Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1984, Qupperneq 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR13. NOVEMBER1984.
11
Takið verkfallsréttinn af
opinberum starfsmönnum
Opinberir starfsmenn ná engum
kjarabótum fram með verkföllum.
Opinberir starfsmenn hafa léleg
laun. Með verkföllum ná þeir aðeins
fram sömu iaunahækkunum og aðrir
þegnar þjóðfélagsins — i prósentum
talið. Launin eru i raun jafnléleg
áframogáður.
Opinberir starfsmenn munu aldrei
ná svipuðum kjörum og sambæri-
legar stéttir í störfum hjá einkafyrir-
tæk jum. Sist af öllu með verkf öllum.
Vandi opinberra starfsmanna með
launakjörin liggur ekki í því að þeir
fengu fyrst verkfallsrétt um miðjan
síðasta áratug. Vandi þeirra liggur í
eðli vinnuveitandans. Og á meðan
vinnuveitandinn — hið opinbera —
breytist ekkert þá gagna verkföll
ekkert.
Risaeð/a
Rekstur hins opinbera minnir á
risaeðlu. Hún slettist áfram, yfir-
komin af likamsþunga. Hún hirðir
um magn en ekki gæði. Viðhald
hennar byggist á því að fá meira og
meira.
Þannig er hið opinpera. Sjónvarpið
auglýsir eftir upptökustjóra í stúdíói.
Starfið krefst sköpunarhæfileika,
næmrar tilfinningar, myndskyns og
stjómunarhæfileika. En i aug-
lýsingunni er krafist menntunar raf-
eindavirkja.
Sjónvarpið er eitt af ofvöxnum líf-
færum risaeðlunnar. Þar starfa
magnvana frumur — rafeinda-
virkjar og símvirkjar í tugatali, en
minna af hugmyndaríku fólki með
sköpunargetu.
Bifreiöaeftirlitið er annað dæmi
um illa farið liffæri risaeölunnar.
Þar greiðir hið opinbera einhver
lægstu laun sem þekkjast. Hlutverk
Bifreiðaeftirlitsins er tilgangsh'tið,
leifar úreltrar alræðishugsunar.
Arangurinn verður sá að illa launað
fólkið sinnir starfinu af skeytingar-
leysi, án þjónustuhugsunar. Það
hefur að engu að keppa. En þegar
starfsfólk Bifreiöaeftirlitsins er ekki
í vinnunni þá kemur í ljós aö þetta er
ÓLAFUR HAUKSSON
allt ágætisfólk. Ágætiö fær bara ekki
notið sín gagnvart viöskiptavinun-
um.
Heilaskemmdir
Mesta mein risaeðlunnar er það að
hún er heilaskemmd. Hið opinbera
slettist áfram eins og risaeölan, óaf-
vitandi um tilganginn.
Til hvers rekur hið opinbera sjón-
varp? Að hverju hafa yfirmenn og
starfsfólk sjónvarpsins að keppa?
Hvaö hvetur fólkið til dáða? Hvað
veitir því samkeppni? Og hvernig er
tekið á nýjum ferskum hug-
myndum?
Til hvers er Bifreiðaeftirlit? Eru
ekki verkstæði á landinu? Hversu
mörg óhöpp verða í umferðinni
vegna ófullnægjandi búnaöar öku-
tækja? Er hinn ófullnægjandi
búnaður ekki frekar afleiðing af sölu-
skatti á viögerðum og of háum
tollum á varahlutum?
Heilaskemmd hins opinbera er i
ráðuneytunum og á Alþingi. Hún er
hjá yfirmönnum opinberra stofnana.
Þessi liössöfnuður veður áfram í
þeirri villu að hið opinbera verði að
hafa sífellt meiri afskipti af lífi
landsmanna. Heilaskemmdin heldur
fast í allt sem hið opinbera hefur einu
sinni komið höndum yfir. Heila-
skemmdin spyr um magn en ekki
gæði. Hún spyr um flokksskírteini en
ekki hæfileika.
