Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Page 23
DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984.
67
Bflar
Bflar
Bflar
Bflar
Bflar
Fire 1000
Nýr smá-
mótor
f rá Fiat
— kemur fyrst í „litlu
músinni”, Topolino, sem
kynntverður síðar í vetur
Bílmótorar veröa yfirleitt til í vélum
sem búa þá til en nýjasta bílvélin frá
Fiat varö þó til á hóteli.
Á meöan 35 daga verkfall stóö í Tor-
ino, þegar jafnframt var ómögulegt
fyrir verkfræöinga Fiat aö komast á
vinnustaö sinn, lokuðu þeir sig inni á
hóteli og einbeittu sér aö því verkefni
aö hanna nýjan mótor fyrir smábíl.
Árangur þess að leggja undir sig veit-
ingastaði, bari og svefnrými hótelsins
er nú aó koma í ljós. ,,Fire 1000” kalla
þeir þennan nýja mótor.
Þegar Italirnir kynna nú í fyrsta sinn
nýja smábílinn Topolino, sem sagt hef-
ur veriö frá hér á bílasíöunni, en sú
kynning veröur í tengslum viö alþjóð-
legu bílasýninguna í Genf í mars, þá
veröur þaö jafnframt í fyrsta sinn sem
þessi nýi mótor verður kynntur í bíl.
Það sem fæddist á hótelinu var ekki
aðeins mótor í smábílinn Topolino
heldur er hér um aö ræöa vél sem
Nýi sparneytni mótorinn frá Fiat sem fyrst mun birtast í „litlu músinni”, Topo-
lino, í byrjun næsta árs.
Þaö eru fáir hlutir sem gera þaö að verkum að ending vélarinnar á að verða meiri og það hve létt vélin er, 69 kíló, verður til
þess að notagildið verður verulega mikið meira.
koma mun fram í Fiat Panda, Uno og
jafnvel nýju Lanciunni sem er í
burðarliönum. Allir þessir bílar munu
njóta góðs af hóteldögunum í Torino
1980.
Þessi vél er afsprengi nútima tækni
og ekki hafa tæknimenn aðeins lagt
höfuðiö í bleyti heldur voru hér notaðar
tölvur til hins ýtrasta til aö ná tilætluð-
um árangri. Viö smíöina verða auk
þess notuö vélmenni til aö ná sem
mestri hagkvæmni viö f ramleiðsluna.
Nafn vélarinnar er skammstöfun á
„Fully Integrated Robotized Engine”,
FIRE 1000.
Þessi vél á aö taka eldri vélum Fiat
fram um margt í endingu og viöhaldi
og er það helst aö þakka því hve fáir
hreyfihlutir eru og þá jafnframt slit-
fletir.
Þessari vél veröur greinilega ætlað
að koma í staö núverandi 900 rúmsentí-
metra vélarinnar sem Fiat notar og
mun hún gefa meiri kraft, skemmti-
legri gang og umfram allt minni
eyðslu.
Spamaöurinn í eyðslu er talinn vera
um 15% og því talinn vænlegur kostur
fyrir Uno. Meö „Fire 1000” myndi
hann koma út meö aðeins 4 lítra eyöslu
miðaö við 90 km jafnan meðalhraða.
Þá er hann orðinn samkeppnisfær viö
minnstu dísilútgáfursmábíla.
Sennilegast bíður þessi vé) þess aö
koma í nýrri h'nu bíla frá Fiat. Ein út-
gáfa, 75 hestöfl, er í buröarhðnum og
önnur með forþjöppu sem skila á um
hundrað hestöflum. Jafnvel dísilvél er
möguleg því véiarblokkin leyfir slíka
vél.
Þyngdin, aðeins 69 kíló, og möguleik-
ar á blýfríu bensíni, gefa vélinni mikla
framtíöarmöguleika.
Framtíðin kann aö bera meö sér æ
víðtækari notkun þessarar vélar því
talað hefur verið um samvinnu milli
Fiat og Peugeot um notkun og fram-
leiöslu vélarinnar. Slík samvinna er aö
veröa æ algengari og eitt talandi dæmi
þar um er samvinna Fiat viö marga
bílaframleiðendur sem nú eru famir
aö nota nýju sjálfskiptinguna frá Fiat í
bilasína.
Vélin:
Fjögurra strokka, 999 rúmsentímetr-
ar, 45 hestöfl við 5000 snúninga á
mínútu.
OPIÐ í DAG
4
tii ki.^Tí öllum deildum
Leiðin /iggur tíl okkar
í verslanamiðstöð vesturbæjar
JL- GRILLIÐ-
GRILLRÉTTIR
ALLAN DAGINN
NYR
AFGREIÐSLUTÍMI
Mánud. -fimmtudaga
kL 9-18.30.
Föstudaga kl. 9—20.
Laugardaga kl. 9—16.
Allar vörur á markaðsverði
Munið okkar hagstæðu greiðsluski/mála
Jón Loftsson hf. ________________
Hringbraut 121 Sími 10600