Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1984, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1984, Page 26
26 Lýður Guðmundsson loftskeytamaður lést aðfaranótt sunnudagsins 4. nóvember. Hann var fæddur 7. júlí 1906 á Bíldudal, Suðurfjaröahreppi í Vestur-Baröastrandarsýslu, sonur hjónanna Guðlaugar Jónsdóttur og Guðmundar Árnasonar. Lýöur útskrif- aðist úr Loftskeytaskólanum 1924. Arið 1930 hóf Lýður störf hjá Skipaútgerö ríkisins á varðskipum og síðar strand- ferðaskipum. Eftirlifandi eiginkona hans er Guðrún Sigurðardóttir. Þau eignuðust tvo syni. Otför Lýðs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Úlafur Byron Guðmundsson lést 5. nóvember sl. Hann var fæddur í Reykjavík 6. ágúst 1925, sonur hjón- anna Guömundar Jóhannssonar og Bríetar Olafsdóttur. Ölafur var tvígiftur. Fyrri kona hans var Auðbjörg Jóhannsdóttir, og eignuðust þau fjögur börn. Olafur og Auðbjörg slitu samvistum. Ariö 1977 giftist Ölafur Sigrúnu Schneider. (Jtför Olafs verður gerö frá Kristskirkju, Landa- koti í dag kl. 13.30. Guðrún Sigurðardóttir andaöist 5. nóvember á Elli- og hjúkrunarheimil- inu Grund. Utför hennar hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hinnar látnu. Ársæll Ólafsson frá Mýrarhúsum, Akranesi, lést 11. nóvember á dvalar- heimilinu Höfða. Guðríður Bárðardóttir frá Jórvík, Álftavatni, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, 10. nóvember. Guömundur Ásgrímur Björnsson, Drápuhlíð 48, andaðist á heimili sinu að morgni 12. nóvember. Þorleifur Ólafur Guðmundsson frá Bjarnarhöfn, Grænuhlíð 18, lést 8. nóvember. Magnús Kristjánsson rafmagnseftir- litsmaöur, Laugateigi 5, andaöist i Landakotsspítala 11. nóvembersl. Ágústa Ingjaldsdóttlr frá Auösholti, Nörvasundi 36 Reykjavík, verður jarð- sungin frá Langholtskirkju miöviku- daginn 14. nóvemberkl. 15. Sigþrúður Guðjónsdóttir, Flókagötu 33, sem lést 10. nóvember sl., verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykja- vík föstudaginn 16. nóvember kl. 13.30. Sjöfn Ingadóttir, Þórufelli 6, verður jarðsungin frá Háteigskirkju miðviku- daginn 14. nóvember kl. 15. Sveinn Einarsson veiðistjóri, frá Miödal, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 14. nóvemberkl. 13.30. Björn Jónsson, Garðaflöt 15 Garöabæ, verður jarösunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 14. nóvember kl. 13.30. Ferðalög Frá Ferðafélagi íslands Fyrsta myndakvöld vetrarins verður mið- vikudaginn 14. nóv. nk. og hefst kl. 20.30 á Hverfisgötu 105 (Risinu). Efni: 1. Guðrún Guðvarðardóttir sýnir myndir úr gönguferðum um Hornstrandir, Djúp, önund- arf jörð, Dýraf jörð og e.t.v. víðar. 2. Eftir kaffihlé sýnir Guðmundur Jóelsson myndir úr ferð F.l. siðastliðið sumar en það var gönguferð frá Borgarfirði eystra til Seyð- isf jarðar og um Fjarðarheiði til Egilsstaða. Hér gefst gott tækifæri til þess að kynnast landinu með augum þess sem f erðast fótgang- andi. Aögangseyrir er kr. 50. Frjálsar veitingar í hléi. ATH.: Myndasýningin er á Hverfisgötu 105 (Risinu), sem er á horni Snorrabrautar og Hverfisgötu, vestanvert við gatnamótin. I anddyri, til hægri, er lyfta. Allir velkomnú-, félagar og aðrir. Skoðið landið með þeim sem ferðast á tveim jafn- fljótum. Fræðslufundur Hjartaverndar á 20 