Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Page 8
Iðntæknistofnun
íslands
Framkvæmdastjóra (verkefnisstjóra)
Leitaö er að manni meö fjölbreytta reynslu og háskólapróf í
verkfræöi, raunvísindum eöa viðskiptafræði. Starfið er veitt
til fjögurra ára samkvæmt lögum um Iðntæknistofnun
Islands.
Verkefnisstjóra fyrir framleiðniátak.
Leitað er að manni með alhliöa reynslu sem er tilbúinn til að
takast á við fjölbreytt verkefni.
Starfið er veitt í eitt ár með hugsanlegri framlengingu um eitt
ár.
Nánari upplýsingar veita Ingjaldur Hannibalsson og Sigurður
Guðmundsson í síma 687000.
Hlutverk Iðntæknistofnunar er að vinna að tækniþróun og auk-
inni framleiöni í íslenskum iðnaði með því að veita einstökum
greinum hans og iðnfyrirtækjum sérhæfða þjónustu á sviði
tækni- og stjórnunarmála og stuðla að hagkvæmri nýtingu
íslenskra auðlinda til iðnaðar.
Iðnskólinn í Reykjavík
Innritun nýnema á vorönn 1985.
Innritun í eftirtaldar deildir skólans stendur nú yfir og lýkur 7.
desember.
1. Samningsbundnir nemar
2. Rafsuöa
3. Grunndeild málmiðna
4. Grunndeild tréiöna
5. Grunndeild rafiðna
6. Framhaldsdeild vélvirkja/rennismíði
7. Framhaldsdeild rafvirkja/rafvélavirkja
8. Framhaldsdeild rafeindavirkja
9. Framhaldsdeild bifvélavirkja
10. Fornám
11. Almenntnám
12. Tækniteiknun
13. Meistaranám
Fyrri umsóknir, sem ekki hafa verið staðfestar með skólagjöld-
um, þarf að endurný ja.
Nánari upplýsingar eru gefnar í skrifstofu skólans. Innritun í
einstakar deildir er með fyrirvara um næga þátttöku.
Jólagjafahandbók II
kemur út 13. desembér nk.
Þeir augljsendur sem áhuga hafa
á að auglýsa í jólagjafahandbók-
inni hafi vinsamlegast samband
við auglýsingadeild DV Síðumúla
33, Reykjavík, eða ísímum 82260
og 27022 milli kl. 9 og 17.30 virka
daga sem allra
fyrst. jA
DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984.
j&ÍSSS:
Draugaveiðimenn væddir vopnum sínum.
GHOST-
BUSTERS
Hvað á maður að taka til bragðs ef
hópur drauga svífur skyndilega um-
hverfis mann í lausu lofti? I Banda-
ríkjunum er fólk ekki í neinum vafa.
Maöur kallar á draugaveiðimennina.
Þetta fyrirtæki er þekkt af hverju
einasta mannsbarni í Bandaríkj-
unum í gegnum toppmyndina Ghost-
busters. Viö heyrðum vígsöng
draugaveiðimannanna um síðustu
helgi í Skonrokki sunginn af Ray
Parker Jr.
Sagan um draugaveiðimennina er
skrifuö af tveimur þekktum banda-
rískum leikurum og grínurum, Dan
Aykroyd og Harold Ramis. Sá fyrr-
nefndi er líklega þekktastur sem
helmingurinn af Blues Brothers
(hinn látni John Belushi var hinn
helmingurinn.) Þeir leika vísinda-
menn sem hafa drauga sem sér-
grein. Þriðji félaginn í hópnum er
Bill Murray, frægur leikari.
Myndin gengur út á að það að
þessir þrír alvarlegu „andans”
vísindamenn missa herbergi sín í
Kólómbíuháskólanum í New York.
Þeir stofna einkafyrirtæki sem glím-
ir viö aö veiða drauga og þeir fá fljót-
lega meira en nóg að starfa.
Það er fullt af draugum í stórborg-
inni. Þeir eru hér, þar og alls staöar
og þeir eru ekki allir jafnsætir og
vingjarnlegir. Meðal þess sem
vísindamennirnir þurfa að glíma við
er feit græn pylsa sem svífur um
loftið.
Pylsan og félagar hennar reynast
hins vegar vera fyrsta þrep í mikilli
atsókn anda sem eru sendir af löngu
gleymdum hittískum guði og þegar
þeir fá loft undir vængina fara hlut-
irnir að gerast. Draugaveiöimenn-
irnir hafa til allrar hamingju sin
úrræði.
Sló í gegn
Myndin hefur tekiö inn meira en
220 milljónir dollara í Bandaríkj-
unum og Kanada og hefur þannig
slegið myndina Indiana Jones and
The temple of Doom út. Sem þykir
talsvert. „Vinsældirnar koma mér
ekki á óvart. Bara hversu miklar
þær eru,” segu- leikstjórinn Ivan
Reitman.
„Að fólk er oröið svo hrifið af
Ghostbusters er líklega vegna þess
að þaö hefur aldrei séö þessa blöndu
af gamanleik og sjónhverfingaleik.
Leikstjórinn ivan Reitman. Hann
segir að það só alveg rétt að það
só erfiðast að gera skemmtilegar
og fyndnar myndir.
Gog og Gokke, Jerry Lewis og aörir
hafa áöur gert draugamyndir en
þegar litið er á þær í dag virka þær
ekki sérlega vel því draugamir eru
alltaf vondir menn sem vilja hræöa
eðagabbaaöra.
Þetta er ekki svo í okkar mynd. Við
trúum á drauga og höfum þrjár
reglun a) Þaö er hægt að finna
drauga. b) Það er hægt að veiöa
drauga ef maður er með rétt tól. c)
Stundum birtast draugar í stórum
hópum,” segir Reitman. Reitman
hafði áður unnið með Murray
Aykroyd og Reitman viö hin ýmsu
verkefni eins og myndirnar Animal
House, Meatballs ogStripes.
Gaman og alvara
Reitman framleiddi einnig rokk-
teiknimyndina Heavy Metal en hann
langar ekki til að gera fleiri þannig
myndir. Honum f innst skemmtilegra
að vinna með venjulegu fólki og það
var hlegið mikið á meðan á upptök-
um stóð á Ghostbusters.
,,Eg vinn eins og er aö því að gera
alvarlega mynd með Dustin
Hoffman og það verður nánast
afslöppun fyrir mig eftir aö hafa gert
svo marga gleðileiki. Fólk hefur rétt
fyrir sér sem segir aö þaö sé erfiðast
aö gera fyndnar myndir. En mér
finnst gaman að fá fólk til að hlæja
og gera það glatt eins og það verður
af að horfa á Ghostbusters. Við
höfum rætt um að gera aðra mynd í
kjölfar þessarar en þaö verður í
fyrsta lagi eftir tvö ár og kannski
verður hún öðruvísi,” segir Reitman
sem enn bíöur eftir að sjá alvöru-
draug.
Ekki er vitað hvort draugaveiði-
búnaöur myndarinnar hrekkur til í
slíkum tilvikum.