Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Side 10
54
DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984.
Weltschmerz
Viðtalið er allt skrifað í nokkuð
upphöfnum stíl menntskælinga og
sennilega hálfvegis í gríni og hálfvegis
í alvöru einsog lesa má af þessari
klausu: — Hvenær byrjaðir þú að
yrkja, Sverrir?
,,Í5g hóf fyrstu fálmkenndar
tilraunir mínar til ljóðageröar, þá er
ég sat í öðrum bekk gagnfræðaskóla,
sagði Sverrir á bókmáli. Eg hef frá
byrjun notfært mér nýtízkulegt form í
ljóöagerð minni enda löngum haft
ímugust á stöðnuðum og úrkynjuðum
listformum.” Einnig segir Sverrir um
ljóð sin: „Þau hafa mestmegnis orðið
til í drepleiðinlegum kennslu-
stundum,” hélt Sverrir áfram og
dæsti. „E.t.v. er það orsök þess, að
ýmsir hafa þótzt finna í þeim svart-
sýnisboðskap og „Weltschmerz”.”
Eftir að Sverrir haföi sagt þessi
spaklegu orð, varð honum orðfall.
Síðan lýsti hann því yfir, að visku-
brunnur sinn væri þurrausinn í bili.
Viðtaliö heldur áfram í sama dúr og í
lok þess segir Sverrir: „— Lifi
einstaklingshyggjan! Niöur með
meöalmennskuna! ”
FRAMHALD AF BLS. 53
Á sögueynni okkar hafa flestir eyjar-
skeggjar einhvern tímann reynt aö
sitja skáldfákinn. Nokkrir hafa haldið
áfram, og orðiö skáld, aörir hafa stigið
eöa dottið af baki. Enn aðrir hafa
uppgötvað aö þaö sem þeir héldu vera
skáldfákinn var reiöprik sem hentaði
ekki fullorðnummanni.
Við skyggndumst í nokkur skólablöð
MR á tímabilinu 1960—1970 og þar kom
margt athyglisvert í ljós. Ýmsir hafa
ort og skrifað og síöan hætt. Aðrir hafa
helst sést í stól gagnrýnandans.
Glettilega margir þeirra sem hafa séð
ástæöu til að tjá sig á síðum skóla-
blaösins í einhvers konar skáldlegum
búningi hafa samt haldiö ótrauðir
áfram og þó þeir hafi ekki allir skrifað
skáldverk hafa þeir á einhverti hátt
veriö virkir á ritvellinum.
Eitt af því fyrsta sem verður fyrir í
skólablaði MR frá ’60 er viðtal viö
Sverri Hólmarsson, nú gagnrýnanda.
Þaö er undir fyrirsögninni: Niður með
meðalmennskuna. I kynningu er sagt
um Sverri: „Hann stendur oft upp á
málfundum og lætur ljós sitt skína yfir
óupplýstan lýðinn. Hann er afkasta-
mikill við ritstörf og kallar sig jafnvel
skáld.”
Orti bara
til ónafn-
grcindra
kvenna
— segirJónÖrn
Marinósson um
Jón Örn Marínósson. Hann segist ekki myndu ve/ja bókmennta/ega /eið
að hjarta konu núna ef hann vi/diná ástum hennar. D V-mynd: GVA.
menntaskólaljóð sitt
Þráinn Eggertsson hagf ræðingur um
— Ortiröu mikiö í skóla ?
„Eg get svarað því til að ég hafi
ort álíka mikiö og aðrir innblásnir
menn á þessum aldri,” svarar Jón
Örn Marinósson, tónlistarstjóri Rik-
isútvarpsins, höfundur Jónsbókar og
fyrrum skólaskáld.
— Ortirðu einungis ljóö?
,,Ég fékkst, held ég, við allar
hugsanlegar tegundir bókmennta á
þessum árum. Innblásturinn var svo
gífurlegur og tjáningarþörfin. Eg
setti saman ljóð, greinar og leik-
þætti.
Eg býst við að andlegt líf þjóðar-
innar hefði ekki farið úr jafnvægi þó
að ég heföi sleppt því að festa staf á
blað en hins vegar hélt þetta mér á
þessum tíma í sæmilegu andlegu
jafnvægi. Sársauki, ástarsorgir og
ýmiss konar áföll í tilfinningalífi
fenguþarnaútrás.”
— Var litið upp til þín sem skálds
meðal félaga þinna?
