Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Page 7
DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984. „Eg haföi stariað sem aöalgjaldkeri hjá Landssmiðjunni og ætlaöi að mennta mig frekar í tvö til þrjú ár og koma svo heim aftur.” Hilmar segir frá, ég nótera hjá mér. „Þegar ég var bú- inn með skólann héma datt mér í hug að vera svolítið lengur og afla mér meiri reynslu. Eg setti því upp eigin endurskoðunar- skrifstofu, rak hana í 12 ár og gekk vel en kannski hefur mér þótt grasið grænna hinum megin. Um þetta leyti kynntist ég náunga og í sameiningu sáum viö að það gæti verið góður bisn- iss að sauma gardínur. Þetta gekk auðvitaö svona og svona framan af og eftir sex mánuði hafði hann af mér 1.500 dollara og stakk af. Skagfirski roiiuþráinn Þá sagöi skagfirski rolluþráinn til sín. Eg vildi ekki hætta. Fólk flykktist til Florida og mikiö var byggt af leiguíbúðum. Eg sá hvaö var að gerast og fljótlega var ég kominn með 10 stúlkur í vinnu sem strax var of lítið. I kjölfariö opnaöi ég útibú í Or- lando og síðan í Atlanta. Eg var stórheppinn að byrja á réttu augnabliki. Utibúin eru nú líka í Dallas, San Diego, Phoenix, Arisona, Pensacola, Tampa og Jómfrúreyjum. Nei, ég er ekki tiltakanlega smart sjálfur. Eg hef hins vegar haft gott fólk í vinnu og sama fólkið mjög lengi. Sumir hafa verið með mér alveg frá upphafi. Uppgangurinn hefur verið góður á síðustu fjórum árum eftir að sonur minn fór aö taka meiri þátt í stjórnun fyrirtækisins. geta tæplega gert nokkuö nema biðja stóra ríkið um aðstoð. Alríkisstjórnin er sífellt beðin um aðstoö, en Reagan hefur reynt að auka sjálfstæði einstakra ríkja. Skattpíning alríkis- stjórnarinnar er ekki mikil en þeim mun meiri af ríkjunum. Já, það er útilokað að komast undan þeim. ” Hilmar sveiflar nú WM Penn yfir í annan málaflokk. Eg er líka kominn meö einn í túlann. Mengun og fátækt „Ég er undrandi á skilningsleysi fólks á orkunni. Umhverfis- verndarmenn hafa skemmt mikið fyrir á því sviði og með fanatísku tali um mengun. Hættulegasta mengunin er raunar fátæktin. Eina ráðið til að lækna slíkt er með ódýrri orku, sólar- orku eða hverju sem er. Ameríka er nefnilega svona stór vegna þess að hér var hægt að framleiða svo mikla orku. Iðnaðurinn blómstraði enda er orkan undirstaða atvinnu. Vel menntaðir Islenskir bisnissmenn? Þetta eru margir hverjir vel menntaðir menn sem jafnvel hafa lært hér í Ameríku en þeir Fátækur innfiytjandi Nei, ég er ekki ríkur. Fátækur innflytjandi sem hefur komið sér sæmilega áfram er betri lýsing. Hér eru ótakmarkaðir möguleikar ef menn nenna að vinna 16 tíma á sólarhring og hafa sæmilegt hugmyndaflug. Eg skil nefnilega kapítalismann þannig að hann sé þau tækifæri sem hverju þjóðfélagi er skylt aö leggja til svo hver og einn geti fullnægt sínum þÖrfum. Kerfið hér í Ameríku er mun auðveldara en á Islandi. Það er alls ekki vonlaust að byrja smátt og smátt og ávinna sér láns- traust með því aö standa í skilum. Skandínavar eru yfirleitt hátt skrifaðir hér og hafa gott lánstraust. Það er líka eftir því tekið að skandínavísk nöfn sjást sjaldan á vanskilaskrám og í tengslum viö ýmis afbrot, sérstaklega f jármálabrot. Fjötrar einokunar Það er eins og f jötrar frá einokunartímabili loöi enn viö á Is- landi. Allt slíkt er óþekkt hér, frjálsræði mikið og allt gert til þess aö gera einstaklingnum auðveldara fyrir. Það er frjáls- ræði í verslun og viöskiptum og í samskiptum við annað fólk. Annars þykir mér sósíalisminn heldur of mikill hérna. Það virðist stefna í aukið skrifræði, ríkiö vill sífellt ráöa meira yfir fólkinu hér sem annars staðar; helst hugsa fyrir fólkið. Fólk er líka