ára afmæli Hjartavemd, landssamtök hjarta- og æða- vemdarfélaga, er 20 ára um þessar mundir (stofnuð 25. okt. 1964). I tilefni afmælisins heldur Hjartavemd fræðslufund fyrir almennlng um hjarta- og æðasjúkdóma, rann- sóknir, lækningar og nýjungar laugardaginn 17. nóvember nasstkomandi kl. 14.30 í Domus Medica. Sjö fyrirlesarar flytja erindi á fundinum og á eftir verða umræður og fyrirspumum svarað. Dagskráin verður þessi: Dr. Sigurður Samúelsson prófessor: Þáttur Hjartaveradar í heilbrlgðisþjónustunnl; Ottó J. Bjömsson tölfræðingur: RannsóknarferlU Hjarta- veradar og næstu verkefni; Nikulás Sigfússon yfirlæknir: Hveralg gengur i baráttunni vlð hækkaðan blóðþrýstlng?; dr. Guömundur Þorgeirsson læknir: Dánarorsaklr i hóprann- sókn Hjartaveradar; Gestur Þorgeirsson læknir: Nýjungar í lyfjameðferð kranssða- sjúklinga; dr. Þórður Harðarson prófessor: Ný tækni við hjartarannsóknlr; dr. Ami Kristinsson læknir: Um hjartaskurðlæknlng- arhérálandi. Snorri Páll Snorrason yfirlæknir stýrir hringborðsumræðum og tekur við spum- ingum fundarmanna. öllum er frjáls aðgangur meðan húsrúm leyfir. Kvenfélag Kópavogs Fundur verður haidinn í kvenfélagi Kópavogs fimmtudaginn 15. nóvember kl. 20.30 í félags- heimilinu. Spilað veröur bingó eftir kaffi. Stjórnin. Frá Norræna félaginu í Mosfellssveit Norræna félagið í Mosfellssveit heldur aðal- fund sinn í Varmárskóla miðvikudaginn 14. nóvembernk. oghefsthann kl. 21. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Sig- hvatur Björgvinsson framkvæmdastjóri skýra frá nýmælum i ferðamálum Norræna féiagsins og helstu viðfangsefnum sem á döf- inni eru hjá félaginu nú og í næstu framtíö. Kvennadeild Flugbjörgunar- sveitarinnar heldur félagsfund miðvikudaginn 14. nóvember kl. 20.30. Vilborg Harðardóttir ræðir um 1985, síðasta ár kvennaáratugar SÞ. DDDDDDDODDDDDDDDODDDDDODDDOODDODDDDDDDDDDDDDD D D □ □ □ D D D AÐALFUNDUR Taflfélags Reykjavíkur 1984 verður haldinn að Grensásvegi 46 mánudaginn 19. nóvember og hefst hann kl. 20.00. n Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnurmál. Stjórnin. D D D D D D O D D D D D D D D D D D D 000000000000000000000000000000000000000000000 D D D D D D D D D DV. ÞRIÐJUDAGUR13. NÖVEMBER1984. í gærkvöldi ______ í gærkvöldi GÓD VÍSA 1 gær sýndi sjónvarpið m.a. tvö sýnishom af framleiðslu Breta fyrir sjónvarp. Afraksturinn var misjafn að gæðum. Skemmtiþátturinn 1 fullu fjöri er í besta falli broslegur. Meira var lagt í leikritið um lífshlaup Georgs Orwell; Kveikjan að 1984. Þetta leikrit er haganlega gert, eins og bresk sjónvarpsverk eru oftast. Þó er leikrit líklega ekki sérlega vel falliö til að segja þessa sögu. Höfund- unum hætti við að dvelja um of við persónulega hagi skáldsins, oft á kostnað heildarmyndarinnar. T.d. vantaði mjög að skerpa myndina af hreyfingu sósíalista á árum borgara- styrjaldarinnar á Spáni. Atburðir þeirra ára mótuöu Orwell ööru frem- ur. Menn minnast þess e.t.v. að í vor sýndi sjónvarpið heimildarmyndir þar sem þetta efni vartíundað ræki- legar. Hinu má þó ekki gleyma að góð vísa er víst aldrei of oft kveðin. 