Yfirmenn opinberra stofnana eiga
sér aðeins eitt markmið: að stækka
sína deild. Fjölga starfsmönnum,
stækka húsnæðið, auka á „mikil-
vægi” sitt. Þeir þurfa engum að
svara frekar en þeir vilja. Þeir bera
enga ábyrgð. Þeir hafa engan yfir-
mann sem krefst hagkvæmni. Þeir
hafa enga samkeppni sem hvetur þá
til að gera betur en keppinauturinn.
Lágu launin
Þetta óeðli hins opinbera veldur
lágu laununum. Arangur af starfi
opinberra stofnana skiptir sjaldnast
máli. Því skiptir engu máli
þótt meðalmenn ráðist á lágum
launum til starfa þar.
Kennarar kvarta mest allra opin-
berra starfsmanna undan lágum
launum. Á einum og hálfum áratug
hefur þeim fjölgað nær tvöfalt í land-
inu á meðan nemendum hefur fjölg-
að um 6%. Alþingi, ráðuneyti og
skólamenn hafa þanið kennslubáknið
út. Meira magn, en hvar eru gæðin?
Þreyttir og illa launaðir kennarar
gera engum gagn.
Hinir heilaskemmdu hjá því opin-
bera vinna að því nótt sem nýtan dag
að þynna út ferlíkið. Peningarnir Ul
skiptanna eru ekkert meiri en áður.
Samt hafa aldrei starfað jafnmargir
hjá þvi opinbera og nú. Þeir eru
fleiri, en fá bara minni laun hver og
einn.
Aðrar leiðir
Verkföll breyta ekki eðli hins opin-
bera. Þess vegna hafa opinberir
starfsmenn ekkert með verkf allsrétt
að gera. Þar að auki eru opinberar
stofrianir flestar hverjar einokunar-
stofnanir. Stöövun þeirra i verkfalli
felst helst í því að heilbrigt atvinnulíf
í landinu fær ekki einhverja stimpla
á pappira. An stimplanna fær enginn
að hreyfa sig. Þetta er óréttlátt
gagnvart heilbrigðu atvinnulíf i.
Opinberir starfsmenn eru betur
settir með rækilegri naflaskoðun.
Hver og einn einasti opinber starfs-
maöur ætti að kryfja starf sitt til
mergjar — einnig alþingismenn. Er
min þörf? Hvað gerist ef stofnunin er
minnkuð til helminga eða lögð niður ?
Hver annar getur gert þetta betur og
hagkvæmar?
Meö því að minnka rikisbáknið
geta opinberir starfsmenn fyrst látið
sig dreyma um betri kjör. Og það
besta er kannski að þeir opinberir
starfsmenn sem mundu hætta hjá
þvi opinbera fengju allflestir betri
laun hjá einkaaðilum.
Ólafur Hauksson.
RITSTJÓRI
áj& „Opínberír starfsmenn munu aldrei ná
svipuðum kjörum og sambærilegar stéttir
í störfum hjá einkafyrirtækjum. Síst af öllu
með verkföllum.”
Af kjaramálum og
efnahagsmálum
g|| „Efnahagsvandræði íslensku þjóðarinnar
™ liggja ekki í of háu kaupi opinberra starfs-
manna, heidur öðru.”
Verkfall opinberra starfsmanna
undanfamar vikur hefir haft mikil
áhrif á þjóðfélagið. Þaö er óvenju-
legt hversu verkfallið olli strax í
upphafi miklum hugaræsingi og
óvild meðal ýmissa í stjómar-
búðunum i garð verkfallsmanna.
Sérstaka athygli vek ja viðbrögð f jár-
málaráðherrans er hann ákveður,
þvert á ráðleggingar sérfróðs manns
um túlkun á ákvæðum laga um rétt-
indi og skyldur starfsmanna ríkisins
varöandi fyrirframgreiðslu launa
eins og ríkisstarfsmönnum ber, að
greiða ekki laun nema fram aö
boðuðu verkfalli. Undur er að nokkur
ábyrgur maður með heilbrígða skyn-
semi skuli láta sér slíkt detta i hug.