orðiö vant því að biðja ríkið um allt og jafnvel ríkin sjálf fá ekki að njóta sín vegna heimskulegs kerfis sem ríkir. Eg hugsa aö það sé frekar kerfið og einangrunin sem háir Is- lendingum í viðskiptum frekar en menntunarskortur. I fiskin- um finnst mér ekki skynsamlegt að hafa bara tvö einokunar- kerfi. Réttara væri að nota meira ameríska sérfræðinga. Framleiðslan er ekki það mikil heima að það á ekki að vera nokkur vandi að selja hana á svo stórum markaði. Máliö er bara það að það á að selja svo lítiö magn dýrt og leggja áhersl- una á gæðin en ekki magnið. Eg hef alltaf lagt áherslu á gæði, þjónustu og verð. Á síðustu stundu Burtséð frá fiskviðskiptum þá er afskaplega erfitt að eiga viðskipti við Islendinga. Þeir svara ekki bréfum og jafnvel ekki síma fyrr en allt er orðið á síðustu stundu. Svo þykir mönnum það hálfniðurlægjandi að veita þjónustu. I Ameríku eru menn auðvitað stoltir af því.” Stórsöngvarar Hilmar Skagfield er sonur Sigurðar Skagfield óperusöngv- ara- t>Ppor pahhi fnr ■■tan 1Q90 hntti hart imftalpof í Slraga.. firðinum að ætla sér slíkt. En það hafðist allt og ég álít að Is- lendingar hafi aðeins átt þrjá stórsöngvara: Pétur Jónsson, Sigurð Skagfield og Maríu Markan. Þetta fólk var allt á heims- mælikvarða í söng og menntun. Hér má raunar nefna til sög- unnar einn Islending til sem enginn man eftir né þekkir, Ara Johnsson frá Isafiröi.” Nú er spurt um Stefán Islandi og nýj- ustu stjörnuna, Kristján Jóhannsson: „Stefán Islandi var aldrei stórsöngvari. Kristján Jóhannsson? Eg hef nú ekkert heyrt í honum nema af plötunni hans og mér finnst satt aö segja alltaf svolítill réttarsöngur á þeirri plötu. Kristján vantar þjálfun og hann þarf að læra meira. Gallinn við flesta ís- lenska músíkanta er sá að þeir halda allir aö þeir kunni nóg og þurf i ekki að læra meira. ’ ’ Senatorakellingar og governorafrúr Hilmar hefur ekki staðið einn í 34 ár í Ameríku. Hlið við hlið hafa þau staðið hjónin, hann og Kristín: „Eg lærði kjólasaum hjá Guðlaugu Jónsdóttur (hún var reyndar ljósmóðir líka) og fór síðan í skóla í tískuteiknun hér úti. Svo stofnaði ég „Kristín House of Fashion” 1959. Ég byrjaði meö senatorakellingar og governorafrúr. Blessaður vertu, þær kunnu ekki að vera í fötunum en höfðu gaman af að eiga þau.” Mér verður strax ljóst að kjarnorkan er ekki bara í Hilmari. Meira frá Kristínu: „Síðan hef ég unnið mikið fyrir feguröarsamkeppnir og hannað kjóla á fegurðardrottningar. Eg sá einu sinni um ung- frú Island og þar áður hafði ég haft ungfrú Florida á minum snærum. Verslunin mín er ein elsta dömuverslun í Tallahassee' en viöskiptin eru nú aðallega í kringum fegurðarsamkeppnir og brúðarkjóla sem ég hef sérhæft mig í. En satt að segja finnst mér mest gaman að vihna með hinum vinnandi konum.” Fínu kellingarnar eru hundleiðinlegar og kunna sumar hverjar ekki einu sinni að ganga.” TilNoregs Hressilegu innskoti við Kristínu Skagfield lýkur. Þau hjón hafa löngum lagt mikla rækt við Islendinga sem hafa stundað nám í nágrenni við þau í Bandaríkjunum. Þeir eru ófáir náms- mennimir sem standa í þakkarskuld við þau fyrir fyrirgreiðslu af ýmsu tagi sem getur riðið baggamuninn fyrir vegvillta Is- lendinga í útlöndum. „Já, við höfum áfram samband viö þá Is- lendinga sem hér hafa verið við nám,” segir Hilmar. „Eg get nefnt til dæmis Daníel Pétursson flugstjóra, Sigurjón Ragnars- son, Pétur í Kók, Birgi Karlsson hjá Flugleiðum, Kela Valda og Guðjón Bachman (Gúddi) sem býr hér í Orlando og gerir það gott. Skagfirðingar? Nei, þeir koma ekkert sérstaklega mikið hingað. Ætli þeir fari ekki til Noregs?” óm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.