1 útvarpsdagskránni var fátt um fína drætti. Jón Gröndal ræddi um eftirköstin af verkfallinu í þættinum Um daginn og veginn. Erindi Jóns var hressilegt en samherjar hans eru liklega vandfundnir. Gísli Kristjánsson. Grettir Bjömsson tónlistarmaður: Gott útvarp á morgnana Það má segja það að eina tækifærið sem ég hef til að hlusta á útvarp sé á morgnana. Dagskráin þá er líka oft ágæt og mest hef ég gaman af alis konar viðtalsþáttum þar sem fólk til sjávar og sveita er tekið tali. Það mætti gjaman vera meira af slíkum óundirbúnum þáttum. Fréttaflutningur útvarpsins í heild er allur mjög vandaður og skýr en eitt er það atriði í tilkynn- ingalestri hádegisútvarps sem fer í taugamar á mér en það er þegar Gjaldheimtan og aðrar stofnanir eru að setja fólki afarkosti yfir hádegis- matnum varðandi vanskil og inn- heimtuaögerðir. Einnig finnst mér að mætti vera meira af þáttum í út- varpsdagskránni fyrir gamalt fólk sem vafalaust er langstærsti hlustunarhópur útvarpsins. Ég sest svo yfirleitt fyrir framan skjáinn um áttaleytið og horfi svona fram eftir kvöldi. Þaö eru margir góðir og fjöl- breyttir þættir í dagskránni, t.d. voru þættimir um Marco Polo alveg stórkostlegir. Hins vegar mætti gjarnan vera meira af tónlistar- þáttum þar sem ungum tónlistar- mönnum í námi væri gefinn kostur á að koma fram, sér til uppörvunar og öðrum til skemmtunar. Aðalfundur Samtaka sveitar- félaga í Vesturlandskjör- dæmi verður 16.—17. nóvember 1984 í Hótel Stykkis- hólmi. Aætlunarbitreið frá sérleyfi Helga Péturs- sonar mun fara frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavik kl. 8.15, frá bæjarskrifstofunum á Akranesi kl. 10.00 og frá Hótel Borgamesi kl. 10.40 á föstudag og sömu leið til baka strax að fundi loknum. Áætlunarflug frá Amarflugi er kl. 15.00 á föstudegi frá Reykjavík en kl. 16.45 á laugar- degi frá Stykkishólmi. Möguleiki erá leiguvél eða að færa áætlun til, ef næg þátttaka fæst. Hótel Stykkishólmur býður gistingu og fæði á kr. 1.200, miöað við að tvéir séu í herbergi. SSVK munu greiða kvöldverðinn. Æskilegt er að fulltrúar og gestir panti gistingu hjá hótel- inuhiðfyrsta. Oddvitar em minntir á að kjörbréf þurfa að berast k jörbréfanefnd á fundinum. Tilkynningar Námskeið í skyndihjálp Þriðjudaginn 13. nóv. heldur Reykjavíkur- deild RKI námskeiö í almennri skyndihjálp í húsnæði sinu aö Nóatúni 21. Á námskeiðinu verða kennd meginatriði skyndihjálpar auk blástursaðferöarinnar og lýkur þvi 21. nóv. með verkefni sem hægt er að fá metið í fjöl- brauta-og iðnskólum. Breytt verð á loðnu Á f undi Verðlagsráðs sjávarútvegsins þann 5. nóvember sl. var samþykkt vegna breyttra aðstæðna aö skiptaverð á loönu til bræðslu yrði 1D60 kr. hvert tonn frá og með 1. nóvem- ber til 31. desember 1984. önnur ákvæðl sam- kvæmt tiikynningu ráðsins nr. 16 era óbreytt. Fékk fyrst far, stal svo bílnum og velti honum Piltur frá Akureyri slapp með hand- leggsbrot þegar hann velti bíl sem hann hafði tekið í óleyfi á bænum Kálfsskinni á Árskógsströnd aöfara- nótt laugardags. Vinnumaður á Kálfsskinni var aö koma af dansleik í Árskógi um þrjú- leytiö og tók umræddan pilt upp í að af- leggjaranum og fór síðan sjálfur heim. Virðist sem pilturinn hafi beðið átekta og síðan farið á eftir vinnumanninum til að ná í bílinn. Ætlun hans var að komast til Akureyrar en bílferöin varð þó aðeins nokkrir kílómetrar eða að bænum Rauðavík. Þar fyrir ofan valt bíllinn