnað á skakkri braut, reyna þeir í dag að bjarga öðrum spútnik. Þeir Joe Allen og Dale Gardner höfðu þó lent í basii við gervihnöttinn Palapa þegar Allen tókst ekki aö koma festingum á gervihnöttinn til þess að kræk ja griparmi skutlunnar í hann. En í þyngdarleysinu tókst honum aö halda við Palapa á meðan Gardner festi gervihnöttinn í lestarrými skutlunnar. Núna á sjötta degi ferðarinnar halda geimfararnir af stað til þess að freista þess að bjarga öðrum gervihnetti, sem BJÖRGUÐU GERVI- HNETTINUM UM BORD í SKUTLUNA OG LEITA NÚ AÐ ÖDRUM í GEIMNUM í fótspor móður sinnar Rajiv Gandhi var í gær kjörinn for- seti Kongressflokksins. Fyrsta verk hans var að skipa tvo nánustu sam- starfsmenn sína í lykilstöður. Geröi hann Arun Singh að tengilið sinum við þingið og Arun Nehru fékk fyrra starf Rajivs sem einn af fimm fram- kvæmdastjórum flokksins. Búast má við að þessir tveir menn muni ráða miklu í ríkisstjórn Rajivs. Skipan þeirra gefur til kynna að Rajiv hyggist halda við þeim sið móður sinn- ar að safna völdum í f orsætisráðuneyt- inu en láta hin ráðuneytin aðeins um framkvæmdaatriðin. 1 sjónvarpsræðu í gærkvöldi gaf Rajiv loks einhverjar ábendingar um áhersluatriöi stjómarstefnu sinnar. Hann sagöi aö stjórn sín mundi halda sig á vegi sósíalisma og ríkisstýrös efnahagslifs. Lagði hann áherslu á hagkvæmni í rikisbúskapnum. — „Við munum ekki skjóta skjólshúsi yfir hina lötu, spilltu eða duglausu,” sagöi hann. „Utanríkisstefnan verður óbreytt,” sagði Rajiv og kvað Indverja meta mikils vináttutengslin viö Sovétríkin en sambandiö við Bandaríkin væri margþætt. I tilvísun til óeirðanna undanfariö og aukinna áhrifa trúarhópa í indverskum stjómmálum sagöi Rajiv að lands- stjórn án tillits til trúarbragða hlyti að vera grundvöllur indversks þjóðlífs. Lagði hann þunga áherslu á að allir trúarhópar rúmuðust á Indlandi. „Saman munum við byggja Indland, sem er kyndill friöar og tillitssemi,” sagði Rajiv. Helmingur farinn úr sendiráðinu Eftir nokkurra vikna þrengsli og óþægindi hefur hluti þeirra 150 Austur- Þjóðverja, sem leitað höfðu hælis í vestur-þýska sendiráðinu í Prag, nú gefist upp í tilraunum sínum til að fá að flytja til Vesturlanda og snúið aftur til heimila sinna úr sendiráðinu. Hefur um heimingur þeirra tekið saman föggur sínar á síðustu dögum, yfirgefið sendiráðið og tekið næstu lest heim. — Milli tuttugu og þrjátiu fóm úr sendiráðinu í gær. Sumir höföu þá dvalið í sex vikur í þrengslunum í sendiráðinu. (Mörg börn vom í hópnum.) Austur-þýsk yfirvöld höfðu heitið fólkinu að það þyrfti ekki aö óttast lög- sókn eða ofsóknir af neinu tagi þótt þaö sneriheim. Þeir, sem enn sitja eftir í sendi- ráðinu, ætla að þrauka enn og gera sér vonir um að fá tryggingu fyrir vega- bréfsáritun og leyfi til þess aö flytjast úr landi. Stjórnin í Austur-Berlín hefur til þessa ekki viljaö lof a neinu slíku. BUNAÐARBANKI ÍSLANDS Heiðraði v/iðskiptauinur. Nýja bókin okkar heitir á einföldu íslenzku máli SPARIBÓK með sérvöxtum Hún á að fullnægja þörfum þeirra, sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig. Þetta er bók sem hentar þeim, sem ætla að spara til langs tíma, en vilja þó hafa aðgang að fé sínu fyrirvaralaust. Þessi bók gefur hærri ávöxtun því lengur sem innstæðan er óhreyfð eða allt að 2Q% á ári. í bókina er skráð innstæða oq vextir. hér þarf ekki stofnskírteini eða vfirlit. Hún kemur samt ekki í stað gömlu góðu almennu sparisjóðs- bókarinnar, en sameinar ýmsa kosti hennar annars vegar og bundinna reikninga hins vegar. Þetta er einfalt kerfi og vel skiljanlegt og þarfnast ekki upphrópana. Verið velkomin í afgreiðslustaði bankans til að kynna ykkur þessa nýju sparibók og aðrar sparnaðarleiðir Búnaðarbankans. Við teljum, að bankinn geti nú sinnt hinum margvíslegu þörfum viðskiptamanna með beztu ávöxtun sparifjár. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.