Jón svaraði því til aö auövitaö
spilaði þaö inn í á þessum aldri að
vilja vera í metuin meðal félaga
sinna og þá sérlega í menntaskóla:
„Þar eru andleg afrek oft talin meira
virði en þau líkamlegu. Þeir sem
gáfu sig út fyrir aö geta ort voru
þarna í svoUtilli afrekskeppni. Menn
ímynduðu sér aö þeir væru aðeins
skör ofar en ahnúginn sem orti ekki
neitt,” sagði Jón. En hvort aörir
hefðu haft þetta í miklum metum
treysti Jón sér ekki til að fullyröa
um. „Það má vel vera, ég veit það
ekki. Ég varð ekki fyrir neinni ásókn
út af þessu. — Enda orti maður bara
til ónafngreindra kvenna.”
Háar kröfur í ritstjórastöðu
— Varstu í einhverri skáldaklíku?
„Nei, nei. Þaö var ég ekki.”
— Manstu eftir einhverjum skáld-
umsamtíma þér?
„Þráinn Bertelsson var þarna,
Megas var þarna. Rétt á eftir mér
voru Hrafn og Davíð og það lið.”
— Þú varst ritstjóri skólablaðs-
ins?
,,Já, það gerist í fimmta bekk ef
maður þykir nógu litterer. Nógu há-
fleygur, það er skilyrðið. Þaö eru
ekki geröar jafnmiklar kröfur í nokk-
urri ritstjórastöðu. Maöur verður að
hafa sýnt andlega yfirburði í 4. bekk.
Starfið krefst svo mikils aö maöur á
ekkert eftir. Það er alla vega svo í
mínu tilviki. Ég hef ekki þótt gjald-
gengursem ritstjórisíðan.”
— Manstu eftir ljóðinu þínu: Und-
irfjöguraugu?
„Mig rámar nú aðeins í það. Hefð-
irðu lesið það fyrir mig og ekki sagt
eftir hvern það væri hefði ég kannast
við það.
Það er annað með stórskáldin sem
eiga mikið. Eins og Nóbelsskáldið
sem man ekki eftir heilum ljóöabók-
um. Það slær einhverju saman í höfð-
inu á mér þegar ég heyri þetta ljóð.
Ég heyri aö það er ákaflega ástríöu-
þrungiö. Ég hef greinilega verið
mjög ástfanginn en man ekki lengur
hver stúlkan var. En ég hef nú ekki
elskað fleiri konur en ég hef ort
kvæði. Eg man ekki hvort þetta
kvæði hafði nokkur áhrif til að bræða
hjarta skólasystur.
Núna, eftir þann tíma sem liöinn
er, myndi ég velja einhverja aðra
aöferð en þessa ef ég vildi ná ástum
einhverrar konu. Ég myndi ekki fara
bókmenntalega leiö aö hjarta henn-
ar.”
Kannski aftur eins innblás-
inn
— Nú hefuröu verið með Jónsbók-
arpistla í Ríkisútvarpinu. Ertu alltaf
sískrifandi?
„Ekki vil ég nú segja þaö. En ég
held aö ég geti nú sagt aö það hafi
ekki liðið það árið aö ég hafi ekki fest
á blað — mismikið. Þannig aö ég er
ekki hættur þessu. En það er hvorki
svo mikið né merkilegt aö ég sé aö
senda þaö frá mér yfirleitt. Þetta er
eitthvaö sem maöur venur sig á þeg-
ar maður er á unglingsárunum. Þaö
kemur alltaf upp öðru hverju einhver
þrá til að festa eitthvað á blað. ”
— Stendur kannski til að gefa út
Jónsbók?
,,Eg vil engu um það spá. Það get-
ur vel verið. Þaö myndi þá vera í eitt-
hvað breyttri mynd. Þetta er út-
varpsefni og tengist margt líðandi
stund. Ég myndi nú ekki taka það al-
veg hrátt.
Eg veit ekki. Kannski á maöur
eftir að vera eins innblásinn og mað-
ur var á menntaskólaárunum. Hver
,veit?” sagði JónÖrn. SGV
Menntaskólaljóð eftir
Jón Örn Marinósson
Undir fjögur augu
Sktn máni, skín nótt,
skína þín augu.
Enginn söngur, allt er hljótt,
adeins þín augu.
fírosir nótt, hrosir vör,
hrosa þín augu.