margar veltur og stöðvaðist um 40 metra frá veginum. Hann er gjör- ónýtur. Bíllinn er af Datsun gerð, með sól- lúgu á þakinu, og er taliö að pilturinn hafi þeyst út um hana í fyrstu veltunni. Að sögn rannsóknarlögreglunnar á Akureyri er pilturinn grunaður um ölvun við akstur. -JBH/Akureyri. Kvenfélag Kópavogs heldur spilakvöld þriðjudaginn 13. nóvember kl. 20.30 í f élagsheimilinu. Nefndin. Opið hús hjá Verkakvennafélaginu Framsókn Verkakvennafélagið Framsókn varð 70 ára 25. okt. sl. en vegna ófyrirsjáanlegra orsaka var ekki hægt að minnast þess á þeim degi. Stjórn félagsins hefur ákveðið aö hafa opið hús að Hótel Sögu, Átthagasal, milli ki. 15 og 18 25. nóvember. Félagskonur eru hvattar til aö h'ta inn og þiggja kaffi. Stjórnin. Fræðsluerindi um siðfræði Dr. Björn Björnsson, prófessor við guðfræðideild H.I., mun 4 næstu fimmtu- dagskvöld, 15. nóv., 22. nóv., 29. nóv. og 6. des., flytja fræðsluerindi um siðfræðileg efni á vegum Hafnarfjaröarsóknar og veröa þau haldin í Slysavarnafélagshúsinu við Hjalla- braut og hefjast kl. 20.30. I fyrsta erindi sínu mun hann fjaila um siðferðilegar grunnviðmiðanir og beina þeim síðan að ákveðnum viðfangsefnum og vanda- málum samtiðarinnar. Boðið verður upp á kaffi og frjáisar umræður í áframhaldi af hverju erindi. Sr. Gunnþór Ingason. Tímaritið Gangleri síðara hefti 58. árgangs erkomið út. Blaöið er að venju 96 bls. með greinum um andleg mál. Meðal efnis er grein um samanburð á skoðunum Williams James og Sigurðar Nor- dal. Grein er um heilastarfsemi Japana og kafh úr bók Matthíasar Jónassonar um eðh drauma. Skyggn kona segir frá hfsútsýn sinni og reynslu í öörum heimi. Grein er um hug- ræna þögn og önnur eftir J. Kristhnamurti um orð og veruleika. Greinarflokkur er um búddisma og Siva sútrar. Einnig er grein um snjómanninn og aðrar shkar verur sem víða hafa sést. Alls era 19 greinar nú í Ganglera, auk smá- efnis. Áskriftarverð er kr. 360. Nýir áskrifendur fá tvö eldri blöð ókeypis. Áskriftarsími er 39573 eftirkl. 17.00. Fréttatilkynning Einar Sindrason, háls-, nef- og eyrnalæknir, ásamt öðrum sérfræðingum Heymar- og tal- meinastöðvar Islands, verður í Lundaskóla á Akureyri dagana 23. og 24. nóv. nk. Rannsökuð verður heyrn og tal og útveguð heymartæki. Tekið á móti pöntunum á Heyrn- ar- og talmeinastöð Islands i Reykjavík alla virka daga frá kl. 10—14 i sima 91-83855 til og með21.nóv.nk. Samningur BSRB: 64,3 prósent samþykktu Nýgeröur kjarasamníngur BSRB var samþykktur í allsherjaratkvæða- greiðslu með 64,3% greiddra atkvæða. Á kjörskrá voru 11.812 og kusu 9.654 eða 81,73% félagsmanna. 6.210 sam- þykktu samninginn eöa 64,3% þeirra sem greiddu atkvæði, 1.318 eða 13,7% höfnuöu samningnum, 2.100 eða 21,7% skiluöu auðu og 26 eða 0,3% gerðu ógilt. -ÓEF. Árnað heilla Gefin hafa verið saman í hjónaband af séra Gunnari Björnssyni ungfrú Ingibjörg Gissurardóttir og örn Sigur- jónsson. Heimili þeirra er að Bólstaðarhlið 34. Gefin hafa verið saman í hjónaband af séra Halldóri Gröndal ungfrú Halldóra Sigurðardóttir og Runólfur Sigtryggs- son. Heimili þeirra er að Torfufelli 25. (Stúdíó Guðmundar, Einholti 2, tók myndirnar) Bella il uUI Ég er að reyna að ná mér niður eftir sumarfríið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.