Þeir sem minnst mega sin í þessu
þjóðfélagi em margir hverjir innan
raða BSRB-fólks og yfirleitt hefir
þessi ákvörðun fjármálaráðherrans
komið mörgum í koll. Frádrátt á
launum heföi mátt lelðrétta síðar og
mun slíkt vera viðtekin venja þegar
villur eru á launaútreikningi viöast
hvar. Þessi ákvörðun lýsir vel því
raunverulega hugarþeli ráðherrans
til smælingjanna í þessu þjóðfélagi
og ættu ríkisstarfsmenn þeir sem hér
hafa orðið fyrir baröinu á gjörræðis-
ákvörðun ráðherrans aö minnast
þessa sérstaklega fyrir næstkomandi
borgarstjómarkosningar.
Hótanir fjármá/aráðherra
1 kvöldfréttum rikisfjölmiöla 31.
okt. kveður fjármálaráðherra dýr-
tíðina rjúka upp um allt að tvöfalda
þá prósentutölu sem samið var um
til handa BSRB. Aftur vekur furðu
þessi yfirlýsing f jármálaráðherrans.
Rökstuðningur ráðherrans liggur
einkum í þeirri f ullyröingu að g jalda-
aukning rikissj%ös vegna þessa
samnings muni nema um 400
milljónum á ári og engir fjármunir
séu til! Það gleymist hinsvegar að
víða eru miklir fjármunir faldir.
Efnahagsvandræði íslensku þjóðar-
innar liggja ekki i of háu kaupi opin-
berra starf smanna, heldur ööru: Hér
verða nefnd nokkur dæmi:
1. Ohagkvæm fjárfesting. Fjöl-
mörg fyrirtæki fjárfesta í ótrú-
legustu og oft einskis nýtum hlutum i
þeim tilgangi að þeir f jármunir verði
ekki skattlagðir. Hér má t.d. nefna
óeðlilegar fjárfestingar oliufélaga i
allt of mörgum birgðatönkum og
bensínsölum. Veit almenningur og
fjármálaráðherrann að mikill hluti
birgðatanka er tómur allt árið nema
rétt um áramót? Hvað kostar
bygging bensínstöðvar? Heyrt hefi
ég töluna 30 milljónir nefndar fyrir
einameðalstóra.
2. Hindra verður tafarlaust arð-
streymi út úr landinu. Islendingar
eru vinnufúsir og duglegir en
aröurinn af vinnunni hverfur að
verulegu leyti út úr landinu. Hér má
nefna óeðÚlegar niðurgreiðslur á
landbúnaöarvörum sem nema ná-
lægt 10% fjárlaga. Þá ber sér-
staklega að geta skuldasöfnunar
erlendis frá. Um það bil helmingur
af erlendum skuldum þjóðarinnar
stafar af lánum til fjármögnunar
orkuvera. lslendingar sýndu allt að
því bamaskap þegar samiö var á
sínum tima um raforkusölu til ál-
versins í Straumsvík. Þangað rennur
nálægt helmingur raforkunnar en
tekjur Landsvirkjunar eru um eða
jafnvel innan viö 10% af þessum af-
glapasamning. Islendingar eru oft
einkennilega óhagsýnir. Dæmi þessa
Kjallarinn
GUÐJÓN JENSSON
PÓST AFGREIÐSLUM AÐUR
er óþörf fjölbreytni í ýmsum vöru-
tegundum. Hvaða gagn er af þegar
vöruúrval er þvílíkt að velja má úr
t.d. um 20 mismunandi tegundum af
klósettpappír? Innkaupsverðið er
himinhátt og þess vegna eru
nauösynjamar óþarflega dýrar.
Víxláhrif launahækkana og verð-
lags er eldd nema hálfur sannleikur-
inn, það sjáum við af verðlagsþróun-
inni síöastliöna 17 mánuöi. Launa-
hækkun BSRB þarf ekki að fara
sjálfrátt út í verðlagið, viljl til að
hindra slfkt og vilji til að leysa efna-
hagsvandamálln á raunhæfan hátt
eralltsem vantar.
Guðjón Jensson.