Engin spurn, engin svör,
aðeins þín augu.
ímgrkrinuþau mást,
meitluð af fögnuði og ást.
menntaskólaskáldskap sinn:
Bamabrek
Þegar ég var unglingur leit ég
aldrei á mig sem skáld eöa rithöfund
í mótun, en haföi gaman af því aö
skrifa. Fyrsta árið mitt í Mennta-
skólanum í Reykjavík tók ég þátt í
smásagnasamkeppni, en þá keppni
vann Ragnar Amalds, fyrrverandi
ráðherra, með miklum glæsibrag.
Eg fékk sérstaka viðurkenningu
fyrir sögu um gamla konu í enskum
strandbæ, en sjórinn gleypti hana
einn góöan veðurdag og ekkert var
eftir nema hundur í fjörunni og hár-
kolla í flæöarmálinu. Þetta meistara-
verkmunhafatýnst.
Eg var í ritnefnd Skólablaösins í
fjóröa bekk og ritstjóri þess í fimmta
bekk; tók viö embættinu af dr. Þóröi
Harðarsyni, prófessor í læknisfræði,
en fyrirrennari Þórðar var Jónas
Kristjánsson, er síðar varö alvörurit-
stjóri. Skrif mín á þessum árum voru
að mestu leyti ómerkileg skólablaða-
mennska og þar á meðal sérkenni-
legar ferðasögur, Blóðbað í
Barcelona, Tálborgin Tangiers, ritað
í útflúrsstíl fyrri alda og með því
skáldaleyfi sem menn taka sér við
slík tækifæri. Síðasta afrek mitt í
þessum anda var heil opna í Morgun-
blaðinu haustið eftir aö ég lauk
stúdentsprófi. Þar var fjallað í ýkju-
stíl um heimsókn til Damaskusborg-
ar í Sýrlandi, eins konar sumar í Sýr-
landi. Einnig minnist ég þess að hafa
skrifað í gríni söguþráð óperu um Lo
Sgobbone, kúristann, líf hans og
dauöa, sem kom í Skólablaðinu þeg-
ar ég var í fjóröa bekk.
Á þessum árum fylgdi andlegt líf í
MR þriggja ára hagsveiflu. Þegar
sveiflan var í botni geröist andrúms-
loftið pólitískt, menn gengu í Heim-
dall eöa voru í leshring hjá Einari 01-
geirssyni sem bar í þá vitleysu úr
Þjóðverjum. Eitt mesta lán í lífi
mínu var að fylgja ópólitískum ár-
gangi gegnum skólann, fylgja upp-
sveiflunni úr pólitískri lægö. Olafur
Ragnar Grimsson var ári á eftir mér
í skóla og meira að segja honum datt
ekki pólitík í hug á þessum árum,
nema kannski menningarpólitík,
enda stofnaöi hann barnungur Menn-
ingarfélag íslenskrar æsku. En á
hæla okkar kom sveit pólitískra úlfa
og síöasta árið í MR mátti heyra í
þeim gjammið alla leið neðan úr
þriðja bekk.
Eg hef eiginlega ekki skrifað um
annað en hagfræöi og skyld efni frá
því ég lauk menntaskóla, en ávallt
haft meira gagn og gaman af skáld-
skap en hagfræði og félagsvísindum.
Um árabil átti ég oft leið um Lundún-
ir og greip tækifærið til að fylgjast
meö leikhúsum þar. Þetta gekk svo
langt að ég útvegaöi mér bækur um
leikhús og leiklist og reyndi að átta
mig á því, hvernig gott leikrit verður
til, en sú viðleitni var árangurslaus.
Það hefur ekki elst af mér að þykja
meir koma til mikilla skálda en
merkra vísindamanna. Á fyrri hluta
þessa árs gisti ég bandarískan há-
skóla og hlýddi þar á mál ýmissa
heimsfrægra hagfræðinga. Við sama
háskóla var einnig gestkomandi
Carlos Fuentes, en hann er eitt af
stórskáldum Rómönsku Ameríku.
Ég sótti nokkra fyrirlestra hjá
Fuentes og það eru þeir sem eru mér
minnisstæðir en hagfræðingamh' eru
meira eða minna gleymdir.
Þráinn Eggerts-
son hagfræðing-
ur. ,,Á þessum
árum fyigdi and-
legt lif i MR
þriggja ára hag-
sveiflu."